Stjörnuleikmaður Chicago Bulls vill borga sektina fyrir þjálfara sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. mars 2019 15:30 Jim Boylen og Zach LaVine. Getty/Andy Lyons Samband Jim Boylen og Zach LaVine hefur verið stormasamt síðan að Boylen tók við sem nýr þjálfari Chicago Bulls. Nýjustu fréttirnar af þeim benda þó til þess að þeir séu farnir að róa í sömu átt. Zach LaVine bauðst nefnilega til að borga sekt þjálfara síns og Chicago Bulls ætlar að leyfa honum það. Jim Boylen var rekinn út úr húsi í leik Chicago Bulls og Los Angeles Clippers á sama tíma og Doc Rivers, þjálfari Clippers-liðsins. Fyrir það fékk hann sjö þúsund dollara sekt eða um 825 þúsund krónur íslenskar. Það er ekki víst að NBA-deildin leyfi Zach LaVine að borga sektina fyrir þjálfara sinn þótt félagið hans gefi grænt ljós. Það eru strangar reglur í NBA um að sá sem færi sekt verði að borga hana sjálfur.Zach LaVine has offered to pay Jim Boylen’s ejection fines, per @malika_andrewspic.twitter.com/2UEnir8wWs — Bleacher Report NBA (@BR_NBA) March 17, 2019Það gekk mikið á þegar Jim Boylen mætti á svæðið í desember og tók við Chicago Bulls liðinu af Fred Hoiberg. Jim Boylen er mjög strangur þjálfari sem leggur ofurkapp á varnarleik. Hann er þjálfari af gamla skólanum og stuðaði Zach LaVine mikið í byrjun. Hann heimtaði betri varnarleik frá besta sóknarmanni Bulls-liðsins. Zach LaVine er ein aðalstjarna Chicago Bulls liðsins í dag, mikill háloftafugl og að skora 23,9 stig að meðaltali í leik. Fljótlega fór allt upp í háloft í herbúðum Chicago Bulls. LaVine og fleiri leikmenn hótuðu því að mæta ekki á æfingu eftir 56 stiga tap á móti Boston Celtics og það þurfti í framhaldinu að boða til sáttafundar milli þeirra, þjálfaranna og yfirmanna félagsins. Nú er allt annað hljóð í Zach LaVine og hann orðinn svo mikill Jim Boylen maður að hann er tilbúinn að sýna það með veskinu sínu. „Ég ber mikla virðingu fyrir því sem Jim gerði. Hann sýndi þarna að honum þykir vænt um okkur og að hann sé tilbúinn að berjast fyrir okkur. Þetta sýnir hans sanna karakter og hvað honum finnst um okkur,“ sagði Zach LaVine eftir leikinn. Jim Boylen var nefnilega rekinn út úr húsi fyrir að mótmæla harðlega að dómararnir tóku ekki á hörðum hindrunum leikmanna Los Angeles Clippers. Clippers-menn létu finna fyrir sér í hindrunum sínum og einn leikmaður Bulls-liðsins hafði þegar farið meiddur af velli. NBA Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
Samband Jim Boylen og Zach LaVine hefur verið stormasamt síðan að Boylen tók við sem nýr þjálfari Chicago Bulls. Nýjustu fréttirnar af þeim benda þó til þess að þeir séu farnir að róa í sömu átt. Zach LaVine bauðst nefnilega til að borga sekt þjálfara síns og Chicago Bulls ætlar að leyfa honum það. Jim Boylen var rekinn út úr húsi í leik Chicago Bulls og Los Angeles Clippers á sama tíma og Doc Rivers, þjálfari Clippers-liðsins. Fyrir það fékk hann sjö þúsund dollara sekt eða um 825 þúsund krónur íslenskar. Það er ekki víst að NBA-deildin leyfi Zach LaVine að borga sektina fyrir þjálfara sinn þótt félagið hans gefi grænt ljós. Það eru strangar reglur í NBA um að sá sem færi sekt verði að borga hana sjálfur.Zach LaVine has offered to pay Jim Boylen’s ejection fines, per @malika_andrewspic.twitter.com/2UEnir8wWs — Bleacher Report NBA (@BR_NBA) March 17, 2019Það gekk mikið á þegar Jim Boylen mætti á svæðið í desember og tók við Chicago Bulls liðinu af Fred Hoiberg. Jim Boylen er mjög strangur þjálfari sem leggur ofurkapp á varnarleik. Hann er þjálfari af gamla skólanum og stuðaði Zach LaVine mikið í byrjun. Hann heimtaði betri varnarleik frá besta sóknarmanni Bulls-liðsins. Zach LaVine er ein aðalstjarna Chicago Bulls liðsins í dag, mikill háloftafugl og að skora 23,9 stig að meðaltali í leik. Fljótlega fór allt upp í háloft í herbúðum Chicago Bulls. LaVine og fleiri leikmenn hótuðu því að mæta ekki á æfingu eftir 56 stiga tap á móti Boston Celtics og það þurfti í framhaldinu að boða til sáttafundar milli þeirra, þjálfaranna og yfirmanna félagsins. Nú er allt annað hljóð í Zach LaVine og hann orðinn svo mikill Jim Boylen maður að hann er tilbúinn að sýna það með veskinu sínu. „Ég ber mikla virðingu fyrir því sem Jim gerði. Hann sýndi þarna að honum þykir vænt um okkur og að hann sé tilbúinn að berjast fyrir okkur. Þetta sýnir hans sanna karakter og hvað honum finnst um okkur,“ sagði Zach LaVine eftir leikinn. Jim Boylen var nefnilega rekinn út úr húsi fyrir að mótmæla harðlega að dómararnir tóku ekki á hörðum hindrunum leikmanna Los Angeles Clippers. Clippers-menn létu finna fyrir sér í hindrunum sínum og einn leikmaður Bulls-liðsins hafði þegar farið meiddur af velli.
NBA Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira