Lífið

Tóku glæsilegt einbýlishús í Fossvoginum í nefið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Stefanía býr í húsinu ásamt eiginmanni sínum og fimm börnum.
Stefanía býr í húsinu ásamt eiginmanni sínum og fimm börnum.
Arkitektinn Stefanía Sigfúsdóttir bauð Sindra Sindrasyni í heimsókn í síðasta þætti af Heimsókn á Stöð 2 en þátturinn fór í loftið á miðvikudagskvöldið.

Stefanía býr í fallegu einbýlishúsi í Fossvoginum og býr þar ásamt eiginmanni og fimm börnum. Þau hjónin hafa tekið húsið í gegn frá a-ö og fékk Sindri alla söguna.

Hjónin keyptu húsið í apríl 2013 og hafa þau síðan gert mikið fyrir eignina. Upphaflega var húsið 206 fermetrar en þau hafa stækkað það.

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir hvernig eignin leit út á sínum tíma og brot úr þættinum sjálfum en Heimsókn er alla miðvikudaga á dagskrá á Stöð 2.

Bakgarðurinn fyrir breytingar.
Í miðjum framkvæmdum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.