Tónlist

Heimildar­mynd um rómaða tón­leika Beyoncé á Coachella væntan­leg á Net­flix

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Beyoncé á sviðinu á Coachella í fyrra með hópi dansara.
Beyoncé á sviðinu á Coachella í fyrra með hópi dansara. vísir/getty
Heimildarmynd um tónleika Beyoncé á tónlistarhátíðinni Coachella í fyrra er væntanleg á streymisveituna Netflix þann 17. apríl næstkomandi. Stikla fyrir myndina var frumsýnd í gær.





Tónleikar Beyoncé á Coachella síðastliðið vor voru mikið sjónarspil. Árið 2017 aflýsti tónlistarkonan tónleikum sem hún ætlaði að halda á hátíðinni það ár. Hún var þá ólétt af tvíburum og var ráðlagt af læknum að koma ekki fram að svo stöddu.

Tónleikanna í fyrra var því beðið með mikilli eftirvæntingu. Ef marka má gagnrýni fjölmiðla á tónleikana að þeim loknum var biðin eftir „Beychella“ þess virði.

Guardian sagði þannig að Beyoncé hefði skrifað sjálfa sig inn í söguna með tónleikunum og New York Times sagði að söngkonan væri stærri en Coachella.

Heimildarmyndin heitir Homecoming: A Film by Beyoncé. Netflix lýsir myndinni sem einlægri en í henni er meðal annars fylgt með undirbúningi tónleikanna.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×