Lífið

Ógeðslegt, ósanngjarnt og á ekki að vera normið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Aníta Briem er gestur vikunnar í Einkalífinu.
Aníta Briem er gestur vikunnar í Einkalífinu. vísir/vilhelm
Leikkonan Aníta Briem hefur verið búsett í Los Angeles í nokkru ár og verið að gera fína hluti í leiklistarsenunni í Hollywood. Aníta er stödd á landinu við æfingar fyrir hlutverk sitt í þáttaröðinni Ráðherrann með Ólafi Darra Ólafssyni og Anítu í aðalhlutverkum. Aníta Briem er gestur vikunnar í Einkalífinu.

Hún segir að staðan leikkvenna hafi breyst gríðarlega mikið í Hollywood í kjölfari MeToo byltingarinnar.

„Þessi bylting breytti öllu. Þegar þetta kom fyrst upp þá fannst mér þetta mjög óþægilegt og ég vissi ekkert hvernig ég passaði inn í þetta allt saman,“ segir Aníta Briem sem hafði sópa fullt af hlutunum undir teppið í fjölmörg ár.

„Inni í mér hafði þetta aldrei verið í lagi og maður var búin að segja sjálfri sér að maður gæti klórað sig í gegnum þetta. Í Los Angeles er mjög um það að maður er að funda með fólki og að fara í dinner með fólki og þetta snýst um þessi skref áður en þú ferð á sett og þá er maður ofboðslega mikið í félagslegum aðstæðum. Þá er maður svolítið berskjaldaður sem kona. Það voru síðan rosalega mikið af karlmönnum í Hollywood sem voru búnir að temja sér vonda siði og kominn upp alveg gríðarlega óforskammaður kúltúr og óskrifaðar reglur.“

Aníta Briem opnar sig um MeToo byltinguna í Einkalífinu í dag.vísir/vilhelm
Aníta segist oft hafa þurft að stýra aðstæðum svo að útkoman yrði ekki ferillok. Til að mynda að reyna stýra fundum svo að þeir færu ekki fram inni á hótelherbergi sem dæmi.

„Hjá öllum ungum konum í Hollywood snerist þetta um hversu góð getur þú verið í því að spila leikinn og ráða við aðstæðurnar. Þetta er bara bull og ógeðsleg aðstaða að vera í. Þetta er ósanngjarnt og þetta á ekki að vera normið. Þetta á ekki að vera eðlilegt og ég á bara að geta farið á fund eins og karlmenn í mínum bransa og ekki verið í þeirri hættu að vera útilokuð úr verkefninu af því að ég vil ekki sofa hjá einhverjum.“

Hér að neðan má sjá þáttinn í heild sinni en í þættinum ræðir Aníta einnig um upphaf ferilsins, móðurhlutverkið, framtíðina, samskipti sín við Harvey Weinstein og það að hún ætlaði sér aldrei að verða leikkona sem barn, það bara gerðist.


Tengdar fréttir

Kristbjörg hefur fórnað miklu fyrir mig

Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði og leikmaður Cardiff í ensku úrvalsdeildinni gaf á dögunum út bókina Aron – Sagan mín. Þar fer hann ítarlega yfir ferilinn, uppvaxtarárin á Akureyri og lífið í heild sinni.

Pabbi var mín besta forvörn

Heiðar Logi Elíasson er einn þekktasti brimbrettakappi landsins. Hann starfar meðal annars sem fyrirsæta, er með sítt, ljóst og fallegt hár og vakti athygli lesenda Vísis á dögunum þegar hann var fastur í Málmey í fjóra daga án vatns og matar.

„Hefði ekki viljað hafa neinn annan með mér í þessu“

Síðastliðinn áratug hefur Sólmundur Hólm Sólmundarson starfað sem skemmtikraftur og heillað þjóðina upp úr skónum. Árið 2017 greindist Sóli með eitlakrabbamein og við tók heljarinnar barátta við meinið.

Páll Óskar ætlar alfarið að sniðganga Eurovision

"Ég fer í Eurovision þegar það kemur flott lag og ég hef ekki fengið inn lag sem kýlir mig kaldan,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson sem er áttundi gestur Einkalífsins en í þáttunum er rætt við fólk sem skarar fram úr á sínu sviði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.