Lífið

Íslendingar sem hafa elst vel: „Hann er algjört augnanammi“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Balti, Jóhanna Vigdís og Magnús komust á listann.
Balti, Jóhanna Vigdís og Magnús komust á listann.
Fólk eldist misjafnlega vel og fara árin einfaldlega mjög vel í suma. Í þættinum Brennslan á FM957 í morgun var farið yfir Íslendinga sem hafa elst sérstaklega vel.

Þáttastjórnendurnir Hjörvar Hafliðason, Kjartan Atli Kjartansson og Ríkharð Óskar Guðnason nefndu til sögunnar nokkra Íslendinga eftir að Rikki G hafði lesið upp lista yfir Hollywood stjörnur sem líta vel út þrátt fyrir nokkuð háan aldur.

Hlustendur hringdu einnig inn og komu með fleiri tilnefningar en ein þeirra sagði einfaldlega að leikstjórinn Baltasar Kormákur væri algjört „augnanammi“.

Þeir Íslendingar sem komust á listann voru:

Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir – RÚV

Helgi Björnsson

Gísli Marteinn Baldursson – RÚV

Egill Ólafsson

Svava Johansen – NTC

Linda Pé

Baltasar Kormákur – leikstjóri

Vigdís Finnbogadóttir – fyrrverandi forseti Íslands

Björgólfur Thor Björgólfsson – auðkýfingur

Magnús Scheving – athafnarmaður

Valtýr Björn Valtýsson – íþróttafréttamaður

Ragnhildur Gísladóttir – söngkona






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.