Lífið

Til­finninga­þrunginn flutningur Gaga og Cooper á Shall­ow einn af há­punktum Óskarsins

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Lady Gaga og Bradley Cooper við píanóið á Óskarsverðlaununum í nótt.
Lady Gaga og Bradley Cooper við píanóið á Óskarsverðlaununum í nótt. vísir/getty
Margir biðu með eftirvæntingu eftir flutningi þeirra Lady Gaga og Bradley Cooper á laginu Shallow úr myndinni A Star is Born á Óskarsverðlaununum í nótt.

Lagið, sem notið hefur gríðarlegra vinsælda undanfarið, hlaut Óskarinn sem besta frumsamda lagið en venja er að þau lög sem tilnefnd eru í þeim flokki séu flutt á verðlaunahátíðinni.





Óhætt er að segja að tilfinningaþrunginn flutningur þeirra Gaga og Cooper hafi vakið athygli, ekki hvað síst fyrir hversu mikil nánd var á milli þeirra og hversu nálæg myndavélin var þeim undir lok lagsins.

Er flutningnum meðal annars lýst í erlendum fjölmiðlum sem hápunkti Óskarsins en gestir hátíðarinnar stóðu ekki bara einu sinni upp fyrir þeim Gaga og Cooper að flutningi loknum og klöppuðu þeim lof í lófa heldur tvisvar.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×