Viðskipti innlent

Deila um skiptastjóra WOW air fyrir dóm á miðvikudag

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sveinn Andri Sveinsson er annar tveggja skiptastjóra í þrotabúi WOW. Sú ráðning er umdeild meðal lögmanna.
Sveinn Andri Sveinsson er annar tveggja skiptastjóra í þrotabúi WOW. Sú ráðning er umdeild meðal lögmanna. vísir/vilhelm
Til stendur að taka kröfu Arion banka, þess efnis að Sveinn Andri Sveinsson lögmaður víki sem annar skiptastjóra þrotabús WOW air, fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudag. Símon Sigvaldason dómstjóri, sem skipaði Svein Andra skiptastjóra ásamt Þorsteini Einarssyni, segir að fyrirtakan fari fram klukkan 13.

Sáttafundur í málinu fór fram fimmtudaginn 4. apríl þar sem niðurstaðan var að Sveinn Andri yrði áfram skiptastjóri, í óþökk forsvarsmanna Arion banka. Ósætti Arion banka við Svein Andra snýr að störfum hans sem lögmaður fyrirtækjanna Datacell og Sunshine Press Productions. Fyrirtækin hafa eldað grátt silfur saman með greiðslukortafyrirtækinu Valitor undanfarin ár, síðan 2011. Valitor er dótturfélag Arion banka.

Símon segir engar aðrar aðfinnslur hafa komið fram frá kröfuhöfum vegna skipunar Sveins Andra. Arion banki er einn stærsti kröfuhafinn í þrotabú WOW air.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×