Íslenski boltinn

Mál Þórarins tekið fyrir af aganefnd

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Þórarinn í leik með Stjörnunni síðasta sumar
Þórarinn í leik með Stjörnunni síðasta sumar vísir/daníel
Aga- og úrskúrðarnefnd KSÍ mun í dag funda vegna máls Þórarins Inga Valdimarssonar, leikmanns Stjörnunnar. Morgunblaðið greindi fyrst frá.

Þórarinn var rekinn af velli með beint rautt spjald í leik Stjörnunnar og Leikni Reykjavík í Lengjubikarnum um helgina. Í gær greindi Fótbolti.net svo frá því að ástæða rauða spjaldsins hafi verið óviðeigandi ummæli um geðsjúkdóma.

Í kjölfarið sagði Þórarinn á Twitter að hann hafi misst stjórn á skapi sínu og látið orð falla sem ekki eiga heima á fótboltavelli.

Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, sagði við mbl.is í gær að það væru fordæmi fyrir því að færa leikbönn á milli móta, en Stjarnan hefur lokið leik í Lengjubikarnum í ár og því tæki Þórarinn leikbannið vegna rauða spjaldsins ekki út fyrr en í byrjun næsta ár samkvæmt venju.

Þá er kafli í reglugerð KSÍ um mismunun og ef aganefnd metur það svo að þetta mál falli undir þá grein gæti Þórarinn farið í að minnsta kosti fimm leikja bann.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×