Henrik Mortensen snýr aftur með kastnámskeið Karl Lúðvíksson skrifar 7. mars 2019 12:19 Henrik Mortensen Flugukastkennararnir Henrik og Thomas snúa aftur til Íslands í maí. Haldin voru 8 námskeið í maí í fyrra sem tókust með miklum ágætum enda miklir snillingar hér á ferð. Henrik Mortensen þekkja nú flestir íslenskir veiðimenn. Henrik er flugukastkennari, hönnuður veiðitækja og hefur gefið út fjölda kennslu DVD diska og bóka um fluguköst. Henrik hefur starfað fyrir stærstu veiðivöruframleiðendur heims og hannar nú fyrir sitt eigið merki, www.salmologic.is . Thomas Thaarup er reyndur flugukastkennari sem hefur starfað með Henrik í fjöldamörg ár. Thomas er „ambassador“ fyrir Salmologic og frábær flugukastari og kennari. Kastnámskeiðin verða með sama sniði og áður en kennt verður í 4 klukkustundir. Henrik mun útskýra fræðin á bakvið fluguköst og fluguveiði og mikilvægi þess að raða veiðigræjunum rétt saman. Svo munu allir fá tilsögn frá þeim félögum. Námskeiðin henta byrjendum sem lengra komnum. Salmologic stangir verða á staðnum en fólk er hvatt til að koma með sínar eigin stangir og það getur fengið að prófa Salmologic línur við stangirnar sínar. Þú finnur allar nánari upplýsingar um námskeiðið hér. Mest lesið Vatnsleysi gerir laxveiðina erfiða Veiði SVFR: Vefsalan hafin Veiði Mikið bókað fyrir sumarið 2016 Veiði Veiðimenn óhressir með hækkun í Veiðivötnum Veiði Veiðifélaginn sparkaði fiskinum af önglinum Veiði Hægt að slíta upp fiska í norðangarra Veiði Gersemar á bókamörkuðum Veiði Hreinsunardagur Elliðaánna verður 7. júní Veiði Síðasti veiðidagurinn í Elliðavatni er í dag Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði
Flugukastkennararnir Henrik og Thomas snúa aftur til Íslands í maí. Haldin voru 8 námskeið í maí í fyrra sem tókust með miklum ágætum enda miklir snillingar hér á ferð. Henrik Mortensen þekkja nú flestir íslenskir veiðimenn. Henrik er flugukastkennari, hönnuður veiðitækja og hefur gefið út fjölda kennslu DVD diska og bóka um fluguköst. Henrik hefur starfað fyrir stærstu veiðivöruframleiðendur heims og hannar nú fyrir sitt eigið merki, www.salmologic.is . Thomas Thaarup er reyndur flugukastkennari sem hefur starfað með Henrik í fjöldamörg ár. Thomas er „ambassador“ fyrir Salmologic og frábær flugukastari og kennari. Kastnámskeiðin verða með sama sniði og áður en kennt verður í 4 klukkustundir. Henrik mun útskýra fræðin á bakvið fluguköst og fluguveiði og mikilvægi þess að raða veiðigræjunum rétt saman. Svo munu allir fá tilsögn frá þeim félögum. Námskeiðin henta byrjendum sem lengra komnum. Salmologic stangir verða á staðnum en fólk er hvatt til að koma með sínar eigin stangir og það getur fengið að prófa Salmologic línur við stangirnar sínar. Þú finnur allar nánari upplýsingar um námskeiðið hér.
Mest lesið Vatnsleysi gerir laxveiðina erfiða Veiði SVFR: Vefsalan hafin Veiði Mikið bókað fyrir sumarið 2016 Veiði Veiðimenn óhressir með hækkun í Veiðivötnum Veiði Veiðifélaginn sparkaði fiskinum af önglinum Veiði Hægt að slíta upp fiska í norðangarra Veiði Gersemar á bókamörkuðum Veiði Hreinsunardagur Elliðaánna verður 7. júní Veiði Síðasti veiðidagurinn í Elliðavatni er í dag Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði