Lífið

Það tók Sobral þrjár vikur að geta talað sænsku: „Í raun vændi þegar ég tók þátt í Eurovision“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sobral í Skavlan.
Sobral í Skavlan.
Portúgalinn Salvador Sobral var gestur í spjallþætti Fredrik Skavlan í norska og sænska ríkissjónvarpinu í síðustu viku.

Sobral hefur dvalið í Svíþjóð í þrjár vikur og er nú þegar farinn að tala tungumálið og það með lygilegum árangri.

Sobral vann Eurovision árið 2017 í Kænugarði og flutti hann þá lagið Amar Pelos Dois. Ástæðan fyrir því að Sobral er staddur í Svíþjóð er til að læra sænsku þar sem hann elskar kvikmyndir Ingmar Bergman. Hann hefur nú þegar séð allar hans kvikmyndir og er mikill aðdáandi.

Í viðtalinu ræddi Skavlan við Sobral um þátttöku hans í Eurovision.

„Þetta var í raun vændi þegar ég tók þátt í Eurovision,“ sagði Sobral sem sagði í eftir keppnina árið 2017 að Eurovision væri skyndibitatónlist.

„Að mínu mati snýst Eurovision ekki um tónlist heldur bara um sýninguna sjálfa. Þetta er þáttur fyrir fólk sem vill njóta nýrrar tækni.“

Seint árið 2017 gekkst Sobral undir hjartaígræðslu á Santa Cruz-sjúkrahúsinu í höfuðborg Portúgal, Lissabon. 

Söngvari hafði glímt við hjartasjúkdóm en hann hafði beðið eftir hjartaígræðslu í nokkra mánuði þegar aðgerðin var framkvæmd. Þetta ræddi hann einnig í þættinum en hér að neðan má sjá viðtal Skavlan við Sobral.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×