Umfjöllun og viðtöl: Valur - Keflavík 80-68 | Endurkoma Söru ekki nóg fyrir Keflavík Helgi Hrafn Ólafsson skrifar 20. mars 2019 23:15 Vísir/Vilhelm Það mátti búast við spennandi leik í Origo-höllinni í kvöld í úrvalsdeild kvenna þegar Valur tók á móti Keflavík í slag um það hvort liðið yrði ofan á í keppninni um efsta sæti deildarinnar. Ef að Valsstúlkur ynnu væru þær komnar með átta fingur á deildarmeistaratitilinn en en ef að Keflavík ynni myndu þær sitja efstar í deildinni og eiga ágætan séns á að enda á toppnum. Leikurinn var spennandi með nóg af áhlaupum hjá báðum liðum en leiðir skildu eftir að Valur tók 9 stiga áhlaup í lok þriðja leikhlutans. Eftir gæðalitínn lokaleikhluta hjá báðum liðum unnu Valsarar að lokum, 80-68. Liðin byrjuðu á að skiptast mikið á körfum en strax eftir tæpar þrjár mínútur kom fyrsta áhlaupið þegar Valsstúlkur skoruðu 12 stig á meðan að Keflavík gat ekki svarað fyrir sig á hinum enda vallarins. Jón Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, tók loks leikhlé í stöðunni 18-7 til að ræða aðeins við sínar stelpur. Vörnin herti sig aðeins og Keflavík náði að saxa á forskot Vals alveg fram að hálfleik. Á seinustu þrem mínútum fyrri hálfleiksins fóru skotin að fara niður hjá gestunum og með 15-6 áhlaupi gátu þær lagað stöðuna í 44-39 fyrir hálfleikshléið. Sara Rún Hinriksdóttir, nýkomin úr bandaríska háskólaboltanum, sem hafði byrjað á bekknum í leiknum, byrjaði inn á fyrir Keflvíkinga í seinni hálfleik. Keflavík átti góðar fyrstu mínútur og tóku forystuna áður en Valsstúlkur gátu loks skorað stig á móti eftir rúmar tvær mínútur. Þá hófu liðin að skiptast á forystunni og leikurinn varð æsispennandi með hverju stórskoti á fætur öðru. Undir lok þriðja leikhlutans fór Valsarar svo sannarlega í gang og skoruðu 9 stig í röð á rúmum tveim mínútum. Á sama tíma gátu Keflvíkingar ekki fundið körfuna og staðan fyrir lokaleikhlutann varð 67-58. Keflavík hélt áfram að hitta illa í fjórða leikhlutanum á meðan að Dagbjört Samúelsdóttir setti tvo þrista í viðbót fyrir Val og Heather Butler hélt áfram að komast inn í miðja vörn Keflavíkur og skora nokkuð hæglega. Gæði leiksins seinustu 2-3 mínúturnar var ekki upp á marga fiska og leikurinn fór á endanum 80-68 fyrir Val.Af hverju vann Valur? Skotnýting Vals var frábær í kvöld og þá sérstaklega fyrir utan þriggja stiga línuna. Þær settu næstum því helming allra þristanna sinna og voru góðar að loka á sóknir Keflavíkur með sterkri vörn inn í teig og á þriggja stiga línunni. Keflavík hitti ekki vel úr skotunum sínum í kvöld og gekk illa að láta boltann ganga gegn ákafari vörn Valsstúlkna.Hverjar stóðu upp úr? Helena Sverrisdóttir átti annan góðan leik fyrir Valsara í kvöld. Hún skoraði 20 stig, tók 11 fráköst, gaf 9 stoðsendingar og stal þremur boltum. Keflavík átti í basli með að verjast gegn henni inn í teig og ef þær tvídekkuðu hana var hún fljót að finna opin liðsfélaga sem setti yfirleitt skotið niður. Heather Butler átti líka ágætis leik með 24 stig, 7 fráköst, 6 stoðsendingar og 4 stolna bolta. Hún var líkt og Helena dugleg að láta boltann ganga í sókninni. Ein þeirra sem að þakkaði Helenu og Heather kærlega fyrir sendingarnar í kvöld var Dagbjört Samúelsdóttir. Dagbjört, sem kom af bekknum í leiknum, skoraði 14 stig í leiknum og spilaði fasta vörn meðan hún var inn á. Hún var funheit fyrir utan þriggja stiga línuna með 4 þrista niður í 6 tilraunum. Hjá Keflavík voru þær Brittanny Dinkins og Sara Rún Hinriksdóttir atkvæðamestar. Brittanny skoraði 25 stig og tók 11 fráköst á meðan að Sara Rún skoraði 23 stig og tók 10 fráköst.Hvað gekk illa? Keflavík átti á köflum í miklum vandræðum með sókn Valsara á hálfum velli. Eftir því sem að leið á leikinn fór skotval þeirra að vera verra og verra og þær hittu ekki nema úr 37,9% skota sinna utan af velli. Þær gátu ekki skorað nema 10 stig í lokaleikhlutanum sem er helmingi minna en þær skora að meðaltali í fjórða leikhluta (21,1 stig) á tímabilinu hingað til. Valur leyfði Keflvíkingum að komast í óþarflega mörg hraðaupphlaup og mega þakka fyrir að Keflavík hafi ekki hitt betur í kvöld.Hvað tekur við? Þá eru Valsarar komnir með átta fingur á deildarmeistaratitilinn og eru næstum því tryggar með efsta sætið og heimavallarréttinn út úrslitakeppnina. Þær eiga þó ennþá tvo leiki eftir í deildarkeppninni. Næsti leikur verður gegn Stjörnunni í Ásgarði næsta laugardag kl.16:30. Keflavík eru þá temmilega öruggar í öðru sætinu en þurfa að vinna allavega einn leik í viðbót til að tryggja sér annað sætið. Þær eiga næst leik gegn Breiðablik á Sunnubrautinni í Keflavík næsta laugardag kl.16:30.Sara Rún: Gott að koma heim. Sara Rún Hinriksdóttir spilaði sinn fyrsta leik fyrir Keflavík síðan tímabilið 2014-2015 í kvöld gegn feiknasterku liði Vals í Origo-höllinni. Leikurinn fór 80-68 fyrir Val en Sara Rún gat þó séð ljósa punkta í frammistöðu síns liðs. „Við gerðum fullt af góðum hlutum í kvöld en vitum hvað við þurfum að bæta. Spiluðum við gott Valslið í dag. Tilbúnar í næsta leik, tökum einn leik í einu,“ sagði hún að leik loknum. Undanfarin fjögur ár hefur Sara Rún spilað með bandaríska háskólaliðinu Casinius Golden Griffins en er nýkomin aftur til landsins. „Ég mætti á fyrstu æfinguna í gær. Liðið hefur tekið vel á móti mér,“ sagði Sara Rún um stutta undirbúninginn sem hún hefur fengið fyrir þennan fyrsta leik hennar á tímabilinu. Það hefði ekki komið á óvart ef að það hefði tekið Söru Rún smá tíma að finna sig innan sóknarleiks liðsins en hún átti strax nokkuð góðan leik fyrir Keflavík, skoraði 23 stig, tók 10 fráköst og varði eitt skot. „Körfubolti er náttúrulega körfubolti. Ef þú spilar ákveðið þá kemur restin,“ sagði hún um frammistöðu sína í leiknum. Aðspurð um að koma sér inn í íslenska tempóið og Keflavíkur liðsboltann var Sara Rún ekki sérlega áhyggjufull: „Þetta er náttúrulega öðruvísi. Ég er búin að vera með sama liðinu úti núna í fjögur ár. Auðvitað er erfitt að ná bara einni æfingu en þau hjálpuðu mér að komast inn í þetta. Ekkert mál, í rauninni. Bara ógeðslega gaman. Gott að koma heim,“ sagði hún. Hlutverk hennar innan liðsins er ekki lítið en hún er vissulega mjög fjölhæfur leikmaður. „Ég er hávaxin en get líka skotið fyrir utan og geri bara það sem liðið vantar. Ef það vantar leikmann á vængnum þá fer ég á vænginn og ef það vantar leikmann inn í þá fer ég inn í. Bara allt jafn gaman,“ sagði Sara Rún og virtist áhyggjulaus með framvinduna. Darri Freyr: Tilfinningin að vinna Keflavík alltaf frábær. Darri Freyr Atlason, þjálfari Vals, var að vonum sáttur með úrslit kvöldsins gegn Keflavík, en Valur vann leikinn 80-68. Valur trónir núna á toppi deildarinnar og mun að öllum líkindum enda þar þegar deildarkeppninni lýkur eftir tvær umferðir. „Við erum ekki að hugsa um neinn deildarmeistaratitil fyrr en við vinnum hann,“ sagði Darri Freyr og bætti jafnan við: „Tilfinningin að vinna Keflavík er alltaf frábær.“ Varðandi leikinn sjálfan fannst honum leikmennirnir sínir skjóta mjög vel, benti á að þær hefðu skotið mjög vel í þristum og að skotvalið hafi orðið betra í seinni hálfleik þegar Helena og fleiri fóru að finna skotmenn fyrir utan. Stærsta viðbótin við lið Keflavíkur í kvöld var Sara Rún Hinriksdóttir. Hún átti ágætt kvöld og skoraði 23 stig ásamt því að taka 10 fráköst. Sara Rún er nýkomin til landsins eftir að hafa spilað 4 ár fyrir bandarískt háskólalið að nafni Casinius Golden Griffins. „Þær voru flottar og Sara var mjög góð, eins og við var að búast. Hún á bara eftir að verða betri,“ sagði Darri Freyr og benti á að munurinn á Val núna og þegar Helena kom fyrst gefi hugmynd um hvers gæti verið að vænta af næst besta liði deildarinnar í ár. „Við búumst við enn betra Keflavíkur liði og ég geri fastlega ráð fyrir að þær muni spila til úrslita og við munum gera það líka,“ sagði hann. Það er ljóst að komandi úrslitakeppni gæti verið mjög spennandi ef að lið Keflavíkur heldur áfram að verða betri með endurkomu Söru Rúnar og annarra leikmanna eins og Emelíu Ósk Gunnarsdóttur og Þórönnu Kiku Hodge-Carr, sem hafa báðar verið á bekknum allt tímabilið vegna slitinna krossbanda.Helena: Við erum mjög djúpar, leikmenn eru að stíga upp. Helena Sverrisdóttir var mjög sátt við framlag liðsins síns eftir sigur á Keflavík í kvöld í Origo-höllinni, 80-68. „Við erum mjög djúpar, leikmenn eru að stíga upp,“ sagði hún og benti á ekki mörg lið gætu misst jafn góðan leikmann og Guðbjörgu Sverrisdóttur úr liðinu í leik sem þessum og spilað svona vel. „Dagbjört Samúels á stórt hrós skilið, og fleiri reyndar líka,“ sagði hún glaðbeitt að leik loknum. Valsliðið situr núna á toppi deildarinnar en hve miklu máli skiptir deildarmeistaratitilinn hana? „Ætlarðu að spyrja íþróttamann hvort að það skipti máli að vinna bikar eða ekki? Að sjálfsögðu skiptir það gríðarlega miklu máli. Okkur finnst gaman að spila heima og viljum ná heimavallarréttinum fyrir alla úrslitakeppnina,“ sagði hún og brosti út í annað. Helena gerir sér þó grein fyrir að deildarkeppnin er ekki búin ennþá og bendir á að það séu tveir leikir eftir svo þær verði að einbeita sér og klára tímabilið. Keflavík hefur fengið talsverðan liðsauka í Söru Rún Hinriksdóttur. Helena var ánægð með að fá hana aftur í íslensku deildina og sagði það ekki hafa komið á óvart. „Við vissum að Sara Rún væri að koma,“ sagði hún og bætti við að það væri geggjað að sjá að hún hefði bætt við sig þriggja stiga skoti. „Við tökum því fagnandi að þurfa að dekka enn einn leikmanninn,“ sagði hún og bjóst fyllilega við að þurfa að mæta liði Keflavíkur í úrslitakeppninni. Dominos-deild kvenna
Það mátti búast við spennandi leik í Origo-höllinni í kvöld í úrvalsdeild kvenna þegar Valur tók á móti Keflavík í slag um það hvort liðið yrði ofan á í keppninni um efsta sæti deildarinnar. Ef að Valsstúlkur ynnu væru þær komnar með átta fingur á deildarmeistaratitilinn en en ef að Keflavík ynni myndu þær sitja efstar í deildinni og eiga ágætan séns á að enda á toppnum. Leikurinn var spennandi með nóg af áhlaupum hjá báðum liðum en leiðir skildu eftir að Valur tók 9 stiga áhlaup í lok þriðja leikhlutans. Eftir gæðalitínn lokaleikhluta hjá báðum liðum unnu Valsarar að lokum, 80-68. Liðin byrjuðu á að skiptast mikið á körfum en strax eftir tæpar þrjár mínútur kom fyrsta áhlaupið þegar Valsstúlkur skoruðu 12 stig á meðan að Keflavík gat ekki svarað fyrir sig á hinum enda vallarins. Jón Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, tók loks leikhlé í stöðunni 18-7 til að ræða aðeins við sínar stelpur. Vörnin herti sig aðeins og Keflavík náði að saxa á forskot Vals alveg fram að hálfleik. Á seinustu þrem mínútum fyrri hálfleiksins fóru skotin að fara niður hjá gestunum og með 15-6 áhlaupi gátu þær lagað stöðuna í 44-39 fyrir hálfleikshléið. Sara Rún Hinriksdóttir, nýkomin úr bandaríska háskólaboltanum, sem hafði byrjað á bekknum í leiknum, byrjaði inn á fyrir Keflvíkinga í seinni hálfleik. Keflavík átti góðar fyrstu mínútur og tóku forystuna áður en Valsstúlkur gátu loks skorað stig á móti eftir rúmar tvær mínútur. Þá hófu liðin að skiptast á forystunni og leikurinn varð æsispennandi með hverju stórskoti á fætur öðru. Undir lok þriðja leikhlutans fór Valsarar svo sannarlega í gang og skoruðu 9 stig í röð á rúmum tveim mínútum. Á sama tíma gátu Keflvíkingar ekki fundið körfuna og staðan fyrir lokaleikhlutann varð 67-58. Keflavík hélt áfram að hitta illa í fjórða leikhlutanum á meðan að Dagbjört Samúelsdóttir setti tvo þrista í viðbót fyrir Val og Heather Butler hélt áfram að komast inn í miðja vörn Keflavíkur og skora nokkuð hæglega. Gæði leiksins seinustu 2-3 mínúturnar var ekki upp á marga fiska og leikurinn fór á endanum 80-68 fyrir Val.Af hverju vann Valur? Skotnýting Vals var frábær í kvöld og þá sérstaklega fyrir utan þriggja stiga línuna. Þær settu næstum því helming allra þristanna sinna og voru góðar að loka á sóknir Keflavíkur með sterkri vörn inn í teig og á þriggja stiga línunni. Keflavík hitti ekki vel úr skotunum sínum í kvöld og gekk illa að láta boltann ganga gegn ákafari vörn Valsstúlkna.Hverjar stóðu upp úr? Helena Sverrisdóttir átti annan góðan leik fyrir Valsara í kvöld. Hún skoraði 20 stig, tók 11 fráköst, gaf 9 stoðsendingar og stal þremur boltum. Keflavík átti í basli með að verjast gegn henni inn í teig og ef þær tvídekkuðu hana var hún fljót að finna opin liðsfélaga sem setti yfirleitt skotið niður. Heather Butler átti líka ágætis leik með 24 stig, 7 fráköst, 6 stoðsendingar og 4 stolna bolta. Hún var líkt og Helena dugleg að láta boltann ganga í sókninni. Ein þeirra sem að þakkaði Helenu og Heather kærlega fyrir sendingarnar í kvöld var Dagbjört Samúelsdóttir. Dagbjört, sem kom af bekknum í leiknum, skoraði 14 stig í leiknum og spilaði fasta vörn meðan hún var inn á. Hún var funheit fyrir utan þriggja stiga línuna með 4 þrista niður í 6 tilraunum. Hjá Keflavík voru þær Brittanny Dinkins og Sara Rún Hinriksdóttir atkvæðamestar. Brittanny skoraði 25 stig og tók 11 fráköst á meðan að Sara Rún skoraði 23 stig og tók 10 fráköst.Hvað gekk illa? Keflavík átti á köflum í miklum vandræðum með sókn Valsara á hálfum velli. Eftir því sem að leið á leikinn fór skotval þeirra að vera verra og verra og þær hittu ekki nema úr 37,9% skota sinna utan af velli. Þær gátu ekki skorað nema 10 stig í lokaleikhlutanum sem er helmingi minna en þær skora að meðaltali í fjórða leikhluta (21,1 stig) á tímabilinu hingað til. Valur leyfði Keflvíkingum að komast í óþarflega mörg hraðaupphlaup og mega þakka fyrir að Keflavík hafi ekki hitt betur í kvöld.Hvað tekur við? Þá eru Valsarar komnir með átta fingur á deildarmeistaratitilinn og eru næstum því tryggar með efsta sætið og heimavallarréttinn út úrslitakeppnina. Þær eiga þó ennþá tvo leiki eftir í deildarkeppninni. Næsti leikur verður gegn Stjörnunni í Ásgarði næsta laugardag kl.16:30. Keflavík eru þá temmilega öruggar í öðru sætinu en þurfa að vinna allavega einn leik í viðbót til að tryggja sér annað sætið. Þær eiga næst leik gegn Breiðablik á Sunnubrautinni í Keflavík næsta laugardag kl.16:30.Sara Rún: Gott að koma heim. Sara Rún Hinriksdóttir spilaði sinn fyrsta leik fyrir Keflavík síðan tímabilið 2014-2015 í kvöld gegn feiknasterku liði Vals í Origo-höllinni. Leikurinn fór 80-68 fyrir Val en Sara Rún gat þó séð ljósa punkta í frammistöðu síns liðs. „Við gerðum fullt af góðum hlutum í kvöld en vitum hvað við þurfum að bæta. Spiluðum við gott Valslið í dag. Tilbúnar í næsta leik, tökum einn leik í einu,“ sagði hún að leik loknum. Undanfarin fjögur ár hefur Sara Rún spilað með bandaríska háskólaliðinu Casinius Golden Griffins en er nýkomin aftur til landsins. „Ég mætti á fyrstu æfinguna í gær. Liðið hefur tekið vel á móti mér,“ sagði Sara Rún um stutta undirbúninginn sem hún hefur fengið fyrir þennan fyrsta leik hennar á tímabilinu. Það hefði ekki komið á óvart ef að það hefði tekið Söru Rún smá tíma að finna sig innan sóknarleiks liðsins en hún átti strax nokkuð góðan leik fyrir Keflavík, skoraði 23 stig, tók 10 fráköst og varði eitt skot. „Körfubolti er náttúrulega körfubolti. Ef þú spilar ákveðið þá kemur restin,“ sagði hún um frammistöðu sína í leiknum. Aðspurð um að koma sér inn í íslenska tempóið og Keflavíkur liðsboltann var Sara Rún ekki sérlega áhyggjufull: „Þetta er náttúrulega öðruvísi. Ég er búin að vera með sama liðinu úti núna í fjögur ár. Auðvitað er erfitt að ná bara einni æfingu en þau hjálpuðu mér að komast inn í þetta. Ekkert mál, í rauninni. Bara ógeðslega gaman. Gott að koma heim,“ sagði hún. Hlutverk hennar innan liðsins er ekki lítið en hún er vissulega mjög fjölhæfur leikmaður. „Ég er hávaxin en get líka skotið fyrir utan og geri bara það sem liðið vantar. Ef það vantar leikmann á vængnum þá fer ég á vænginn og ef það vantar leikmann inn í þá fer ég inn í. Bara allt jafn gaman,“ sagði Sara Rún og virtist áhyggjulaus með framvinduna. Darri Freyr: Tilfinningin að vinna Keflavík alltaf frábær. Darri Freyr Atlason, þjálfari Vals, var að vonum sáttur með úrslit kvöldsins gegn Keflavík, en Valur vann leikinn 80-68. Valur trónir núna á toppi deildarinnar og mun að öllum líkindum enda þar þegar deildarkeppninni lýkur eftir tvær umferðir. „Við erum ekki að hugsa um neinn deildarmeistaratitil fyrr en við vinnum hann,“ sagði Darri Freyr og bætti jafnan við: „Tilfinningin að vinna Keflavík er alltaf frábær.“ Varðandi leikinn sjálfan fannst honum leikmennirnir sínir skjóta mjög vel, benti á að þær hefðu skotið mjög vel í þristum og að skotvalið hafi orðið betra í seinni hálfleik þegar Helena og fleiri fóru að finna skotmenn fyrir utan. Stærsta viðbótin við lið Keflavíkur í kvöld var Sara Rún Hinriksdóttir. Hún átti ágætt kvöld og skoraði 23 stig ásamt því að taka 10 fráköst. Sara Rún er nýkomin til landsins eftir að hafa spilað 4 ár fyrir bandarískt háskólalið að nafni Casinius Golden Griffins. „Þær voru flottar og Sara var mjög góð, eins og við var að búast. Hún á bara eftir að verða betri,“ sagði Darri Freyr og benti á að munurinn á Val núna og þegar Helena kom fyrst gefi hugmynd um hvers gæti verið að vænta af næst besta liði deildarinnar í ár. „Við búumst við enn betra Keflavíkur liði og ég geri fastlega ráð fyrir að þær muni spila til úrslita og við munum gera það líka,“ sagði hann. Það er ljóst að komandi úrslitakeppni gæti verið mjög spennandi ef að lið Keflavíkur heldur áfram að verða betri með endurkomu Söru Rúnar og annarra leikmanna eins og Emelíu Ósk Gunnarsdóttur og Þórönnu Kiku Hodge-Carr, sem hafa báðar verið á bekknum allt tímabilið vegna slitinna krossbanda.Helena: Við erum mjög djúpar, leikmenn eru að stíga upp. Helena Sverrisdóttir var mjög sátt við framlag liðsins síns eftir sigur á Keflavík í kvöld í Origo-höllinni, 80-68. „Við erum mjög djúpar, leikmenn eru að stíga upp,“ sagði hún og benti á ekki mörg lið gætu misst jafn góðan leikmann og Guðbjörgu Sverrisdóttur úr liðinu í leik sem þessum og spilað svona vel. „Dagbjört Samúels á stórt hrós skilið, og fleiri reyndar líka,“ sagði hún glaðbeitt að leik loknum. Valsliðið situr núna á toppi deildarinnar en hve miklu máli skiptir deildarmeistaratitilinn hana? „Ætlarðu að spyrja íþróttamann hvort að það skipti máli að vinna bikar eða ekki? Að sjálfsögðu skiptir það gríðarlega miklu máli. Okkur finnst gaman að spila heima og viljum ná heimavallarréttinum fyrir alla úrslitakeppnina,“ sagði hún og brosti út í annað. Helena gerir sér þó grein fyrir að deildarkeppnin er ekki búin ennþá og bendir á að það séu tveir leikir eftir svo þær verði að einbeita sér og klára tímabilið. Keflavík hefur fengið talsverðan liðsauka í Söru Rún Hinriksdóttur. Helena var ánægð með að fá hana aftur í íslensku deildina og sagði það ekki hafa komið á óvart. „Við vissum að Sara Rún væri að koma,“ sagði hún og bætti við að það væri geggjað að sjá að hún hefði bætt við sig þriggja stiga skoti. „Við tökum því fagnandi að þurfa að dekka enn einn leikmanninn,“ sagði hún og bjóst fyllilega við að þurfa að mæta liði Keflavíkur í úrslitakeppninni.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“