Íslenski boltinn

KSÍ: Aganefnd óháð stjórn og skrifstofu KSÍ

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Merki KSÍ
KSÍ hefur svarað yfirlýsingu Leiknis vegna máls Þórarins Inga Valdimarssonar. KSÍ segir aga- og úrskurðarnefnd óháða stjórn og skrifstofu KSÍ.

Þórarinn Ingi fékk rautt spjald í leik Stjörnunnar og Leiknis í Lengjubikarnum um síðustu helgi vegna ósæmilegra ummæla um geðsjúkdóma.

Aga- og úrskurðarnefnd tók málið fyrir en ákvað að aðhafast ekki í málinu, það er að lengja ekki eins leiks bannið sem er staðlað eftir rautt spjald.

Leiknismenn voru ekki sáttir með þá niðurstöðu og sendu í dag frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem spjótum var beint í átt að KSÍ.

Knattspyrnusambandið svaraði fyrir sig með lýsingu á hlutverki, skipulagi og verklagi aga- og úrskurðarnefndar.

„Af gefnu tilefni vill KSÍ koma því á framfæri að aga- og úrskurðarnefnd er sjálfstætt úrskurðarvald knattspyrnuhreyfingarinnar og starfar óháð stjórn KSÍ, öðrum nefndum, skrifstofu KSÍ, eða öðrum aðilum og einingum innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Hlutverki, skipulagi og verklagi aga- og úrskurðarnefndar er lýst í lögum KSÍ, reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál og starfsreglum nefndarinnar. Þá er agareglum í deildarbikar lýst í sérstakri reglugerð um þá keppni.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×