Fær innblástur úr listum og pólitík Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 23. mars 2019 12:00 Aníta Hirlekar Fréttablaðið/Anton Brink Við ætlum að skapa listrænan hugmyndaheim í stað hefðbundinnar tískusýningar en þannig geta gestir skoðað öll smáatriðin á fatnaðinum og staldrað við, vegið og metið handverkið, flíkurnar og munstrin, líkt og um listsýningu væri að ræða,“ segir Aníta Hirlekar fatahönnuður um sýningu sína í Safnahúsinu þann 30. mars. Sýningin er hluti af HönnunarMars sem hefst í næstu viku. Hún auglýsti eftir fyrirsætum á öllum aldri fyrir sýningu sína og tekur á móti áhugasömum í prufur í Safnahúsinu klukkan 14.00 í dag. „Það er bara í takt við tímann. Að hafa fjölbreyttar konur að sýna nútíma fatnað. Við erum sérstaklega að leita að konum af erlendum uppruna til þess að vera með. Það má segja að við séum líka að leita eftir persónuleikum sem tengjast línunni fyrst og fremst, vilja vera í flíkunum og eiga skemmtilegan dag með okkur,“ segir hún frá.Fléttar saman tækniAníta hefur vakið verðskuldaða athygli. Henni voru í ár úthlutuð starfslaun í 12 mánuði sem er lengsti tími sem hönnuður hefur fengið úr Listamannalaunasjóði. Þá tók hún við verðlaunum Reykjavík Grapevine fyrir bestu fatahönnun ársins í Ásmundarsal í gær.Sérstaða Anítu liggur í textíl, áferð og litasamsetningu sem mynda andstæðu við klassískar, kvenlegar og tímalausar flíkur.Úr haustlínu Anítu árið 2018.„Líkt og með fyrri fatalínur verður þessi blanda af handgerðum textíl og munstrum sem ég hef þróað síðastliðna mánuði. Í fyrri línum hef ég notast mikið við útsauminn og komið fram með nýjar hugmyndir í sambandi við hann. Í þessari línu langaði mig að flétta saman alls konar tækni, til dæmis handþæfingu sem er mjög umhverfisvæn textílaðferð. Við búum til flest okkar efni sjálf frá grunni og lítið sem ekkert fer til spillis. Ég flétta saman mismunandi tækni við ullina, en kem aftur með viscose-efnin sem eru dásamlega mjúk,“ segir Aníta.Hvaðanæva úr heiminum Hún er frá Akureyri og þar er aðalvinnuaðstaða hennar. „Textílvinnustofan mín er á Akureyri en ég fer þangað og tek vinnutarnir, til dæmis þegar sérstakt verkefni liggur fyrir eða við undirbúning fyrir næstu fatalínu. Þar eiginlega gerast hlutirnir, við gerum efnaprufur og litaprufur, bæði með því að lita efnin sjálf og þróa nýjar textílaðferðir. Það hentar mínu vinnuferli að vera á ferðinni, ég nýti tímann bæði mikið betur og er mikið fljótari að taka ákvarðanir sem geta verið krefjandi,“ segir Aníta. Viðskiptavinir Anítu eru hvaðanæva úr heiminum. „Kúnnarnir mínir eru konur á öllum aldri, pólitíkusar, listafólk, óperusöngkonur. Og koma jafnt héðan og frá útlöndum en þeir sem sækjast eftir handunnum einstökum vörum koma aðallega að utan. Það gerist stundum að ég fæ símtal frá erlendum konum sem eru að sækjast eftir einhverju einstöku og hafa fengið ábendingu frá öðrum viðskiptavinum. Þetta eru konur sem hafa engan tíma til að fara í búðir og skoða,“ segir Aníta og segir sköpunarferlið í kjölfarið sérstakt. Þá hafi eftirspurn eftir hönnun hennar aukist mikið í Asíu og hún stefni á að opna vefverslun sem auðveldi erlendum viðskiptavinum aðgang að hönnun hennar.Aníta er frá AkureyriFréttablaðið/Anton BrinkGott að læra í London Tískuiðnaðurinn hefur breyst ört síðustu ár. Ekki síst vegna áhrifa síaukinnar umhverfisvitundar fólks. „Til þess að vera fatahönnuður í dag þarf maður að hugsa í lausnum og vera mjög samfélagslega þenkjandi. Bæði í að endurvinna efni og láta minna fara til spillis. Við hugsum mikið um umhverfið og hvernig við getum lagt okkar af mörkum, til dæmis með því að framleiða í minna magni,“ segir hún. Aníta útskrifaðist úr Central Saint Martins háskólanum í London, með bæði BA í fatahönnun og MA í fatahönnun með áherslu á textíl. Hún mælir með námi í borginni fyrir þá sem vilja leggja fyrir sig skapandi greinar. „London er frábær borg, hálfgerður hrærigrautur af menningu og fjölbreyttu fólki. Að mínu mati er London besta borgin fyrir menntun í skapandi greinum þar sem hún býður upp á svo mikið af ferskum hugmyndum. Fólk er óhrætt við að koma fram með óhefðbundnar hugmyndir sem stangast á við normið en nemendur eru hvattir til þess. Síðan er líka bara listasagan í London mjög áhugaverð og rík. Á tískuvikum í London er þekkt að bæði fjölmiðlar og kaupendur mæta til þess að uppgötva það nýjasta í tískubransanum þannig að London er besta borgin til að byrja,“ segir Aníta sem dregur þó ekkert úr því að námsárin hafi verið krefjandi enda er Central Saint Martins einn besti hönnunarskóli Evrópu.Krefjandi nám og samkeppni „Þetta var mjög krefjandi nám en mikil samkeppni og margir sem hætta eða falla því þeir þola ekki álagið. Í skólanum er mikið lagt upp úr því að finna hvar hæfileikar manns liggja. Fatahönnunarbransinn er rosa hraður iðnaður, þú þarft að eiga fullt af hugmyndum og vera tilbúinn að þróa þær á örstuttum tíma,“ segir Aníta. Vinnudagur Anítu er aldrei dæmigerður. „Vinnudagar hjá mér eru aldrei eins. Því fylgir mikil tölvuvinna að vera fatahönnuður, sem er ekki það skemmtilegasta sem ég geri. Aðra daga er ég á ferðinni erlendis, að hitta kúnna, skipuleggja sýningar, sækja efnaráðstefnur, sölusýningar, vinna rannsóknarvinnu eða eiga fundi með stílistum. Skemmtilegustu dagarnir eru þegar ég get kúplað mig út úr borginni og farið út á landsbyggð að vinna í efnaprufum, mála og þróa hugmyndavinnuna.“Tekur inn alla menningu Hugmyndavinnan er mikilvæg og ekki síður að sækja sér innblástur. „Þegar ég ferðast nota ég alltaf tækifærið og fer að skoða listasöfn og gallerí og reyni að taka inn alla menningu og skoða það nýja sem er að gerast í öðrum geirum. Það snýst mikið um það að vera með á nótunum í öllu því nýjasta, og vera meðvitaður um það hvað er að gerast og fylgjast með því nýjasta bæði í tónlist, listum, kvikmyndum og meira að segja pólitík. Úr öllu þessu get ég fengið nýjar hugmyndir,“ segir Aníta. Birtist í Fréttablaðinu HönnunarMars Menning Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Við ætlum að skapa listrænan hugmyndaheim í stað hefðbundinnar tískusýningar en þannig geta gestir skoðað öll smáatriðin á fatnaðinum og staldrað við, vegið og metið handverkið, flíkurnar og munstrin, líkt og um listsýningu væri að ræða,“ segir Aníta Hirlekar fatahönnuður um sýningu sína í Safnahúsinu þann 30. mars. Sýningin er hluti af HönnunarMars sem hefst í næstu viku. Hún auglýsti eftir fyrirsætum á öllum aldri fyrir sýningu sína og tekur á móti áhugasömum í prufur í Safnahúsinu klukkan 14.00 í dag. „Það er bara í takt við tímann. Að hafa fjölbreyttar konur að sýna nútíma fatnað. Við erum sérstaklega að leita að konum af erlendum uppruna til þess að vera með. Það má segja að við séum líka að leita eftir persónuleikum sem tengjast línunni fyrst og fremst, vilja vera í flíkunum og eiga skemmtilegan dag með okkur,“ segir hún frá.Fléttar saman tækniAníta hefur vakið verðskuldaða athygli. Henni voru í ár úthlutuð starfslaun í 12 mánuði sem er lengsti tími sem hönnuður hefur fengið úr Listamannalaunasjóði. Þá tók hún við verðlaunum Reykjavík Grapevine fyrir bestu fatahönnun ársins í Ásmundarsal í gær.Sérstaða Anítu liggur í textíl, áferð og litasamsetningu sem mynda andstæðu við klassískar, kvenlegar og tímalausar flíkur.Úr haustlínu Anítu árið 2018.„Líkt og með fyrri fatalínur verður þessi blanda af handgerðum textíl og munstrum sem ég hef þróað síðastliðna mánuði. Í fyrri línum hef ég notast mikið við útsauminn og komið fram með nýjar hugmyndir í sambandi við hann. Í þessari línu langaði mig að flétta saman alls konar tækni, til dæmis handþæfingu sem er mjög umhverfisvæn textílaðferð. Við búum til flest okkar efni sjálf frá grunni og lítið sem ekkert fer til spillis. Ég flétta saman mismunandi tækni við ullina, en kem aftur með viscose-efnin sem eru dásamlega mjúk,“ segir Aníta.Hvaðanæva úr heiminum Hún er frá Akureyri og þar er aðalvinnuaðstaða hennar. „Textílvinnustofan mín er á Akureyri en ég fer þangað og tek vinnutarnir, til dæmis þegar sérstakt verkefni liggur fyrir eða við undirbúning fyrir næstu fatalínu. Þar eiginlega gerast hlutirnir, við gerum efnaprufur og litaprufur, bæði með því að lita efnin sjálf og þróa nýjar textílaðferðir. Það hentar mínu vinnuferli að vera á ferðinni, ég nýti tímann bæði mikið betur og er mikið fljótari að taka ákvarðanir sem geta verið krefjandi,“ segir Aníta. Viðskiptavinir Anítu eru hvaðanæva úr heiminum. „Kúnnarnir mínir eru konur á öllum aldri, pólitíkusar, listafólk, óperusöngkonur. Og koma jafnt héðan og frá útlöndum en þeir sem sækjast eftir handunnum einstökum vörum koma aðallega að utan. Það gerist stundum að ég fæ símtal frá erlendum konum sem eru að sækjast eftir einhverju einstöku og hafa fengið ábendingu frá öðrum viðskiptavinum. Þetta eru konur sem hafa engan tíma til að fara í búðir og skoða,“ segir Aníta og segir sköpunarferlið í kjölfarið sérstakt. Þá hafi eftirspurn eftir hönnun hennar aukist mikið í Asíu og hún stefni á að opna vefverslun sem auðveldi erlendum viðskiptavinum aðgang að hönnun hennar.Aníta er frá AkureyriFréttablaðið/Anton BrinkGott að læra í London Tískuiðnaðurinn hefur breyst ört síðustu ár. Ekki síst vegna áhrifa síaukinnar umhverfisvitundar fólks. „Til þess að vera fatahönnuður í dag þarf maður að hugsa í lausnum og vera mjög samfélagslega þenkjandi. Bæði í að endurvinna efni og láta minna fara til spillis. Við hugsum mikið um umhverfið og hvernig við getum lagt okkar af mörkum, til dæmis með því að framleiða í minna magni,“ segir hún. Aníta útskrifaðist úr Central Saint Martins háskólanum í London, með bæði BA í fatahönnun og MA í fatahönnun með áherslu á textíl. Hún mælir með námi í borginni fyrir þá sem vilja leggja fyrir sig skapandi greinar. „London er frábær borg, hálfgerður hrærigrautur af menningu og fjölbreyttu fólki. Að mínu mati er London besta borgin fyrir menntun í skapandi greinum þar sem hún býður upp á svo mikið af ferskum hugmyndum. Fólk er óhrætt við að koma fram með óhefðbundnar hugmyndir sem stangast á við normið en nemendur eru hvattir til þess. Síðan er líka bara listasagan í London mjög áhugaverð og rík. Á tískuvikum í London er þekkt að bæði fjölmiðlar og kaupendur mæta til þess að uppgötva það nýjasta í tískubransanum þannig að London er besta borgin til að byrja,“ segir Aníta sem dregur þó ekkert úr því að námsárin hafi verið krefjandi enda er Central Saint Martins einn besti hönnunarskóli Evrópu.Krefjandi nám og samkeppni „Þetta var mjög krefjandi nám en mikil samkeppni og margir sem hætta eða falla því þeir þola ekki álagið. Í skólanum er mikið lagt upp úr því að finna hvar hæfileikar manns liggja. Fatahönnunarbransinn er rosa hraður iðnaður, þú þarft að eiga fullt af hugmyndum og vera tilbúinn að þróa þær á örstuttum tíma,“ segir Aníta. Vinnudagur Anítu er aldrei dæmigerður. „Vinnudagar hjá mér eru aldrei eins. Því fylgir mikil tölvuvinna að vera fatahönnuður, sem er ekki það skemmtilegasta sem ég geri. Aðra daga er ég á ferðinni erlendis, að hitta kúnna, skipuleggja sýningar, sækja efnaráðstefnur, sölusýningar, vinna rannsóknarvinnu eða eiga fundi með stílistum. Skemmtilegustu dagarnir eru þegar ég get kúplað mig út úr borginni og farið út á landsbyggð að vinna í efnaprufum, mála og þróa hugmyndavinnuna.“Tekur inn alla menningu Hugmyndavinnan er mikilvæg og ekki síður að sækja sér innblástur. „Þegar ég ferðast nota ég alltaf tækifærið og fer að skoða listasöfn og gallerí og reyni að taka inn alla menningu og skoða það nýja sem er að gerast í öðrum geirum. Það snýst mikið um það að vera með á nótunum í öllu því nýjasta, og vera meðvitaður um það hvað er að gerast og fylgjast með því nýjasta bæði í tónlist, listum, kvikmyndum og meira að segja pólitík. Úr öllu þessu get ég fengið nýjar hugmyndir,“ segir Aníta.
Birtist í Fréttablaðinu HönnunarMars Menning Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira