Viðskipti innlent

Sala Domino's á Íslandi jókst um fjögur prósent

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Áfram er vöxtur í sölu Domino's á Íslandi.
Áfram er vöxtur í sölu Domino's á Íslandi. Fréttablaðið/Ernir
Sala Dominos’s á Íslandi jókst um 4,2 prósent á síðasta ári, samkvæmt bráðabirgðauppgjöri sem breska móðurfélagið, Domino’s Pizza Group, birti í kauphöllinni í Lundúnum í gær. Ekki er upplýst um hver hagnaður íslenska félagsins hafi verið í fyrra en tekið er fram í uppgjörinu að reksturinn hafi verið arðbær.

Salan hér á landi jókst um 1,4 prósent á samanburðargrundvelli (e. like-for-like) á árinu og státar Domino’s á Íslandi enn af því að vera með hæstu meðaltalssölu á hvern pitsustað sé litið til allra markaða móðurfélagsins.

Eins og fram hefur komið nam vörusala Pizza-Pizza ehf., sem á og rekur Domino’s á Íslandi, tæpum 5,5 milljörðum króna árið 2017 en sama ár hagnaðist félagið um 2,2 milljarða króna sem skýrist að langmestu leyti af söluhagnaði eignarhluta upp á meira en 1,7 milljarða króna.

Domino’s Pizza Group bætti sem kunnugt er við hlut sinn í Pizza-Pizza í lok árs 2017 og á nú ríflega 95 prósenta hlut í félaginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×