Lífið

Rami Malek snerti hjörtu heimsbyggðarinnar með fallegri ræðu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Malek talaði fallega til Lucy Boynton.
Malek talaði fallega til Lucy Boynton.
Leikarinn Rami Malek hlaut Óskarsverðlaun fyrir frammistöðu sína sem Freddie Mercury í Bohemian Rhapsody og vann hann verðlaunin fyrir besta leikarann í aðalhlutverki.

Malek er fyrstu kynslóða innflytjandi í Bandaríkjunum og fæddust báðir foreldrar hans í Egyptalandi. Þetta var fyrsta tilnefning Malek til Óskars á ferlinum og því fyrsti Óskarinn.

„Guð minn góður. Mamma er einhverstaðar hérna inni. Vá hvað ég elska þig.“

Svona hófst þakkaræða Rami Malek í nótt og má með sanni segja að hann hafi verið sáttur við sigurinn.

„Pabbi minn hefur ekki getað fylgst  með mér í öllu þessu ferli en ég veit að hann er að horfa niður á mig að himnum ofan,“ sagði Malek sem þakkaði öllum þeim sem hjálpuðu honum að fá hlutverkið sem Freddie Mercury.

„Ég var kannski ekki augljósa valið í þetta hlutverk, en það virðist hafa virkað,“ sagði Malek og uppskar hlátur fyrir vikið.

„Við bjuggum til kvikmynd um samkynhneigðan mann sem var einnig innflytjandi en hann lifði lífi sínu algjörlega sem hann sjálfur. Ég er sjálfur sonur innflytjenda frá Egyptalandi og það er bara verið að skrifa hluta úr minni sögu núna. Ég mun varðveita þessa minningu það sem eftir er af ævi minni. Lucy Boynton, þú er hjartað í þessari mynd og þú ert ótrúlega hæfileikarík. Þú hefur stolið hjarta mínu,“ sagði Malek að lokum en hann og Boynton léku saman í Bohemian Rhapsody og hófu í kjölfarið ástarsamband.

Hér að neðan má sjá ræðu Malek.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×