Farsælast að vera maður sjálfur Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 9. mars 2019 08:00 Salka Ýr, Ísbel, Bergur Þór og Erna á stóra sviði Borgarleikhússins. Það var mikið fjör hjá stelpunum þegar blaðamann leit í heimsókn. Fréttablaðið/Stefán Þrjár stelpur á aldrinum níu og tíu ára munu skipta með sér hlutverki Matthildar í samnefndum söngleik, þær Erna Tómasdóttir, Ísabel Dís Sheehan og Salka Ýr Ómarsdóttir. Þegar blaðamann ber að garði hafa þær torgað all nokkrum rjómabollum og hlaupa fullar af orku um stóra svið Borgarleikhússins, príla, hoppa, öskra og syngja. Þær voru valdar úr hópi 1.119 barna sem mættu í áheyrnarprufur fyrir tæpu ári. Auk þeirra leika sextán börn í sýningunni. Það yngsta er átta ára og það elsta tólf ára. Börnin hafa stundað stífar æfingar fyrir söngleikinn frá því í byrjun janúar og nú nálgast frumsýning, 15. mars er stóri dagurinn. Þó að í vikunni á undan verði forsýningar og generalprufa sem eru ekki síður teknar alvarlega. Blaðamaður gerði heiðarlega tilraun til þess að beisla rjómabolluorkuna og kynnast aðalleikkonunum betur og settist niður með þeim Ernu, Ísabel og Sölku Ýri ásamt leikstjóranum, Bergi Þór Ingólfssyni. Ísabel: Ég geng í Vesturbæjarskóla og er í fimmta bekk. Erna: Ég er níu ára gömul og er í Barnaskólanum í Reykjavík. Salka Ýr: Ég bý í Garðabæ og geng í Hofsstaðaskóla. Ég er líka í fimmta bekk. Bergur Þór: Ég er á þriðja bekk vanalega, úti í sal í Borgarleikhúsinu! Stelpurnar skella upp úr. Ísabel, það er fallegt nafn. Ísabel: Já, takk. Pabbi minn skírði mig Ísabel af því hann átti mótorhjól sem hét Ísabel. Hann er bandarískur. Söngleikurinn um Matthildi er byggður á samnefndri skáldsögu Roalds Dahl. Matthildur er bókelsk, leifturklár með ríkt ímyndunarafl. Foreldrar hennar eru hins vegar óheflaðir og yfirborðskenndir og sýna henni litla elsku en ægilegan yfirgang. Ísabel: Þetta er allt svo óréttlátt. Það eru eiginlega allir í kringum hana vondir við hana. Það eru fáeinir sem standa með henni. Erna: Foreldrunum er alveg sama um hversu frábær og klár hún er. Þeir eru sjálfir heimskir, mamman vill til dæmis frekar að stelpur hugsi um útlitið en að þær lesi bækur. Ísabel: Sagan um Matthildi snýst um að gefast ekki upp og vera sjálfstæð. Taka sitt pláss. Erna: Maður verður að vera maður sjálfur. Salka Ýr: Og ekki leyfa neinum að komast upp með að vera leiðinlegur við mann og fara illa með mann. Ef manni tekst vel að vera maður sjálfur þá gengur lífið bara miklu betur. Þið eruð búnar að æfa á hverjum degi frá því í janúar? Ísabel: Sumar æfingar hafa verið erfiðar en þær eru allar skemmtilegar. Erna: Mér finnst stundum eitthvað erfitt. En það er samt skemmtilegt. Og það er alls ekki langt í frumsýningu? Hvað segir leikstjórinn um frumsýninguna? Ísabel: Hann segir bara allt gott! Erna: Að vera Matthildur, vera maður sjálfur. Ekki að vera að spá í leikstjóranum á sviðinu. Ísabel: Bannað að hlýða leikstjóranum. Bergur Þór: Já, leikstjórinn segir að áhorfandinn sjái ef leikarinn er að hugsa um leikstjórann á sýningunni. Ef rödd leikstjórans er að tala við þig á sýningunni. Salka Ýr: Þá sjá þeir ekki Matthildi á sviðinu! Ísabel: Heldur leikara að leika Matthildi. Salka Ýr: Þau sjá leikara vera að hugsa um leikstjórann. Erna: Reyna að gera nákvæmlega það sem leikstjórinn segir. Bergur Þór: Þið eruð þrjár … Salka Ýr: Frábærar stúlkur. Bergur Þór: Ólíkar stúlkur. Þær hafa allar sitt fram að færa, hafa áhuga á misjöfnum hlutum. Þær hafa mismunandi bakgrunn, eiga ólík líf. Salka Ýr: Já, rétt hjá þér. Bergur: Þetta á vel við í dag. Eins og stelpurnar segja, við þurfum að segja frá ef eitthvað er rangt Við þurfum að læra að þiggja aðstoð ef hún er einhvers staðar til staðar. Þegar við verðum vör við rangindi og óréttlæti þá þurfum við að bregðast við því. Matthildur bregst við því á þann hátt að hún þróar með sér ofurkrafta. Matthildur segir satt, segir frá og lagar óréttlætið. Búið þið yfir ofurkröftum? Ísabel: Já eða sko nei. Erna: Nei engum ofurkröftum, sem ég veit um. Ísabel: Við erum að þróa þá, með því að leika í Matthildi. Erna: Við reyndum að finna sjötta skilningarvitið. Æfa það. Reyndum að loka fyrir öll hin skilningarvitin. Salka: En það var ekki hægt. Erna: En við náðum ekki að loka fyrir þau öll. Bergur: Til þess að geta þekkt fimm skilningarvit vorum við að reyna að finna út hvað sjötta skilningarvitið gæti verið. Salka Ýr: Við gætum sett sokka á hendurnar, haldið fyrir nefið og lokað fyrir augun. Bergur Þór: Og sett tunguna í poka. Stelpurnar hlæja og halda áfram að velta því fyrir sér hvernig þær gætu lokað á skilningarvitin fimm með nýstárlegum aðferðum. Lokaniðurstaðan er háheimspekileg og sú að það sé bara ekki hægt að útiloka tilfinninguna við að gera tilraunirnar. Bergur Þór: Það ber að taka fram að þessar æfingar voru ekki gerðar! Hafið þið önnur áhugamál en leiklist? Salka Ýr: Ég var í fimleikum. Frá tveggja ára aldri, ég stundaði líka ballett í nokkur ár. Erna: Ég var líka í ballett, líka í fimleikum og hef spilað á selló frá því ég var þriggja ára. Ég var líka í kór. Ég fer líka oft á myndlistarnámskeið og oft á sinfóníutónleika. Mér finnst gaman að lesa. Ísabel: Mér finnst líka gaman að lesa, ég var í djassballett og ballett og líka einu sinni í fimleikum. Hvað viljið þið gera þegar þið eruð orðnar stórar? Ísabel: Ég ætla að verða leikkona. Salka Ýr: Ég líka, ég ætla að verða leikkona. Erna: Ég ætla að verða fjöllistakona. Ég er hrifin af mörgum listgreinum og vil gera alls konar list. Birtist í Fréttablaðinu Leikhús Menning Tengdar fréttir Sjáðu fyrsta brotið úr söngleiknum Matthildur Borgarleikhúsið frumsýnir í dag fyrsta brotið úr söngleiknum Matthildur á Facebook en þar má sjá flutning á laginu Er ég verð stór úr stórsýningunni sem verður frumsýnd á Stóra sviðinu í mars. 11. desember 2018 13:00 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Þrjár stelpur á aldrinum níu og tíu ára munu skipta með sér hlutverki Matthildar í samnefndum söngleik, þær Erna Tómasdóttir, Ísabel Dís Sheehan og Salka Ýr Ómarsdóttir. Þegar blaðamann ber að garði hafa þær torgað all nokkrum rjómabollum og hlaupa fullar af orku um stóra svið Borgarleikhússins, príla, hoppa, öskra og syngja. Þær voru valdar úr hópi 1.119 barna sem mættu í áheyrnarprufur fyrir tæpu ári. Auk þeirra leika sextán börn í sýningunni. Það yngsta er átta ára og það elsta tólf ára. Börnin hafa stundað stífar æfingar fyrir söngleikinn frá því í byrjun janúar og nú nálgast frumsýning, 15. mars er stóri dagurinn. Þó að í vikunni á undan verði forsýningar og generalprufa sem eru ekki síður teknar alvarlega. Blaðamaður gerði heiðarlega tilraun til þess að beisla rjómabolluorkuna og kynnast aðalleikkonunum betur og settist niður með þeim Ernu, Ísabel og Sölku Ýri ásamt leikstjóranum, Bergi Þór Ingólfssyni. Ísabel: Ég geng í Vesturbæjarskóla og er í fimmta bekk. Erna: Ég er níu ára gömul og er í Barnaskólanum í Reykjavík. Salka Ýr: Ég bý í Garðabæ og geng í Hofsstaðaskóla. Ég er líka í fimmta bekk. Bergur Þór: Ég er á þriðja bekk vanalega, úti í sal í Borgarleikhúsinu! Stelpurnar skella upp úr. Ísabel, það er fallegt nafn. Ísabel: Já, takk. Pabbi minn skírði mig Ísabel af því hann átti mótorhjól sem hét Ísabel. Hann er bandarískur. Söngleikurinn um Matthildi er byggður á samnefndri skáldsögu Roalds Dahl. Matthildur er bókelsk, leifturklár með ríkt ímyndunarafl. Foreldrar hennar eru hins vegar óheflaðir og yfirborðskenndir og sýna henni litla elsku en ægilegan yfirgang. Ísabel: Þetta er allt svo óréttlátt. Það eru eiginlega allir í kringum hana vondir við hana. Það eru fáeinir sem standa með henni. Erna: Foreldrunum er alveg sama um hversu frábær og klár hún er. Þeir eru sjálfir heimskir, mamman vill til dæmis frekar að stelpur hugsi um útlitið en að þær lesi bækur. Ísabel: Sagan um Matthildi snýst um að gefast ekki upp og vera sjálfstæð. Taka sitt pláss. Erna: Maður verður að vera maður sjálfur. Salka Ýr: Og ekki leyfa neinum að komast upp með að vera leiðinlegur við mann og fara illa með mann. Ef manni tekst vel að vera maður sjálfur þá gengur lífið bara miklu betur. Þið eruð búnar að æfa á hverjum degi frá því í janúar? Ísabel: Sumar æfingar hafa verið erfiðar en þær eru allar skemmtilegar. Erna: Mér finnst stundum eitthvað erfitt. En það er samt skemmtilegt. Og það er alls ekki langt í frumsýningu? Hvað segir leikstjórinn um frumsýninguna? Ísabel: Hann segir bara allt gott! Erna: Að vera Matthildur, vera maður sjálfur. Ekki að vera að spá í leikstjóranum á sviðinu. Ísabel: Bannað að hlýða leikstjóranum. Bergur Þór: Já, leikstjórinn segir að áhorfandinn sjái ef leikarinn er að hugsa um leikstjórann á sýningunni. Ef rödd leikstjórans er að tala við þig á sýningunni. Salka Ýr: Þá sjá þeir ekki Matthildi á sviðinu! Ísabel: Heldur leikara að leika Matthildi. Salka Ýr: Þau sjá leikara vera að hugsa um leikstjórann. Erna: Reyna að gera nákvæmlega það sem leikstjórinn segir. Bergur Þór: Þið eruð þrjár … Salka Ýr: Frábærar stúlkur. Bergur Þór: Ólíkar stúlkur. Þær hafa allar sitt fram að færa, hafa áhuga á misjöfnum hlutum. Þær hafa mismunandi bakgrunn, eiga ólík líf. Salka Ýr: Já, rétt hjá þér. Bergur: Þetta á vel við í dag. Eins og stelpurnar segja, við þurfum að segja frá ef eitthvað er rangt Við þurfum að læra að þiggja aðstoð ef hún er einhvers staðar til staðar. Þegar við verðum vör við rangindi og óréttlæti þá þurfum við að bregðast við því. Matthildur bregst við því á þann hátt að hún þróar með sér ofurkrafta. Matthildur segir satt, segir frá og lagar óréttlætið. Búið þið yfir ofurkröftum? Ísabel: Já eða sko nei. Erna: Nei engum ofurkröftum, sem ég veit um. Ísabel: Við erum að þróa þá, með því að leika í Matthildi. Erna: Við reyndum að finna sjötta skilningarvitið. Æfa það. Reyndum að loka fyrir öll hin skilningarvitin. Salka: En það var ekki hægt. Erna: En við náðum ekki að loka fyrir þau öll. Bergur: Til þess að geta þekkt fimm skilningarvit vorum við að reyna að finna út hvað sjötta skilningarvitið gæti verið. Salka Ýr: Við gætum sett sokka á hendurnar, haldið fyrir nefið og lokað fyrir augun. Bergur Þór: Og sett tunguna í poka. Stelpurnar hlæja og halda áfram að velta því fyrir sér hvernig þær gætu lokað á skilningarvitin fimm með nýstárlegum aðferðum. Lokaniðurstaðan er háheimspekileg og sú að það sé bara ekki hægt að útiloka tilfinninguna við að gera tilraunirnar. Bergur Þór: Það ber að taka fram að þessar æfingar voru ekki gerðar! Hafið þið önnur áhugamál en leiklist? Salka Ýr: Ég var í fimleikum. Frá tveggja ára aldri, ég stundaði líka ballett í nokkur ár. Erna: Ég var líka í ballett, líka í fimleikum og hef spilað á selló frá því ég var þriggja ára. Ég var líka í kór. Ég fer líka oft á myndlistarnámskeið og oft á sinfóníutónleika. Mér finnst gaman að lesa. Ísabel: Mér finnst líka gaman að lesa, ég var í djassballett og ballett og líka einu sinni í fimleikum. Hvað viljið þið gera þegar þið eruð orðnar stórar? Ísabel: Ég ætla að verða leikkona. Salka Ýr: Ég líka, ég ætla að verða leikkona. Erna: Ég ætla að verða fjöllistakona. Ég er hrifin af mörgum listgreinum og vil gera alls konar list.
Birtist í Fréttablaðinu Leikhús Menning Tengdar fréttir Sjáðu fyrsta brotið úr söngleiknum Matthildur Borgarleikhúsið frumsýnir í dag fyrsta brotið úr söngleiknum Matthildur á Facebook en þar má sjá flutning á laginu Er ég verð stór úr stórsýningunni sem verður frumsýnd á Stóra sviðinu í mars. 11. desember 2018 13:00 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Sjáðu fyrsta brotið úr söngleiknum Matthildur Borgarleikhúsið frumsýnir í dag fyrsta brotið úr söngleiknum Matthildur á Facebook en þar má sjá flutning á laginu Er ég verð stór úr stórsýningunni sem verður frumsýnd á Stóra sviðinu í mars. 11. desember 2018 13:00