Tvö þúsund súkkulaðikanínur úr verksmiðju Omnom Omnom kynnir 2. apríl 2019 08:45 Tveggja ára þróunarferli liggur að baki páskakanínu Omnom sem steypt er úr dýrindis lakkríssúkkulaði. Kanínan er handgerð, í takmörkuðu upplagi og hefur eingöngu fengist í forsölu á netinu. Kanínurnar koma í verslun Omnom að Hólmaslóð 4 á laugardaginn og segir Kjartan Gíslason, súkkulaðigerðarmaður og annar eiganda Omnom, kanínurnar rjúka út.Kartan Gíslason súkkulaðigerðarmaður og eignadi Omnom.„Ég er glaður að sjá hvað páskakanínan kemur vel út eftir langt ferli. Kanínan fær frábærar viðtökur og ríkur út, það vilja allir láta taka frá fyrir sig eintak,“ segir Kjartan en eingöngu verða steyptar tvö þúsund kanínur.Dýr eru þema hjá OmnomKjartan segist lengi hafa langað til að taka þátt í „páskaeggjaflóðinu“ og eftir miklar vangaveltur var ákveðið að steypa eitthvað annað en egg. „Okkur fannst eiga vel við okkur að steypa eitthvert dýr en dýr hafa verið þema hjá okkur á umbúðum utan um Omnom súkkulaðið. Páskakanína varð fyrir valinu og við tók mikil hönnunarvinna og mótasmíði. Við bjuggum til allskonar form sem þurfti að aðlaga og finna lausnir á. Við höfðum ekki gert neitt þessu líkt áður og þurftum að breyta framleiðsluferlinu hjá okkur talsvert. Kanínan var næstum því tilbúin fyrir páskana í fyrra en við vildum fínpússa hana enn frekar. Veronica Filippin er hönnuður Omnom og hannaði kanínuna sama stíl og dýrin á umbúðunum, geometrísk form, sem minna á origami. Við leggjum mikla áherslu á samræmt útlit á öllum okkar vörum,“ segir Kjartan. „Fyrir næstu páska langar okkur til að steypa úr fleiri súkkulaðitegundum, til dæmis dökka kanínu og einnig úr mjólkursúkkulaði.“Vinna beint úr bauninniOmnom hefur blómstrað frá því Kjartan stofnaði fyrirtækið ásamt Óskari Þórðarsyni árið 2013. Í upphafi unnu fjórir starfsmenn hjá fyrirtækinu en í dag telja starfsmenn Omnom 20 manns. „Við erum komin í 500 fermetra húsnæði og munum stækka upp í 700 fermetra fljótlega. Við höfum alltaf flutt kakóbaunirnar inn sjálfir og vinnum okkar súkkulaði beint úr bauninni. Það tryggir betra bragð,“ segir Kjartan. „Við erum með mikla dreifingu innanlands og nú fæst Omnom súkkulaðið í Bónus. Útflutningur hefur einnig aukist, aðallega til Bandaríkjanna og Bretlands en við seljum einnig í einstaka verslunum í Japan, Singapúr og í Evrópu.“ Á laugardaginn verður móttaka í versluninni á Hólmaslóð fyrir þá sem keypt hafa páskakanínuna í forsölu en enn er tími til að tryggja sér eintak á omnomchocolate.com.Þessi kynning er unnin í samstarfi við Omnom. Matur Páskar Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Sjá meira
Tveggja ára þróunarferli liggur að baki páskakanínu Omnom sem steypt er úr dýrindis lakkríssúkkulaði. Kanínan er handgerð, í takmörkuðu upplagi og hefur eingöngu fengist í forsölu á netinu. Kanínurnar koma í verslun Omnom að Hólmaslóð 4 á laugardaginn og segir Kjartan Gíslason, súkkulaðigerðarmaður og annar eiganda Omnom, kanínurnar rjúka út.Kartan Gíslason súkkulaðigerðarmaður og eignadi Omnom.„Ég er glaður að sjá hvað páskakanínan kemur vel út eftir langt ferli. Kanínan fær frábærar viðtökur og ríkur út, það vilja allir láta taka frá fyrir sig eintak,“ segir Kjartan en eingöngu verða steyptar tvö þúsund kanínur.Dýr eru þema hjá OmnomKjartan segist lengi hafa langað til að taka þátt í „páskaeggjaflóðinu“ og eftir miklar vangaveltur var ákveðið að steypa eitthvað annað en egg. „Okkur fannst eiga vel við okkur að steypa eitthvert dýr en dýr hafa verið þema hjá okkur á umbúðum utan um Omnom súkkulaðið. Páskakanína varð fyrir valinu og við tók mikil hönnunarvinna og mótasmíði. Við bjuggum til allskonar form sem þurfti að aðlaga og finna lausnir á. Við höfðum ekki gert neitt þessu líkt áður og þurftum að breyta framleiðsluferlinu hjá okkur talsvert. Kanínan var næstum því tilbúin fyrir páskana í fyrra en við vildum fínpússa hana enn frekar. Veronica Filippin er hönnuður Omnom og hannaði kanínuna sama stíl og dýrin á umbúðunum, geometrísk form, sem minna á origami. Við leggjum mikla áherslu á samræmt útlit á öllum okkar vörum,“ segir Kjartan. „Fyrir næstu páska langar okkur til að steypa úr fleiri súkkulaðitegundum, til dæmis dökka kanínu og einnig úr mjólkursúkkulaði.“Vinna beint úr bauninniOmnom hefur blómstrað frá því Kjartan stofnaði fyrirtækið ásamt Óskari Þórðarsyni árið 2013. Í upphafi unnu fjórir starfsmenn hjá fyrirtækinu en í dag telja starfsmenn Omnom 20 manns. „Við erum komin í 500 fermetra húsnæði og munum stækka upp í 700 fermetra fljótlega. Við höfum alltaf flutt kakóbaunirnar inn sjálfir og vinnum okkar súkkulaði beint úr bauninni. Það tryggir betra bragð,“ segir Kjartan. „Við erum með mikla dreifingu innanlands og nú fæst Omnom súkkulaðið í Bónus. Útflutningur hefur einnig aukist, aðallega til Bandaríkjanna og Bretlands en við seljum einnig í einstaka verslunum í Japan, Singapúr og í Evrópu.“ Á laugardaginn verður móttaka í versluninni á Hólmaslóð fyrir þá sem keypt hafa páskakanínuna í forsölu en enn er tími til að tryggja sér eintak á omnomchocolate.com.Þessi kynning er unnin í samstarfi við Omnom.
Matur Páskar Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Sjá meira