Óaðfinnanlegur dagur hjá Finnanum Bottas Kristinn Páll Teitsson skrifar 18. mars 2019 17:45 Finnski ökuþórinn Valtteri Bottas fagnar sigri sínum í Melbourne um helgina. AP/Rick Rycroft Þegar sviðsljósið var á Lewis Hamilton, Sebastian Vettel, Max Verstappen og Daniel Ricciardo var það finnski ökuþórinn Valtteri Bottas sem reyndist hlutskarpastur í fyrsta kappakstri ársins í Formúlu 1 um helgina þegar hann kom fyrstur í mark í Melbourne, Ástralíu. Í aðdraganda kappakstursins í Ástralíu voru augu flestra á Lewis Hamilton. Breski ökuþórinn á Mercedes-bílnum hefur verið í sérflokki undanfarin ár og eftir fjóra heimsmeistaratitla á undanförnum fimm árum var komið að því að gera atlögu að metum Michaels Schumacher. Hamilton sjálfur reyndi að dreifa athyglinni í aðdraganda kappakstursins og setja pressu á Ferrari sem komu hvað best út úr æfingunum í Barcelona en það var Bottas sem stal sviðsljósinu. Hamilton var langfljótastur á æfingum fyrir helgi og fylgdi því eftir með því að ná ráspól, þeim 84. á ferlinum á laugardaginn, um tíu sekúndubrotum á undan liðsfélaga sínum hjá Mercedes, Bottas. Í kappakstrinum sjálfum var það Bottas sem komst fram fyrir Hamilton strax í upphafi og átti óaðfinnanlegan dag. Bottas kom í mark á 1:25,27 og var með tuttugu sekúndna forskot á liðsfélaga sinn, Hamilton sem þurfti að einbeita sér að því að halda aftur af Max Verstappen í stað þess að eltast við Bottas. Þá fékk Bottas aukastig fyrir fljótasta hringinn í kappakstrinum í tvöföldum sigri Mercedes en Ferrari þurfti að láta fjórða og fimmta sætið duga í fyrsta kappakstri ársins. Bottas, sem náði ekki að fylgja eftir frábæru tímabili í fyrra, var að vonum í skýjunum eftir fyrsta kappakstur ársins. „Það er erfitt að útskýra hvað fór úrskeiðis andlega á síðasta tímabili en það breyttist eitthvað í vetur. Þetta var besta frammistaða mín frá upphafi. Bíllinn var fullkominn og ég naut þess að keyra í dag,“ sagði Bottas í samtali við fjölmiðlamenn eftir kappaksturinn. Næsti kappakstur fer fram í olíuríkinu Barein eftir tvær vikur og fá liðin því nú viku til að fínstilla bílinn og fara yfir hvað fór úrskeiðis í kappakstri helgarinnar. Miðað við fyrsta kappaksturinn skyldi enginn afskrifa að ökuþór frá Mercedes vinni sjötta árið í röð. Formúla Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Þegar sviðsljósið var á Lewis Hamilton, Sebastian Vettel, Max Verstappen og Daniel Ricciardo var það finnski ökuþórinn Valtteri Bottas sem reyndist hlutskarpastur í fyrsta kappakstri ársins í Formúlu 1 um helgina þegar hann kom fyrstur í mark í Melbourne, Ástralíu. Í aðdraganda kappakstursins í Ástralíu voru augu flestra á Lewis Hamilton. Breski ökuþórinn á Mercedes-bílnum hefur verið í sérflokki undanfarin ár og eftir fjóra heimsmeistaratitla á undanförnum fimm árum var komið að því að gera atlögu að metum Michaels Schumacher. Hamilton sjálfur reyndi að dreifa athyglinni í aðdraganda kappakstursins og setja pressu á Ferrari sem komu hvað best út úr æfingunum í Barcelona en það var Bottas sem stal sviðsljósinu. Hamilton var langfljótastur á æfingum fyrir helgi og fylgdi því eftir með því að ná ráspól, þeim 84. á ferlinum á laugardaginn, um tíu sekúndubrotum á undan liðsfélaga sínum hjá Mercedes, Bottas. Í kappakstrinum sjálfum var það Bottas sem komst fram fyrir Hamilton strax í upphafi og átti óaðfinnanlegan dag. Bottas kom í mark á 1:25,27 og var með tuttugu sekúndna forskot á liðsfélaga sinn, Hamilton sem þurfti að einbeita sér að því að halda aftur af Max Verstappen í stað þess að eltast við Bottas. Þá fékk Bottas aukastig fyrir fljótasta hringinn í kappakstrinum í tvöföldum sigri Mercedes en Ferrari þurfti að láta fjórða og fimmta sætið duga í fyrsta kappakstri ársins. Bottas, sem náði ekki að fylgja eftir frábæru tímabili í fyrra, var að vonum í skýjunum eftir fyrsta kappakstur ársins. „Það er erfitt að útskýra hvað fór úrskeiðis andlega á síðasta tímabili en það breyttist eitthvað í vetur. Þetta var besta frammistaða mín frá upphafi. Bíllinn var fullkominn og ég naut þess að keyra í dag,“ sagði Bottas í samtali við fjölmiðlamenn eftir kappaksturinn. Næsti kappakstur fer fram í olíuríkinu Barein eftir tvær vikur og fá liðin því nú viku til að fínstilla bílinn og fara yfir hvað fór úrskeiðis í kappakstri helgarinnar. Miðað við fyrsta kappaksturinn skyldi enginn afskrifa að ökuþór frá Mercedes vinni sjötta árið í röð.
Formúla Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira