Lífið

101 Fréttir: Hamborgari með kannabisefnum og heimildarmynd Beyoncé

Sylvía Hall skrifar
Logi Pedro fer yfir fréttir vikunnar.
Logi Pedro fer yfir fréttir vikunnar.
Logi Pedro er mættur til leiks með 101 Fréttir líkt og aðra föstudaga og tekur saman það helsta úr vikunni sem var að líða.

Í nýjasta innslaginu fer Logi yfir sérstakan hamborgara sem kveðjan Carl‘s Jr. hyggst setja á markað en hamborgarinn inniheldur efnið CBD sem er unnið úr kannabisplöntum. Hamborgarinn verður einungis fáanlegur þann 20. apríl næstkomandi en dagurinn hefur einnig verið þekktur sem 4/20.

Þá ræðir Logi nýjustu heimildarmynd söngkonunnar Beyoncé sem kom út á Netflix en þar sýnir söngkonan frá undirbúningi sínum fyrir Coachella tónlistarhátíðina á síðasta ári og hefur hún vakið mikla athygli.

Bruninn í Notre Dame er að sjálfsögðu til umfjöllunar í 101 Fréttum þessa vikuna sem og nýjasta klipping rapparans Króla og tónlistarmyndband Joey Christ við lagið „Jákvæður“.

Í spilaranum hér að neðan má sjá 101 Fréttir þessa vikuna.

Klippa: 101 Fréttir - CBD hamborgari, Beyonce tónleikamynd og margt fleira

Tengdar fréttir

Naktir menn í menningar­lífinu

Naktir menn í menningarlífinu, möguleg upprisa Wow Air og ný íslensk tónlist frá Emmsjé Gauta, Kristínu Önnu Valtýsdóttur og Krabba Mane. Útvarp 101 er líkt og aðra föstudaga mætt með 101 Fréttir. Uppleggið er sem fyrr að taka saman fréttir vikunnar á knappan og skemmtilegan máta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.