Íslenski boltinn

Skagamenn raða inn mörkum bæði á Íslandi og erlendis

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Skagamenn hafa verið frábærir á undirbúningstímabilnu en þeir eru nýliðar í PepsMax deild karla í sumar.
Skagamenn hafa verið frábærir á undirbúningstímabilnu en þeir eru nýliðar í PepsMax deild karla í sumar. Mynd/S2 Sport
Skagamenn spila til úrslita í Lengjubikar karla í fótbolta um næstu helgi en á milli undanúrslitaleiksins og úrslitaleiksins þá skelltu Skagamenn sé í æfingaferð til Wales.

Skagamenn unnu 4-0 sigur á KA-mönnum í undanúrslitaleiknum 21. mars síðastliðinn og hafa samtals skorað 22 mörk í 6 leikjum í Lengjubikarnum í ár. Sex sigrar og átján mörk í plús.

Mótherjar ÍA í úrslitaleiknum verður lið KR sem vann 3-2 sigur á FH í hinum undanúrslitaleiknum.

Skagamenn eru því farnir aftur að skora mörkin og þeir gera það bæði á Íslandi og erlendis.

ÍA vann nefnilega 5-0 sigur á University of SouthWales í æfingaleik í Wales.



Mörkin í fimm marka sigrinum skoruðu þeir Albert Hafsteinsson, Tryggvi Hrafn Haraldsson, Steinar Þorsteinsson, GonzaloZamorano og Þórður Þorsteinn Þórðarson.

Mörk 22 í Lengjubikarnum skoruðu þeir GonzaloZamorano (6), Viktor Jónsson (3), Albert Hafsteinsson (3), Þórður Þorsteinn Þórðarson (2), Bjarki Steinn Bjarkason (2), Tryggvi Hrafn Haraldsson (2), Arnór Snær Guðmundsson (1), Einar Logi Einarsson (1), Hörður Ingi Gunnarsson (1).

Á þessu sést að það eru margir leikmenn að skora fyrir Skagamenn og markaskorunin er ekki á herðum fárra leikmanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×