Leik lokið: Ísland - Portúgal 91-67 | Fullkomin kveðjustund í Höllinni Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. febrúar 2019 21:45 Hlynur og Jón Arnór spila sinn síðasta leik í kvöld. vísir/bára Ísland lenti í engum vandræðum með Portúgal er liðin mættust í forkeppni EM 2021 í Laugardalshöllinni í kvöld. Leikurinn var jafnframt kveðjuleikur Hlyns Bæringssonar og Jóns Arnórs Stefánssonar en lokatölur urðu 91-67 sigur Íslands. Fyrir leikinn var ljóst að Ísland kæmist ekki upp úr þessum hluta forkeppninnar en nú fer liðið í þriðju forkeppnina um möguleika á að tryggja sér sæti á EM 2021. Sú forkeppni fer fram í ágúst. Leiknum verður klárlega minnst um ókomna tíð enda tveir af ástsælustu leikmönnum íslenska körfuboltans að leggja landsliðsskóna á hilluna. Bekkurinn var þéttsetinn í Laugardalshöllinni í kvöld og piltunum þakkað fyrir þeirra frábæra framlag til landsliðsins. Það var áræðni og barátta í leik íslenska liðsins frá upphafi leiksins. Þeir voru vel með á nótunum og komust í 7-2. Þar var tóninn lagður. Þristarnir voru að fara niður og Haukur Helgi Pálsson var funheitur í upphafi leiksins. Ísland leiddi 28-27 eftir fyrsta leikhlutann. Svipað var uppi á teningnum í öðrum leikhlutanum. Strákarnir voru vel með mótiveraðir. Þeir létu boltann rúlla vel í sóknarleiknum og átta leikmenn voru komnir á blað í hálfleik. Einnig voru allir tólf leikmennirnir á skýrslu búnir að koma við sögu en Ísland leiddi 50-35 í hálfleik. Í síðari hálfleiknum var svipað uppi á teningnum. Strákarnir okkur voru að hita vel, algjörlega frábær barátta og leikuur liðsins var í raun algjörlega frábær á öllum vígstöðvum. Margir sem lögðu hönd á plóg en að endingu unnu íslensku strákarnir með 24 stigum, 91-67. Í sínum síðasta landsleik var það Jón Arnór sem var stigahæstur í íslenska liðinu en hann skoraði sautján stig. Næstur kom Haukur Helgi með fimmtán stig. Hlynur Bæringsson endaði frákastahæstur í íslenska liðinu, einnig í sínum síðasta landsleik, en hann tók tólf fráköst. Íslenski körfuboltinn
Ísland lenti í engum vandræðum með Portúgal er liðin mættust í forkeppni EM 2021 í Laugardalshöllinni í kvöld. Leikurinn var jafnframt kveðjuleikur Hlyns Bæringssonar og Jóns Arnórs Stefánssonar en lokatölur urðu 91-67 sigur Íslands. Fyrir leikinn var ljóst að Ísland kæmist ekki upp úr þessum hluta forkeppninnar en nú fer liðið í þriðju forkeppnina um möguleika á að tryggja sér sæti á EM 2021. Sú forkeppni fer fram í ágúst. Leiknum verður klárlega minnst um ókomna tíð enda tveir af ástsælustu leikmönnum íslenska körfuboltans að leggja landsliðsskóna á hilluna. Bekkurinn var þéttsetinn í Laugardalshöllinni í kvöld og piltunum þakkað fyrir þeirra frábæra framlag til landsliðsins. Það var áræðni og barátta í leik íslenska liðsins frá upphafi leiksins. Þeir voru vel með á nótunum og komust í 7-2. Þar var tóninn lagður. Þristarnir voru að fara niður og Haukur Helgi Pálsson var funheitur í upphafi leiksins. Ísland leiddi 28-27 eftir fyrsta leikhlutann. Svipað var uppi á teningnum í öðrum leikhlutanum. Strákarnir voru vel með mótiveraðir. Þeir létu boltann rúlla vel í sóknarleiknum og átta leikmenn voru komnir á blað í hálfleik. Einnig voru allir tólf leikmennirnir á skýrslu búnir að koma við sögu en Ísland leiddi 50-35 í hálfleik. Í síðari hálfleiknum var svipað uppi á teningnum. Strákarnir okkur voru að hita vel, algjörlega frábær barátta og leikuur liðsins var í raun algjörlega frábær á öllum vígstöðvum. Margir sem lögðu hönd á plóg en að endingu unnu íslensku strákarnir með 24 stigum, 91-67. Í sínum síðasta landsleik var það Jón Arnór sem var stigahæstur í íslenska liðinu en hann skoraði sautján stig. Næstur kom Haukur Helgi með fimmtán stig. Hlynur Bæringsson endaði frákastahæstur í íslenska liðinu, einnig í sínum síðasta landsleik, en hann tók tólf fráköst.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti