„Hefði viljað gera hlutina betur upp því hún fellur mjög skyndilega frá“ Stefán Árni Pálsson skrifar 8. mars 2019 11:30 Björk Eiðsdóttir ræddi við Völu Matt. Vala Matt heimsótti blaðakonuna og ritstjórann Björk Eiðsdóttur í Íslandi í dag í gærkvöldi en hún kom inná fjölmiðlamarkaðinn með látum þegar hún stofnaði ásamt fleirum tímaritið Man. Í forsíðuviðtölum blaðsins voru þekktir einstaklingar iðulega að lýsa og segja frá viðkvæmum og erfiðum persónulegum málum en Björk steig fram í þættinum í gær og gerði það sama. Hún segir hér frá erfiðri reynslu sinni er móðir hennar veiktist af geðhvarfasýki. Í dag starfar Björk hjá Fréttablaðinu og ritstýrir einnig Glamour. „Móðir mín var að kljást við geðræna erfileika stóran hluta af ævi minni og ævi sinnar. Ég upplifði mikla skömm sem unglingur og þar er ekkert stuðningsnet. Við fjölskyldan eru rosalega mikið ein með þetta vandamál. Ég sagði ekki einu sinni vinkonum mínum frá þessu og þetta gerði allt svo miklu erfiðara. Að reyna fela þetta á meðan maður er að standa í svona miklum erfileikum.“ Móðir Bjarkar féll frá fyrir tveimur árum síðan og var Björk í vandræðum með að syrgja hana eins og hún segir sjálf frá. „Auðvitað er auðveldara að tala um þetta þá. Ég upplifði ótrúlega undarlega sorg þegar hún fellur frá vegna þess að maður er að syrgja móður sína og allir elska mömmu sína. Maður hafði upplifað bestu stundirnar með henni en líka þær verstu. Þá fer eitthvað ferli í gang sem ég var ekki undirbúin fyrir.“ Hún segir að samband sitt við móður sína hafi verið ákveðið ástar haturs samband.Björk með móður sinni á sínum tíma.„Þú elskar einhvern en samt er hann fyrir þér og truflar þig í lífi þínu. Svo fellur manneskjan frá og þá færðu rosalega mikið samviskubit yfir vondu tilfinningunum. Allt í einu er manneskjan ekki lengur til staðar og þú getur ekki gert þetta upp. Ég hefði viljað gera hlutina betur upp því hún fellur mjög skyndilega frá. Sem betur fer náði ég að vinna vel úr þessu.“ Hún segist eiga erfitt með að nefna ákveðin dæmi um erfitt samband sitt við móður sína. „Þau eru rosalega persónuleg og erfið en foreldrar mínir skilja þegar ég er um tvítugt. Þá erum við systkinin svolítið í þeirri stöðu að hugsa um hana. Ég sem eina stelpan, því ég á tvo eldri bræður, bitnaði þetta oft á mér því ég var í þessari daglegu umönnun. Ég held að hún hafi svolítið tekið út sína kergju á mér. Sem betur fer var hún stabíl síðustu sautján árin. Svona veikindi taka rosalegan toll á fólki. Þú getur ímyndað þér ef þú ert búinn að vera vondur við þá sem þú elskar mest hversu mikið samviskubit þú þarft að burðast með. Hún er af þeirri kynslóð sem vinnur ekkert endilega úr sinni reynslu.“ Þegar móðir hennar féll frá tóku við erfiðir tímar. „Það kom svolítið flatt upp á mig. Hún fellur mjög skyndilega frá og langt fyrir aldur fram og því var ég ekkert búin að undirbúa mig undir það. Að syrgja einhvern sem bæði var þér svona ofsalega góður og ofsalega vondur, þú ert eiginlega að syrgja tvær manneskjur. Bæði vantaði mig að gera hlutina betur upp við hana og mér fannst ég alltaf hafa tíma til þess. Ég hafði hugsað mér að gefa út bók um hennar líf. Ég hafði alveg tuttugu ár í mínum huga til þess. Svo er maður með samviskubit um að hafa hugsað neikvætt. Maður óskaði sér oft að þurfa ekki að standa í þessu og vera í þessari aðstöðu og vilja að mamma manns væri öðruvísi en hún er. Svo allt í einu er hún ekki lengur og þá situr maður eftir með rosalega vonda tilfinningu.“ Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Vala Matt heimsótti blaðakonuna og ritstjórann Björk Eiðsdóttur í Íslandi í dag í gærkvöldi en hún kom inná fjölmiðlamarkaðinn með látum þegar hún stofnaði ásamt fleirum tímaritið Man. Í forsíðuviðtölum blaðsins voru þekktir einstaklingar iðulega að lýsa og segja frá viðkvæmum og erfiðum persónulegum málum en Björk steig fram í þættinum í gær og gerði það sama. Hún segir hér frá erfiðri reynslu sinni er móðir hennar veiktist af geðhvarfasýki. Í dag starfar Björk hjá Fréttablaðinu og ritstýrir einnig Glamour. „Móðir mín var að kljást við geðræna erfileika stóran hluta af ævi minni og ævi sinnar. Ég upplifði mikla skömm sem unglingur og þar er ekkert stuðningsnet. Við fjölskyldan eru rosalega mikið ein með þetta vandamál. Ég sagði ekki einu sinni vinkonum mínum frá þessu og þetta gerði allt svo miklu erfiðara. Að reyna fela þetta á meðan maður er að standa í svona miklum erfileikum.“ Móðir Bjarkar féll frá fyrir tveimur árum síðan og var Björk í vandræðum með að syrgja hana eins og hún segir sjálf frá. „Auðvitað er auðveldara að tala um þetta þá. Ég upplifði ótrúlega undarlega sorg þegar hún fellur frá vegna þess að maður er að syrgja móður sína og allir elska mömmu sína. Maður hafði upplifað bestu stundirnar með henni en líka þær verstu. Þá fer eitthvað ferli í gang sem ég var ekki undirbúin fyrir.“ Hún segir að samband sitt við móður sína hafi verið ákveðið ástar haturs samband.Björk með móður sinni á sínum tíma.„Þú elskar einhvern en samt er hann fyrir þér og truflar þig í lífi þínu. Svo fellur manneskjan frá og þá færðu rosalega mikið samviskubit yfir vondu tilfinningunum. Allt í einu er manneskjan ekki lengur til staðar og þú getur ekki gert þetta upp. Ég hefði viljað gera hlutina betur upp því hún fellur mjög skyndilega frá. Sem betur fer náði ég að vinna vel úr þessu.“ Hún segist eiga erfitt með að nefna ákveðin dæmi um erfitt samband sitt við móður sína. „Þau eru rosalega persónuleg og erfið en foreldrar mínir skilja þegar ég er um tvítugt. Þá erum við systkinin svolítið í þeirri stöðu að hugsa um hana. Ég sem eina stelpan, því ég á tvo eldri bræður, bitnaði þetta oft á mér því ég var í þessari daglegu umönnun. Ég held að hún hafi svolítið tekið út sína kergju á mér. Sem betur fer var hún stabíl síðustu sautján árin. Svona veikindi taka rosalegan toll á fólki. Þú getur ímyndað þér ef þú ert búinn að vera vondur við þá sem þú elskar mest hversu mikið samviskubit þú þarft að burðast með. Hún er af þeirri kynslóð sem vinnur ekkert endilega úr sinni reynslu.“ Þegar móðir hennar féll frá tóku við erfiðir tímar. „Það kom svolítið flatt upp á mig. Hún fellur mjög skyndilega frá og langt fyrir aldur fram og því var ég ekkert búin að undirbúa mig undir það. Að syrgja einhvern sem bæði var þér svona ofsalega góður og ofsalega vondur, þú ert eiginlega að syrgja tvær manneskjur. Bæði vantaði mig að gera hlutina betur upp við hana og mér fannst ég alltaf hafa tíma til þess. Ég hafði hugsað mér að gefa út bók um hennar líf. Ég hafði alveg tuttugu ár í mínum huga til þess. Svo er maður með samviskubit um að hafa hugsað neikvætt. Maður óskaði sér oft að þurfa ekki að standa í þessu og vera í þessari aðstöðu og vilja að mamma manns væri öðruvísi en hún er. Svo allt í einu er hún ekki lengur og þá situr maður eftir með rosalega vonda tilfinningu.“ Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira