Lífið

Appelsínusalat með lárperu og granatepli

Hollt og gott salat.
Hollt og gott salat.

Æðislegt salat sem hægt er að borða eitt og sér eða hafa með kjúklingi. Uppskriftin miðast við fjóra.

100 g spínat

2 appelsínur

2 blóðappelsínur

1 lárpera

1 dl granateplakjarnar

1 rauðlaukur

Fetaostur

Dressing

1 msk. valmúafræ

1 msk. Dijon-sinnep

1 msk. hunang, fljótandi

1 msk. sítrónusafi

3 msk. ólífuolía

Salt og pipar

Ristið valmúafræin á þurri pönnu en það gefur þeim enn meira bragð. Hrærið saman allt annað sem á að fara í dressinguna. Bragðbætið með salti og pipar.

Takið börkinn af appelsínunum og skerið í sneiðar. Takið lárperuna úr hýðinu og skerið í sneiðar. Skerið laukinn sömuleiðis í sneiðar.

Setjið spínat á disk og raðið appelsínum, rauðlauk og lárperu yfir. Því næst er rauðlauk dreift yfir ásamt fetaosti og granateplakjarna. Dreifið salatdressingunni yfir í lokin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.