Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Haukar 99-76 | Þór rúllaði yfir Hauka Axel Örn Sæmundsson í Icelandic Glacial-höllinni í Þorlákshöfn skrifar 10. mars 2019 20:45 vísir/bára Hér í kvöld mættust lið Þórs úr Þorlákshöfn og Hauka í 21.umferð Dominos deild karla. Þórsarar voru fyrir leik í 6.sæti deildarinnar með 22 stig á meðan að Haukarnir voru í 9.sæti með 16 stig að berjast fyrir sæti í úrslitakeppninni. Þórsarar töpuðu síðasta leik gegn Keflavík í naumum leik á meðan að Haukarnir töpuðu gegn Grindavík með 10 stigum. Fyrsti leikhluti fór fremur hægt af stað og var ekki mikið fyrir augað til að byrja með. Bæði lið voru að þreifa fyrir sér og voru að tapa boltanum frekar mikið. Þegar leið á seinni hluta leikhlutans þá gáfu Þórsarar rækilega í og náðu í 17 stiga forystu eftir fyrsta leikhluta 26-9. Haukarnir áttu mjög erfitt með frákastabaráttuna í fyrsta leikhluta en staðan var 20-6 í fráköstum eftir fyrsta leikhluta. Þórsarar héldu áfram að hamra járnið meðan það var heitt í öðrum leikhluta og keyrðu á gestina. Varnarleikur Hauka var ekki upp á marga fiska en staðan í hálfleik var 61-33 Þórsurum í vil. Leikur Hauka skánaði mikið í seinni hálfleik og fóru þeir aðeins að herða sig í vörninni en sóknarleikur Þórsara var gríðarlega góður í kvöld og náðu þeir alltaf að finna einhverjer lausnir. Munurinn var alltof mikill á liðunum fyrir Haukana til að ná Þórsurum aftur en lokatölur í Þorlákshöfn Þór 99-76 Haukar. Af hverju vann Þór? Þeir byrjuðu leikinn mikið betur og náðu sér í góða forystu snemma sem þeim tókst að halda út allan leikinn. Sóknarlega góðir en varnarlega frábærir. Þórsarar fengu mikið framlag frá mörgum leikmönnum hér í kvöld og voru heilt yfir góðir. Hverjir stóðu uppúr? Halldór Garðar var stigahæstur en hann endaði leikinn með 22 stig og var frábær. Stjórnar spili Þórsara vel og spilar góða vörn. Hvað gekk illa? Varnarleikur Hauka var skelfilegur í fyrri hálfleik og sömuleiðis frákastabaráttan. Þetta skánaði allt í seinni hálfleik en það dugði bara ekki til fyrir Haukana. Hvað gerist næst? Þórsarar spila við Val í síðustu umferðinni í deildinni á meðan að Haukar fá nágranna sína í Stjörnunni í heimsókn. Baldur Þór: Við fylgjum okkar gildum „Ánægður með að vinna, það var mikil orka og einbeiting í fyrri hálfleik. Varnarlega og vorum mjög hraðir sóknarlega og fengum mjög góð skot og kláruðum þetta í fyrri hálfleik svosem.“ Sagði Baldur Þór Ragnarsson þjálfari Þórs eftir sigur gegn Haukum í kvöld. Þórsarar leiddu í hálfleik með 28 stigum og litu hreinlega mjög vel út. Haukarnir réðu ekkert við sóknarleik heimamanna og áttu erfitt með að skora á þá. „Við hittum mjög vel og vorum að verjast mjög vel, vorum að þröngva þá í erfiðar stöður. Spiluðum góða transition vörn og það gekk allt upp.“ Það spiluðu margir leikmenn í Þórsliðinu í kvöld og skiluðu þeir allir fínum mínútum fyrir heimamenn. „Það er alltaf jákvætt að fá framlag frá mörgum mönnum, margir óeigingjarnir spilarar þarna sem mæta á allar æfingar og spila ekkert endilega rosalega mikið og gaman að geta gefið þeim tækifæri og þeir nýta það alltaf vel.“ Síðasti leikur Þórs í deildarkeppninni er gegn Val og er ljóst að Þórsarar munu hirða 6.sætið í deildinni. Þórsarar ætla að halda áfram að spila á því sem hefur gengið vel hjá þeim í vetur og koma vel gíraðir inn í úrslitakeppnina. „Við fylgjum okkar gildum og spilum vörn og sókn líkt og við höfum gert allt tímabilið“ Ívar Ásgrímsson: Við litum mjög illa út „Vorum slakir og Þórsararnir mjög góðir þannig þetta er bara svekkelsi.“ Sagði Ívar Ásgrímsson þjálfari Hauka eftir tap gegn Þór í kvöld. „Þeir ýttu okkur úr öllum aðgerðum og við lendum í öllum pikkum. Við ýttum þeim aldrei og eins og þú sérð þá skorum við annan leikin í röð í kringum 70 stig. Við brennum vítum og opnum lay-upum þannig að við erum bara búnir að vera slakir eftir þetta frí, það kom enginn tilbúinn.“ Fyrri hálfleikur var gríðarlega slæmur hjá Haukum bæði varnar sem og sóknarlega. Þeir tóku fá fráköst og voru að tapa boltanum mikið. „Við litum mjög illa út, ég hef engin svör. Við vorum ekki tilbúnir að leggja okkur fram, það er eins og allir innan liðsins drífa sig í frí.“ Haukar eiga einn leik eftir í deildinni en þeir spila við Stjörnuna á útivelli. Þeir þurfa nauðsynlega að vinna þann leik til að eiga séns á úrslitakeppnissæti. Hverju þurfa Haukar að breyta til að eiga séns? „Við þurfum að sýna metnað og þá sérstaklega varnarlega. Útlendingurinn okkar var ekki góður en hann kannski dettur niður með liðinu, svona heilt yfir höfum við bara verið frekar slakir. Við vorum ekki með nægilega líkamlega sterkt lið inná til að matcha þessa menn. Við erum með meidda menn en við höfum komist í gegnum veturinn þrátt fyrir meiðsli. Það er bara of stór biti fyrir okkur.“Kinu Rochford: Við vorum að smella í vörninni „Mér fannst við koma flottir inn í leikinn eftir leiðilegt tap í síðasta leik og við gerðum okkar.“ Sagði Kinu Rochford leikmaður Þórs Þ. eftir sigur gegn Haukum í kvöld. Eins og áður kom fram voru Þórsarar að stjórna leiknum allan leikinn og frábærir í fyrri hálfleik, Kinu var mjög ánægður með varnarleik sinna manna. „Raggi, Dóri, Nick og allir voru að hitta mjög vel og svo vorum við að smella í vörninni, ég er gríðarlega stoltur af varnarleik liðsins sérstaklega í fyrri hálfleik.“ Kinu mun nú spila í sinni fyrstu úrslitakeppni á Íslandi og var kappinn bjartsýnn og hlakkaði til að takast á við þá áskorun. „Ég hlakka mikið til íslenska playoffsins. Við ætlum að gera okkar allra besta og við erum að reyna að keppast um að vinna þetta, annars væri enginn tilgangur í þessu.“ Dominos-deild karla
Hér í kvöld mættust lið Þórs úr Þorlákshöfn og Hauka í 21.umferð Dominos deild karla. Þórsarar voru fyrir leik í 6.sæti deildarinnar með 22 stig á meðan að Haukarnir voru í 9.sæti með 16 stig að berjast fyrir sæti í úrslitakeppninni. Þórsarar töpuðu síðasta leik gegn Keflavík í naumum leik á meðan að Haukarnir töpuðu gegn Grindavík með 10 stigum. Fyrsti leikhluti fór fremur hægt af stað og var ekki mikið fyrir augað til að byrja með. Bæði lið voru að þreifa fyrir sér og voru að tapa boltanum frekar mikið. Þegar leið á seinni hluta leikhlutans þá gáfu Þórsarar rækilega í og náðu í 17 stiga forystu eftir fyrsta leikhluta 26-9. Haukarnir áttu mjög erfitt með frákastabaráttuna í fyrsta leikhluta en staðan var 20-6 í fráköstum eftir fyrsta leikhluta. Þórsarar héldu áfram að hamra járnið meðan það var heitt í öðrum leikhluta og keyrðu á gestina. Varnarleikur Hauka var ekki upp á marga fiska en staðan í hálfleik var 61-33 Þórsurum í vil. Leikur Hauka skánaði mikið í seinni hálfleik og fóru þeir aðeins að herða sig í vörninni en sóknarleikur Þórsara var gríðarlega góður í kvöld og náðu þeir alltaf að finna einhverjer lausnir. Munurinn var alltof mikill á liðunum fyrir Haukana til að ná Þórsurum aftur en lokatölur í Þorlákshöfn Þór 99-76 Haukar. Af hverju vann Þór? Þeir byrjuðu leikinn mikið betur og náðu sér í góða forystu snemma sem þeim tókst að halda út allan leikinn. Sóknarlega góðir en varnarlega frábærir. Þórsarar fengu mikið framlag frá mörgum leikmönnum hér í kvöld og voru heilt yfir góðir. Hverjir stóðu uppúr? Halldór Garðar var stigahæstur en hann endaði leikinn með 22 stig og var frábær. Stjórnar spili Þórsara vel og spilar góða vörn. Hvað gekk illa? Varnarleikur Hauka var skelfilegur í fyrri hálfleik og sömuleiðis frákastabaráttan. Þetta skánaði allt í seinni hálfleik en það dugði bara ekki til fyrir Haukana. Hvað gerist næst? Þórsarar spila við Val í síðustu umferðinni í deildinni á meðan að Haukar fá nágranna sína í Stjörnunni í heimsókn. Baldur Þór: Við fylgjum okkar gildum „Ánægður með að vinna, það var mikil orka og einbeiting í fyrri hálfleik. Varnarlega og vorum mjög hraðir sóknarlega og fengum mjög góð skot og kláruðum þetta í fyrri hálfleik svosem.“ Sagði Baldur Þór Ragnarsson þjálfari Þórs eftir sigur gegn Haukum í kvöld. Þórsarar leiddu í hálfleik með 28 stigum og litu hreinlega mjög vel út. Haukarnir réðu ekkert við sóknarleik heimamanna og áttu erfitt með að skora á þá. „Við hittum mjög vel og vorum að verjast mjög vel, vorum að þröngva þá í erfiðar stöður. Spiluðum góða transition vörn og það gekk allt upp.“ Það spiluðu margir leikmenn í Þórsliðinu í kvöld og skiluðu þeir allir fínum mínútum fyrir heimamenn. „Það er alltaf jákvætt að fá framlag frá mörgum mönnum, margir óeigingjarnir spilarar þarna sem mæta á allar æfingar og spila ekkert endilega rosalega mikið og gaman að geta gefið þeim tækifæri og þeir nýta það alltaf vel.“ Síðasti leikur Þórs í deildarkeppninni er gegn Val og er ljóst að Þórsarar munu hirða 6.sætið í deildinni. Þórsarar ætla að halda áfram að spila á því sem hefur gengið vel hjá þeim í vetur og koma vel gíraðir inn í úrslitakeppnina. „Við fylgjum okkar gildum og spilum vörn og sókn líkt og við höfum gert allt tímabilið“ Ívar Ásgrímsson: Við litum mjög illa út „Vorum slakir og Þórsararnir mjög góðir þannig þetta er bara svekkelsi.“ Sagði Ívar Ásgrímsson þjálfari Hauka eftir tap gegn Þór í kvöld. „Þeir ýttu okkur úr öllum aðgerðum og við lendum í öllum pikkum. Við ýttum þeim aldrei og eins og þú sérð þá skorum við annan leikin í röð í kringum 70 stig. Við brennum vítum og opnum lay-upum þannig að við erum bara búnir að vera slakir eftir þetta frí, það kom enginn tilbúinn.“ Fyrri hálfleikur var gríðarlega slæmur hjá Haukum bæði varnar sem og sóknarlega. Þeir tóku fá fráköst og voru að tapa boltanum mikið. „Við litum mjög illa út, ég hef engin svör. Við vorum ekki tilbúnir að leggja okkur fram, það er eins og allir innan liðsins drífa sig í frí.“ Haukar eiga einn leik eftir í deildinni en þeir spila við Stjörnuna á útivelli. Þeir þurfa nauðsynlega að vinna þann leik til að eiga séns á úrslitakeppnissæti. Hverju þurfa Haukar að breyta til að eiga séns? „Við þurfum að sýna metnað og þá sérstaklega varnarlega. Útlendingurinn okkar var ekki góður en hann kannski dettur niður með liðinu, svona heilt yfir höfum við bara verið frekar slakir. Við vorum ekki með nægilega líkamlega sterkt lið inná til að matcha þessa menn. Við erum með meidda menn en við höfum komist í gegnum veturinn þrátt fyrir meiðsli. Það er bara of stór biti fyrir okkur.“Kinu Rochford: Við vorum að smella í vörninni „Mér fannst við koma flottir inn í leikinn eftir leiðilegt tap í síðasta leik og við gerðum okkar.“ Sagði Kinu Rochford leikmaður Þórs Þ. eftir sigur gegn Haukum í kvöld. Eins og áður kom fram voru Þórsarar að stjórna leiknum allan leikinn og frábærir í fyrri hálfleik, Kinu var mjög ánægður með varnarleik sinna manna. „Raggi, Dóri, Nick og allir voru að hitta mjög vel og svo vorum við að smella í vörninni, ég er gríðarlega stoltur af varnarleik liðsins sérstaklega í fyrri hálfleik.“ Kinu mun nú spila í sinni fyrstu úrslitakeppni á Íslandi og var kappinn bjartsýnn og hlakkaði til að takast á við þá áskorun. „Ég hlakka mikið til íslenska playoffsins. Við ætlum að gera okkar allra besta og við erum að reyna að keppast um að vinna þetta, annars væri enginn tilgangur í þessu.“
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum