Miðasala á Eurovision stöðvuð: Grunur um að tveir af kynnunum ásamt öðrum hafi tryggt sér bestu sætin Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. mars 2019 17:45 Keppnin verður haldin í Tel Aviv þetta árið. EPA/ATEF SAFADI Miðasölu á Eurovision, sem haldin verður í Ísrael, hefur verið stöðvuð tímabundið eftir að grunur vaknaði um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað er miðasalan hófst. Svo virðist sem að háttsettir einstaklingar innan fjölmiðla- og íþróttaheimsins hafi tryggt sér 300 af bestu sætunum í höllinni þar sem halda á keppnina. Ísraelskir fjölmiðlar hafa greint frá þessu í dag en á vef Ynet segir að talið sé að tveir af kynnum keppninnar, þeir Erez Tal og Assi Azar, hafi verið á meðal þeirra sem tókst að tryggja sér sinn skerf af bestu sætunum. Er vísað í yfirlýsingu ísraelska ríkissjónvarpsins (KAN) þar sem segir að farið hafi farið fram á það við miðasölusíðuna sem sá um miðasöluna að hún yrði stöðvuð tímabundið á meðan málið væri rannsakað. Eftirlitskerfi miðasölusíðunnar vakti athygli á óeðlilegum færslum og segir KAN að svo virðist sem að fjölmargar tilraunir hafi verið gerðar til þess að hafa „áhrif á söluna“Segjast aðeins hafa fylgt fyrirmælum Það hafi gert það að verkum að miðar fyrir um 300 af bestu sætum tónleikahallarinnar í Tel Aviv þar sem Eurovision fer fram í maí hafi farið til háttsettra einstaklinga innan fjölmiðla- og íþróttaheimsins, þar á meðal kynnanna tveggja, í stað almennings, þrátt fyrir skýr fyrirmæli KAN um að þau sætI ættu að fara í almenna sölu. Forráðamenn miðasölusíðunnar segja hins vegar að sum sætanna hafi verið frátekin að beiðni KAN og að vefsíðan hafi aðeins fylgt þeim fyrirmælum. Ynet hefur eftir heimildarmanni sínum að kynnarnir tveir sem tryggði sér hluta sætanna hafi greitt fullt verð fyrir miðana og hafi ekki talið sig verið að gera eitthvað rangt. Miðasalan hófst á fimmtudaginn og á innan við tveimur tímum var uppselt á úrslitakvöld Eurovision sem haldið verður 18. maí. Enn eru þó til miðar á undanúrslitakvöldin tvö þann 14. og 16. maí.Hatari tekur þátt fyrir Íslands hönd með laginu Hatrið mun sigra. Munu þeir stíga á svið þann 14. maí. Eurovision Ísrael Tengdar fréttir Ísland rýkur upp listann hjá veðbönkum eftir sigur Hatara Ísland mun enda í 4. sæti í Eurovision í maí ef eitthvað er að marka samantekt vefsíðunnar Eurovision World þar sem stuðlar helstu veðbanka eru teknir saman. 2. mars 2019 23:15 Heimsbyggðin bregst við sigri Hatara: „Guð minn góður þetta gerðist í alvöru“ Ef marka má umræðuþræði Eurovision aðdáenda og YouTube-myndbönd sem fjalla um sigur Hatara má sjá að lagið virðist almennt njóta mikilla vinsælda víða um heim. 3. mars 2019 14:27 Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Miðasölu á Eurovision, sem haldin verður í Ísrael, hefur verið stöðvuð tímabundið eftir að grunur vaknaði um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað er miðasalan hófst. Svo virðist sem að háttsettir einstaklingar innan fjölmiðla- og íþróttaheimsins hafi tryggt sér 300 af bestu sætunum í höllinni þar sem halda á keppnina. Ísraelskir fjölmiðlar hafa greint frá þessu í dag en á vef Ynet segir að talið sé að tveir af kynnum keppninnar, þeir Erez Tal og Assi Azar, hafi verið á meðal þeirra sem tókst að tryggja sér sinn skerf af bestu sætunum. Er vísað í yfirlýsingu ísraelska ríkissjónvarpsins (KAN) þar sem segir að farið hafi farið fram á það við miðasölusíðuna sem sá um miðasöluna að hún yrði stöðvuð tímabundið á meðan málið væri rannsakað. Eftirlitskerfi miðasölusíðunnar vakti athygli á óeðlilegum færslum og segir KAN að svo virðist sem að fjölmargar tilraunir hafi verið gerðar til þess að hafa „áhrif á söluna“Segjast aðeins hafa fylgt fyrirmælum Það hafi gert það að verkum að miðar fyrir um 300 af bestu sætum tónleikahallarinnar í Tel Aviv þar sem Eurovision fer fram í maí hafi farið til háttsettra einstaklinga innan fjölmiðla- og íþróttaheimsins, þar á meðal kynnanna tveggja, í stað almennings, þrátt fyrir skýr fyrirmæli KAN um að þau sætI ættu að fara í almenna sölu. Forráðamenn miðasölusíðunnar segja hins vegar að sum sætanna hafi verið frátekin að beiðni KAN og að vefsíðan hafi aðeins fylgt þeim fyrirmælum. Ynet hefur eftir heimildarmanni sínum að kynnarnir tveir sem tryggði sér hluta sætanna hafi greitt fullt verð fyrir miðana og hafi ekki talið sig verið að gera eitthvað rangt. Miðasalan hófst á fimmtudaginn og á innan við tveimur tímum var uppselt á úrslitakvöld Eurovision sem haldið verður 18. maí. Enn eru þó til miðar á undanúrslitakvöldin tvö þann 14. og 16. maí.Hatari tekur þátt fyrir Íslands hönd með laginu Hatrið mun sigra. Munu þeir stíga á svið þann 14. maí.
Eurovision Ísrael Tengdar fréttir Ísland rýkur upp listann hjá veðbönkum eftir sigur Hatara Ísland mun enda í 4. sæti í Eurovision í maí ef eitthvað er að marka samantekt vefsíðunnar Eurovision World þar sem stuðlar helstu veðbanka eru teknir saman. 2. mars 2019 23:15 Heimsbyggðin bregst við sigri Hatara: „Guð minn góður þetta gerðist í alvöru“ Ef marka má umræðuþræði Eurovision aðdáenda og YouTube-myndbönd sem fjalla um sigur Hatara má sjá að lagið virðist almennt njóta mikilla vinsælda víða um heim. 3. mars 2019 14:27 Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Ísland rýkur upp listann hjá veðbönkum eftir sigur Hatara Ísland mun enda í 4. sæti í Eurovision í maí ef eitthvað er að marka samantekt vefsíðunnar Eurovision World þar sem stuðlar helstu veðbanka eru teknir saman. 2. mars 2019 23:15
Heimsbyggðin bregst við sigri Hatara: „Guð minn góður þetta gerðist í alvöru“ Ef marka má umræðuþræði Eurovision aðdáenda og YouTube-myndbönd sem fjalla um sigur Hatara má sjá að lagið virðist almennt njóta mikilla vinsælda víða um heim. 3. mars 2019 14:27