Rappelskandi ráðherra með ráð undir rifi hverju Ólöf Skaftadóttir skrifar 16. mars 2019 09:00 Þórdís Kolbrún og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari flokksins, ræða málin fyrir utan Valhöll á dögunum, en þeim er vel til vina. FBL/Anton Brink Það kemur vinum og vandamönnum Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur ekki á óvart að samstarfsmenn leiti til hennar þegar harðnar á dalnum, líkt og raunin varð í vikunni þegar Sigríður Á. Andersen sagði af sér embætti og Þórdís var skipuð dómsmálaráðherra í hennar stað, að minnsta kosti tímabundið. Gömul vinkona segir hana eiga glæstan leiklistarferil að baki og útilokar ekki endurkomu á stóra sviðið, bróðir hennar segir Cheerios hafa róandi áhrif á ráðherrann og vinkona hennar úr stjórnmálastarfinu segir að það þurfi ansi mikið að ganga á til að ná henni úr jafnvægi. Dagurinn sem Þórdís tók við embætti ráðherra í fyrsta sinn, yngst í lýðveldissögunni, beri því glöggt vitni. Eva Laufey Kjaran telur sig vera heppna að hafa kynnst Þórdísi. Faðmar fast Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir, vinkona Þórdísar og sjónvarpskokkur: „Ég kynntist Þórdísi þegar við vorum að leika í leikritinu Almost Famous sem leiklistarklúbbur Fjölbrautaskóla Vesturlands setti upp fyrir tíu, ellefu árum. Þar hófst okkar leiklistarferill og sennilega dó þar líka, og þó! Hver veit hvað við gerum síðar? Ég tel mig mjög heppna að hafa kynnst henni Þórdísi minni og hún fékk mig í ungliðastarf Sjálfstæðisflokksins og örugglega eina manneskjan í heiminum sem getur og gat fengið mig til að mæta á SUS-þing á Ísafirði og rífa kjaft. Ég hugsa að þið sjáið ekki þá Evu í matreiðsluþáttum en hún Þórdís hefur nefnilega þann eiginleika að fá fólk með sér í lið vegna þess að hún talar hreint út, ekkert kjaftæði, hún segir hlutina eins og þeir eru og er aldrei að þykjast vera önnur en hún er. Hún hlustar á aðra og í hennar starfi tel ég það afar mikilvægt og sömuleiðis virðir hún skoðanir annarra og setur sig ekki á háan hest. Svo er hún bara brjálæðislega skemmtileg vinkona sem elskar kökur jafn mikið og ég, ef það er ekki ávísun á gott vinasamband þá veit ég ekki hvað. Hún hlustar á okkur vini sína og veitir öllu athygli, og faðmar okkur fast. Mér þykir svo vænt um þessa konu og dáist að öllu sem hún tekur sér fyrir hendur og treysti sennilega fáum eins vel og henni. Hún er mikil fyrirmynd, kjarnakona, ótrúlega góð mamma og vinur vina sinna. Ég væri samt alveg til í að hitta hana oftar þannig að við sem þjóð þurfum svolítið að vera stilltari og þá næ ég henni vonandi oftar í köku, díll?“ Inga Hrefna hefur um langt skeið unnið með Þórdísi. Kýs íslenskt rapp á dansgólfinu Inga Hrefna Sveinbjarnardóttir, vinkona úr starfi Sjálfstæðisflokksins og aðstoðarmaður Kristjáns Þórs Júlíussonar: „Við Þórdís Kolbrún höfum starfað lengi saman í Sjálfstæðisflokknum. Hún er allt í senn eldklár, traust og ofboðslega skemmtileg. Árangur hennar og frami hefur alls ekki komið mér á óvart og Sjálfstæðisflokkurinn þarf á fólki eins og Þórdísi að halda. Þórdís er ein yfirvegaðasta manneskja sem ég þekki. Gott dæmi um það er þegar hún varð ráðherra í fyrsta sinn. Þegar ég kom við hjá þeim Hjalta í Furugrundinni í Kópavogi, 45 mínútum fyrir ríkisráðsfundinn sat Þórdís við eldhúsborðið, pollróleg, með hárið út um allt og brjóstapumpuna á fullu til að passa að nóg yrði til fyrir litlu Kristínu Fjólu meðan mamman tæki við embætti, yngst allra ráðherra í lýðveldissögunni. Í ofanálag var hún ekki búin að ákveða í hverju hún ætlaði að vera og lítill tími til stefnu. Eftir svona fjóra hringi á hringtorgi í Kópavogi ákváðum við að taka stefnuna í Hafnarfjörð. Hringdum í eina góða fatabúð og báðum um að tekinn yrði frá samfestingur og geymdur í mátunarklefanum. Þórdís hljóp inn, mátaði og keypti. Fattaði svo reyndar á leiðinni út að hún var ekki í spariskóm, svo við fengum þá lánaða á staðnum. Næst áttaði hún sig á því að hún væri skartgripalaus og mamma hennar myndi ekki taka því létt. Þetta reddaðist þannig að Svanhildur Hólm [aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar] laumaði sér inn í bílinn á Bessastöðum svo lítið bar á, tók af sér allt skart og smellti á Þórdísi. Ýmislegt annað gekk á þennan dag, en mikilvægast var að Þórdís mætti á réttum tíma, sallafín, eins og ekkert hefði í skorist. Þetta er Þórdís í hnotskurn, gengur í þau verk sem þarf að klára, hvað sem gengur á. Þórdís er frekar gömul sál og þess vegna kemur tónlistarsmekkur hennar mér alltaf jafn mikið á óvart. Í honum kristallast okkar helsta ágreiningsefni. Okkar kona vill allra helst hlusta á íslenskt rapp og finnst fátt skemmtilegra en góð vinastund á dansgólfinu á Helgubraut með Jóa Pé og Króla, Herra Hnetusmjör, Hugin eða Emmsjé Gauta í botni, nágrönnum örugglega stundum til hóflegrar gleði.“ Unnur Lilja kynntist Þórdísi í lögfræðinni í Háskólanum í Reykjavík árið 2007. Mikil fjölskyldumanneskja Unnur Lilja Hermannsdóttir, vinkona úr HR og lögmaður á Landslögum: „Við Þórdís kynntumst fljótlega eftir að við hófum nám í lögfræði við Háskólann í Reykjavík árið 2007. Þar var hún í hópi vina og kunningja ofan af Skaga og við ásamt góðum hópi laganema hópuðumst fljótlega saman. Skemmst er frá því að segja að það hefur verið ótrúlega gaman að fylgjast með Þórdísi og hennar starfsferli frá útskrift. Mér varð fljótt ljóst hversu auðvelt hún átti með samtöl um hinn pólitíska vettvang við vini og samnemendur og skipti þar engu máli hvar staðið var á hinu pólitíska litrófi. Þórdís kann nefnilega að hlusta á mismunandi skoðanir annarra og svara þeim með rökum og virðingu. Ég hef ávallt dáðst að þessum eiginleika hennar. Þórdís er ekki þessi týpa sem miklar fyrir sér hlutina eins og fólkið í landinu hefur líklegast tekið eftir á undanförnum dögum en að sama skapi nálgast hún öll verkefni af mikilli virðingu. Fyrir utan þessa augljósu kosti er nauðsynlegt að minnast á að hún er ekki síður sterk(ust)! á félagslegu hliðinni. Þær eru ófáar gleðistundirnar sem við höfum átt saman og það er alltaf jafn gaman og notalegt að koma á heimili hennar og Hjalta en Þórdís er mikil fjölskyldumanneskja – góð mamma og gefur sér tíma fyrir sitt fólk. Þetta hljómar náttúrulega allt eins og gott ævintýri en svona er einfaldlega mín kona!“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, nýr dómsmálaráðherra.vísir/vilhelm Cheerios í ráðherrabílnum Ásgeir H. Reykfjörð, bróðir Þórdísar og framkvæmdastjóri hjá Kviku banka: „Það kemur mér ekki á óvart að samstarfsfélagar Dísu skuli leita til hennar þegar þörf krefur. Það er gott að leita til hennar. Hún er traust, einlæg og fylgin sér. Það fólk sem fylgist með henni í stjórnmálum er ekki að horfa á einhvern leika hlutverkið, svona er hún. Verkefni hennar og ríkisstjórnarinnar eru mörg og töluverð óvissa í málaflokkum sem hún ber ábyrgð á. Hún hefur í kringum sig góða ráðgjafa, Ólaf Teit [Guðnason], Hildi [Sverrisdóttur] og fleiri. Hún er einstaklega vel gift og fjölskyldur þeirra hjóna veita þeim mikinn stuðning svo að ég veit að hún mun gera þetta vel. Hún er gædd þeim hæfileika að geta útilokað smáatriði og mjög fátt kemur henni úr jafnvægi. Þegar hún var smákrakki þá gat maður leyst flest mál með því að setja Cheerios á borðið. Það virðist enn þá hafa róandi áhrif á hana. Daginn sem hún tók við dómsmálaráðuneytinu þá heyrði ég í henni símleiðis borðandi Cheerios á leiðinni á Bessastaði í ráðherrabílnum. Það kom mér heldur ekki á óvart.“ Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Sigríður fær ráðherralaun í hálft ár eftir afsögn Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, fær biðlaun sem ráðherra í allt að hálft ár eftir að hún sagði af sér á miðvikudag. Það þýðir að hún á rétt á fullum launum ráðherra sem einnig situr á þingi upp á rúmar 1,8 milljónir krónur á mánuði. 16. mars 2019 07:00 Þórdís Kolbrún tekur við sem dómsmálaráðherra Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tekur við sem dómsmálaráðherra af Sigríði Á. Andersen. Þórdís kemur til með taka við embættinu tímabundið ásamt öðrum störfum. 14. mars 2019 15:30 Sigríður afhenti Þórdísi lyklana að ráðuneytinu Treystir Þórdísi vel til að skapa frið um dómsmálaráðuneytið. 15. mars 2019 13:12 Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað Sjá meira
Það kemur vinum og vandamönnum Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur ekki á óvart að samstarfsmenn leiti til hennar þegar harðnar á dalnum, líkt og raunin varð í vikunni þegar Sigríður Á. Andersen sagði af sér embætti og Þórdís var skipuð dómsmálaráðherra í hennar stað, að minnsta kosti tímabundið. Gömul vinkona segir hana eiga glæstan leiklistarferil að baki og útilokar ekki endurkomu á stóra sviðið, bróðir hennar segir Cheerios hafa róandi áhrif á ráðherrann og vinkona hennar úr stjórnmálastarfinu segir að það þurfi ansi mikið að ganga á til að ná henni úr jafnvægi. Dagurinn sem Þórdís tók við embætti ráðherra í fyrsta sinn, yngst í lýðveldissögunni, beri því glöggt vitni. Eva Laufey Kjaran telur sig vera heppna að hafa kynnst Þórdísi. Faðmar fast Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir, vinkona Þórdísar og sjónvarpskokkur: „Ég kynntist Þórdísi þegar við vorum að leika í leikritinu Almost Famous sem leiklistarklúbbur Fjölbrautaskóla Vesturlands setti upp fyrir tíu, ellefu árum. Þar hófst okkar leiklistarferill og sennilega dó þar líka, og þó! Hver veit hvað við gerum síðar? Ég tel mig mjög heppna að hafa kynnst henni Þórdísi minni og hún fékk mig í ungliðastarf Sjálfstæðisflokksins og örugglega eina manneskjan í heiminum sem getur og gat fengið mig til að mæta á SUS-þing á Ísafirði og rífa kjaft. Ég hugsa að þið sjáið ekki þá Evu í matreiðsluþáttum en hún Þórdís hefur nefnilega þann eiginleika að fá fólk með sér í lið vegna þess að hún talar hreint út, ekkert kjaftæði, hún segir hlutina eins og þeir eru og er aldrei að þykjast vera önnur en hún er. Hún hlustar á aðra og í hennar starfi tel ég það afar mikilvægt og sömuleiðis virðir hún skoðanir annarra og setur sig ekki á háan hest. Svo er hún bara brjálæðislega skemmtileg vinkona sem elskar kökur jafn mikið og ég, ef það er ekki ávísun á gott vinasamband þá veit ég ekki hvað. Hún hlustar á okkur vini sína og veitir öllu athygli, og faðmar okkur fast. Mér þykir svo vænt um þessa konu og dáist að öllu sem hún tekur sér fyrir hendur og treysti sennilega fáum eins vel og henni. Hún er mikil fyrirmynd, kjarnakona, ótrúlega góð mamma og vinur vina sinna. Ég væri samt alveg til í að hitta hana oftar þannig að við sem þjóð þurfum svolítið að vera stilltari og þá næ ég henni vonandi oftar í köku, díll?“ Inga Hrefna hefur um langt skeið unnið með Þórdísi. Kýs íslenskt rapp á dansgólfinu Inga Hrefna Sveinbjarnardóttir, vinkona úr starfi Sjálfstæðisflokksins og aðstoðarmaður Kristjáns Þórs Júlíussonar: „Við Þórdís Kolbrún höfum starfað lengi saman í Sjálfstæðisflokknum. Hún er allt í senn eldklár, traust og ofboðslega skemmtileg. Árangur hennar og frami hefur alls ekki komið mér á óvart og Sjálfstæðisflokkurinn þarf á fólki eins og Þórdísi að halda. Þórdís er ein yfirvegaðasta manneskja sem ég þekki. Gott dæmi um það er þegar hún varð ráðherra í fyrsta sinn. Þegar ég kom við hjá þeim Hjalta í Furugrundinni í Kópavogi, 45 mínútum fyrir ríkisráðsfundinn sat Þórdís við eldhúsborðið, pollróleg, með hárið út um allt og brjóstapumpuna á fullu til að passa að nóg yrði til fyrir litlu Kristínu Fjólu meðan mamman tæki við embætti, yngst allra ráðherra í lýðveldissögunni. Í ofanálag var hún ekki búin að ákveða í hverju hún ætlaði að vera og lítill tími til stefnu. Eftir svona fjóra hringi á hringtorgi í Kópavogi ákváðum við að taka stefnuna í Hafnarfjörð. Hringdum í eina góða fatabúð og báðum um að tekinn yrði frá samfestingur og geymdur í mátunarklefanum. Þórdís hljóp inn, mátaði og keypti. Fattaði svo reyndar á leiðinni út að hún var ekki í spariskóm, svo við fengum þá lánaða á staðnum. Næst áttaði hún sig á því að hún væri skartgripalaus og mamma hennar myndi ekki taka því létt. Þetta reddaðist þannig að Svanhildur Hólm [aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar] laumaði sér inn í bílinn á Bessastöðum svo lítið bar á, tók af sér allt skart og smellti á Þórdísi. Ýmislegt annað gekk á þennan dag, en mikilvægast var að Þórdís mætti á réttum tíma, sallafín, eins og ekkert hefði í skorist. Þetta er Þórdís í hnotskurn, gengur í þau verk sem þarf að klára, hvað sem gengur á. Þórdís er frekar gömul sál og þess vegna kemur tónlistarsmekkur hennar mér alltaf jafn mikið á óvart. Í honum kristallast okkar helsta ágreiningsefni. Okkar kona vill allra helst hlusta á íslenskt rapp og finnst fátt skemmtilegra en góð vinastund á dansgólfinu á Helgubraut með Jóa Pé og Króla, Herra Hnetusmjör, Hugin eða Emmsjé Gauta í botni, nágrönnum örugglega stundum til hóflegrar gleði.“ Unnur Lilja kynntist Þórdísi í lögfræðinni í Háskólanum í Reykjavík árið 2007. Mikil fjölskyldumanneskja Unnur Lilja Hermannsdóttir, vinkona úr HR og lögmaður á Landslögum: „Við Þórdís kynntumst fljótlega eftir að við hófum nám í lögfræði við Háskólann í Reykjavík árið 2007. Þar var hún í hópi vina og kunningja ofan af Skaga og við ásamt góðum hópi laganema hópuðumst fljótlega saman. Skemmst er frá því að segja að það hefur verið ótrúlega gaman að fylgjast með Þórdísi og hennar starfsferli frá útskrift. Mér varð fljótt ljóst hversu auðvelt hún átti með samtöl um hinn pólitíska vettvang við vini og samnemendur og skipti þar engu máli hvar staðið var á hinu pólitíska litrófi. Þórdís kann nefnilega að hlusta á mismunandi skoðanir annarra og svara þeim með rökum og virðingu. Ég hef ávallt dáðst að þessum eiginleika hennar. Þórdís er ekki þessi týpa sem miklar fyrir sér hlutina eins og fólkið í landinu hefur líklegast tekið eftir á undanförnum dögum en að sama skapi nálgast hún öll verkefni af mikilli virðingu. Fyrir utan þessa augljósu kosti er nauðsynlegt að minnast á að hún er ekki síður sterk(ust)! á félagslegu hliðinni. Þær eru ófáar gleðistundirnar sem við höfum átt saman og það er alltaf jafn gaman og notalegt að koma á heimili hennar og Hjalta en Þórdís er mikil fjölskyldumanneskja – góð mamma og gefur sér tíma fyrir sitt fólk. Þetta hljómar náttúrulega allt eins og gott ævintýri en svona er einfaldlega mín kona!“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, nýr dómsmálaráðherra.vísir/vilhelm Cheerios í ráðherrabílnum Ásgeir H. Reykfjörð, bróðir Þórdísar og framkvæmdastjóri hjá Kviku banka: „Það kemur mér ekki á óvart að samstarfsfélagar Dísu skuli leita til hennar þegar þörf krefur. Það er gott að leita til hennar. Hún er traust, einlæg og fylgin sér. Það fólk sem fylgist með henni í stjórnmálum er ekki að horfa á einhvern leika hlutverkið, svona er hún. Verkefni hennar og ríkisstjórnarinnar eru mörg og töluverð óvissa í málaflokkum sem hún ber ábyrgð á. Hún hefur í kringum sig góða ráðgjafa, Ólaf Teit [Guðnason], Hildi [Sverrisdóttur] og fleiri. Hún er einstaklega vel gift og fjölskyldur þeirra hjóna veita þeim mikinn stuðning svo að ég veit að hún mun gera þetta vel. Hún er gædd þeim hæfileika að geta útilokað smáatriði og mjög fátt kemur henni úr jafnvægi. Þegar hún var smákrakki þá gat maður leyst flest mál með því að setja Cheerios á borðið. Það virðist enn þá hafa róandi áhrif á hana. Daginn sem hún tók við dómsmálaráðuneytinu þá heyrði ég í henni símleiðis borðandi Cheerios á leiðinni á Bessastaði í ráðherrabílnum. Það kom mér heldur ekki á óvart.“
Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Sigríður fær ráðherralaun í hálft ár eftir afsögn Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, fær biðlaun sem ráðherra í allt að hálft ár eftir að hún sagði af sér á miðvikudag. Það þýðir að hún á rétt á fullum launum ráðherra sem einnig situr á þingi upp á rúmar 1,8 milljónir krónur á mánuði. 16. mars 2019 07:00 Þórdís Kolbrún tekur við sem dómsmálaráðherra Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tekur við sem dómsmálaráðherra af Sigríði Á. Andersen. Þórdís kemur til með taka við embættinu tímabundið ásamt öðrum störfum. 14. mars 2019 15:30 Sigríður afhenti Þórdísi lyklana að ráðuneytinu Treystir Þórdísi vel til að skapa frið um dómsmálaráðuneytið. 15. mars 2019 13:12 Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað Sjá meira
Sigríður fær ráðherralaun í hálft ár eftir afsögn Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, fær biðlaun sem ráðherra í allt að hálft ár eftir að hún sagði af sér á miðvikudag. Það þýðir að hún á rétt á fullum launum ráðherra sem einnig situr á þingi upp á rúmar 1,8 milljónir krónur á mánuði. 16. mars 2019 07:00
Þórdís Kolbrún tekur við sem dómsmálaráðherra Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tekur við sem dómsmálaráðherra af Sigríði Á. Andersen. Þórdís kemur til með taka við embættinu tímabundið ásamt öðrum störfum. 14. mars 2019 15:30
Sigríður afhenti Þórdísi lyklana að ráðuneytinu Treystir Þórdísi vel til að skapa frið um dómsmálaráðuneytið. 15. mars 2019 13:12