Sjórinn er leikvöllur Þórarinn Þórarinsson skrifar 12. mars 2019 07:45 Steinarr Lár segir ekkert jafnast á við að standa á stórri öldu enda fer hann í sjóinn að minnsta kosti fjórum sinnum í viku í leitinni endalausu að þeirri einu réttu og lætur ekki króníska eyrnabólgu aftra sér. Ferðaþjónustufrömuðurinn Steinar Lárr, stofnandi KuKu Campers, er forfallinn brimbrettakappi og segist fara í sjóinn í það minnsta fjórum sinnum í viku. En það sem einum þykir sjálfsagt er undur fyrir öðrum eins og kom í ljós á sunnudagseftirmiðdag þegar viðbragðsaðilum var gert viðvart um mann í sjónum við Seltjarnarnes með tilheyrandi viðbúnaði. „Hvað get ég sagt? Ég fæddist á vitlausri öld og nútíminn gerir ekki ráð fyrir ævintýramennsku. Þá fer bara allt beint í kerfisvillu,“ segir Steinarr Lár sem frétti ekki af fyrirhuguðum björgunaraðgerðum fyrr en hann kom í land en viðbragðsaðilar voru afturkallaðir þegar í ljós kom hver var á ferðinni. „Fólk er ekki alveg búið að átta sig á þeim veruleika að sjórinn er leikvöllur. Við erum líka eðlilega ennþá hrædd við sjóinn vegna þess að margir hafa endað í blautri gröf,“ segir Steinarr Lár en segist meðvitaður um að hann þurfi að girða fyrir misskilning eins og þennan í framtíðinni.Leitin að réttu öldunni „Ég fór á sunnudaginn eins og svo oft áður þarna út á sæþotunni minni, sem ég nota til þess að komast út í sker og eyjar, í leit að öldubrotum. Ég eyði talsverðu af frítíma mínum í að leita að nýjum stöðum sem hægt er að sörfa á,“ segir Steinarr og bætir við að þetta sé ekki ósvipað því að reyna að finna fjallstind þar sem enginn hefur stigið fæti áður. „Kikkið í þessu öllu saman er að læra að lesa í sjóinn og veðrið og finna einhverja gimsteina þar sem ég veit að enginn hefur farið á bretti áður. Og til þess að geta átt þessa staði út af fyrir mig fer ég einn. Það sem vantar í raun upp á hjá mér er vera í einhverjum samskiptum við viðbragðsaðila, vegna þess að þetta er í þriðja skiptið á einhverjum fimm árum sem einhver kemur til að bjarga mér og ég er þá náttúrlega bara að leika mér,“ segir Steinarr og rifjar upp hlýlegar móttökur sem hann fékk á sínum tíma í Víkurfjöru. „Þá fór ég frá Reynisfjöru út í Reynisdranga og var að skoða þá. Þegar ég kom síðan inn í Víkurfjöru var þar stóð af lögreglumönnum sem ætlaði aldeilis að bjarga mér.“ Aðspurður segir Steinarr að hann hafi ekki fengið sérstakar skammir í þessum tilfellum og lögreglumennirnir hafi ekki verið honum reiðir þarna í fjörunni. „Nei, nei. Alls ekki og líklega eru þetta bestu fýluferðirnar hjá þeim en ég þarf að fara að finna einhvern veginn út úr því hvernig ég geti upplýst viðbragðsaðila um það þegar ég fer í sjóinn. Það er auðvitað á mína ábyrgð að koma því þannig fyrir að maður sé ekki að eyða tíma annarra. Þetta er bara nýtt sport á nýjum stöðum og passar ekki alveg inn í kerfið þannig að maður þarf einhvern veginn að koma á samtali svo maður geri þetta nú í sátt við alla. Ég þarf að fara að finna einhvern veginn út úr því.“Best að sörfa á Íslandi Steinarr Lár segist aldrei fara sér að voða. „Ég er með símann með mér og er náttúrlega alvanur að vera í sjónum. Ég fer heldur aldrei lengra út en svona tvo kílómetra frá landi, svo ég geti synt í land ef þotan missir akkerið, verður bensínlaus, bilar eða eitthvað þannig.“ Steinarr segist fara árlega í æfingaferðir á suðrænni slóðir í þrjár til fjórar vikur á meðan myrkrið er sem mest hérna. Merkilegt nokk, þrátt fyrir kuldann sé þó hvergi betra að sörfa en við Íslandsstrendur. „Þegar upp er staðið er Ísland einn besti staðurinn í heiminum til þess að stunda brimbretti. Við erum í miðju Norður-Atlantshafinu, með alls konar öldur. Þetta sport kostar samt tíma, talsverða keyrslu milli staða og auðvitað bið.“ Biðina eftir hinni einu réttu öldu. „Síðan þarf maður að læra á hvern stað fyrir sig vegna þess að allar eru fjörurnar ólíkar og vindarnir blása hvergi eins.“Toppurinn á öldunni „Þetta er skítkalt og stundum hristist maður og skelfur þegar maður er kominn upp úr en á meðan maður er að synda og er ofan í sjónum að synda þá sleppur þetta alveg,“ segir Steinarr. Hann viðurkennir þó fúslega að mannslíkaminn sé ekki alveg gerður fyrir svona lagað og sportinu fylgi ýmsir kvillar, til dæmis tíðar eyrnabólgur. „En maður harkar þetta af sér enda er það þess virði. Það kemst ekkert nálægt því að standa á stórri öldu. Beisla þessi öfl og leika sér að þeim.“ Birtist í Fréttablaðinu Seltjarnarnes Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira
Ferðaþjónustufrömuðurinn Steinar Lárr, stofnandi KuKu Campers, er forfallinn brimbrettakappi og segist fara í sjóinn í það minnsta fjórum sinnum í viku. En það sem einum þykir sjálfsagt er undur fyrir öðrum eins og kom í ljós á sunnudagseftirmiðdag þegar viðbragðsaðilum var gert viðvart um mann í sjónum við Seltjarnarnes með tilheyrandi viðbúnaði. „Hvað get ég sagt? Ég fæddist á vitlausri öld og nútíminn gerir ekki ráð fyrir ævintýramennsku. Þá fer bara allt beint í kerfisvillu,“ segir Steinarr Lár sem frétti ekki af fyrirhuguðum björgunaraðgerðum fyrr en hann kom í land en viðbragðsaðilar voru afturkallaðir þegar í ljós kom hver var á ferðinni. „Fólk er ekki alveg búið að átta sig á þeim veruleika að sjórinn er leikvöllur. Við erum líka eðlilega ennþá hrædd við sjóinn vegna þess að margir hafa endað í blautri gröf,“ segir Steinarr Lár en segist meðvitaður um að hann þurfi að girða fyrir misskilning eins og þennan í framtíðinni.Leitin að réttu öldunni „Ég fór á sunnudaginn eins og svo oft áður þarna út á sæþotunni minni, sem ég nota til þess að komast út í sker og eyjar, í leit að öldubrotum. Ég eyði talsverðu af frítíma mínum í að leita að nýjum stöðum sem hægt er að sörfa á,“ segir Steinarr og bætir við að þetta sé ekki ósvipað því að reyna að finna fjallstind þar sem enginn hefur stigið fæti áður. „Kikkið í þessu öllu saman er að læra að lesa í sjóinn og veðrið og finna einhverja gimsteina þar sem ég veit að enginn hefur farið á bretti áður. Og til þess að geta átt þessa staði út af fyrir mig fer ég einn. Það sem vantar í raun upp á hjá mér er vera í einhverjum samskiptum við viðbragðsaðila, vegna þess að þetta er í þriðja skiptið á einhverjum fimm árum sem einhver kemur til að bjarga mér og ég er þá náttúrlega bara að leika mér,“ segir Steinarr og rifjar upp hlýlegar móttökur sem hann fékk á sínum tíma í Víkurfjöru. „Þá fór ég frá Reynisfjöru út í Reynisdranga og var að skoða þá. Þegar ég kom síðan inn í Víkurfjöru var þar stóð af lögreglumönnum sem ætlaði aldeilis að bjarga mér.“ Aðspurður segir Steinarr að hann hafi ekki fengið sérstakar skammir í þessum tilfellum og lögreglumennirnir hafi ekki verið honum reiðir þarna í fjörunni. „Nei, nei. Alls ekki og líklega eru þetta bestu fýluferðirnar hjá þeim en ég þarf að fara að finna einhvern veginn út úr því hvernig ég geti upplýst viðbragðsaðila um það þegar ég fer í sjóinn. Það er auðvitað á mína ábyrgð að koma því þannig fyrir að maður sé ekki að eyða tíma annarra. Þetta er bara nýtt sport á nýjum stöðum og passar ekki alveg inn í kerfið þannig að maður þarf einhvern veginn að koma á samtali svo maður geri þetta nú í sátt við alla. Ég þarf að fara að finna einhvern veginn út úr því.“Best að sörfa á Íslandi Steinarr Lár segist aldrei fara sér að voða. „Ég er með símann með mér og er náttúrlega alvanur að vera í sjónum. Ég fer heldur aldrei lengra út en svona tvo kílómetra frá landi, svo ég geti synt í land ef þotan missir akkerið, verður bensínlaus, bilar eða eitthvað þannig.“ Steinarr segist fara árlega í æfingaferðir á suðrænni slóðir í þrjár til fjórar vikur á meðan myrkrið er sem mest hérna. Merkilegt nokk, þrátt fyrir kuldann sé þó hvergi betra að sörfa en við Íslandsstrendur. „Þegar upp er staðið er Ísland einn besti staðurinn í heiminum til þess að stunda brimbretti. Við erum í miðju Norður-Atlantshafinu, með alls konar öldur. Þetta sport kostar samt tíma, talsverða keyrslu milli staða og auðvitað bið.“ Biðina eftir hinni einu réttu öldu. „Síðan þarf maður að læra á hvern stað fyrir sig vegna þess að allar eru fjörurnar ólíkar og vindarnir blása hvergi eins.“Toppurinn á öldunni „Þetta er skítkalt og stundum hristist maður og skelfur þegar maður er kominn upp úr en á meðan maður er að synda og er ofan í sjónum að synda þá sleppur þetta alveg,“ segir Steinarr. Hann viðurkennir þó fúslega að mannslíkaminn sé ekki alveg gerður fyrir svona lagað og sportinu fylgi ýmsir kvillar, til dæmis tíðar eyrnabólgur. „En maður harkar þetta af sér enda er það þess virði. Það kemst ekkert nálægt því að standa á stórri öldu. Beisla þessi öfl og leika sér að þeim.“
Birtist í Fréttablaðinu Seltjarnarnes Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira