Góðgæti fyrir standandi gesti Brynhildur Björnsdóttir skrifar 26. febrúar 2019 18:00 Marineruð kjúklingaspjót með kryddmajónesi. Snorri Victor Gylfason, yfirkokkur á Vox, gefur hér uppskriftir að nokkrum gómsætum fermingarréttum sem henta vel til að borða í veislum þar sem ekki er endilega sæti fyrir alla. Það hentar ekki öllum að hafa sitjandi borðhald og því geta fylgt ýmsir kostir að hafa gesti standandi í fermingarveislum. Þannig spjallar fólk meira saman og hópurinn blandast betur. Veitingarnar geta líka sem best verið sniðnar að þessu fyrirkomulagi, eins og til dæmis þessir dýrindis réttir sem Snorri hjá Vox hefur sett saman og gefur hér uppskriftir að. Arachini-bollurnar eru gómsætar með góðri pastasósu. Arachini-bollur 400 g bygg 500 g kjúklingasoð 100 g rjómi 1 stk. skalottlaukur 1 stk. hvítlauksgeiri 1 dl hvítvin eða edik 200 g parmesan-ostur 200 g brauðraspur 100 g eggjarauður 100 g hveiti Skolið byggið með köldu vatni. Hitið olíu í potti og steikið byggið þar til það er kominn smá litur á það. Bætið þá fínt söxuðum lauk og hvítlauk við og látið malla með. Hellið ediki eða víni yfir og sjóðið niður. Bætið kjúklingasoði við í litlum skömmtum og látið sjóða niður á milli. Bætið við rjóma og sjóðið þar til byggottóið er orðið þykkt. Bætið fínrifnum parmesan saman við. Kælið byggið niður, gerið svo litlar kúlur og frystið. Þegar á að bera fram kúlurnar er þeim fyrst velt upp úr hveiti, svo eggjarauðu og þar næst brauðraspi og endurtakið tvisvar sinnum. Djúpsteikið síðan á 180°C þar til þær eru gullinbrúnar. Þessar bollur er gott að bera fram með pastasósu. Þessi litlu rækjutakó eru einstaklega handhæg og bragðgóð í veisluna. Mjúkt takó 250 g tígrisrækjur 100 g arabiata tómatsósa 100 g piparrót 100 g rauðlaukur sýrður í blöndu sem er 100 ml vatn, 100 g sykur og 100 ml edik 3 stk. vorlaukur 20 stk. lítil taco brauð 200 g hrásalat Rífið piparrótina út í hrásalatið. Steikið rækjurnar og veltið upp úr tómatsósunni. Skerið rauðlaukinn í sneiðar og hellið ediksleginum yfir, látið bíða 15 mínútur. Skerið vorlaukinn smátt niður og raðið svo öllu saman í takóbrauðin. Kjúklingaspjót Marinering 1 þumall ferskur engifer 200 ml sojasósa 2 geirar hvítlaukur 200 ml sushi-edik 25 g shiracha eða sambal 250 g kjúklingalæri (u.þ.b. þrír bitar úr hverju læri) 50 g sesamfræ 200 ml hotspot teriaki-sósa 50 g ferskur kóríander 150 ml kryddmajónes Marinerið kjúklinginn í um 30 mín. og eldið hann þá í ofni við 250°C í 15-20 mín. Skerið lærin í þrennt, setjið á spjót og hellið sesamfræjum, teriaki og kóríander yfir. Berið fram með kryddmajónesi. Birtist í Fréttablaðinu Kjúklingur Taco Uppskriftir Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Sjá meira
Snorri Victor Gylfason, yfirkokkur á Vox, gefur hér uppskriftir að nokkrum gómsætum fermingarréttum sem henta vel til að borða í veislum þar sem ekki er endilega sæti fyrir alla. Það hentar ekki öllum að hafa sitjandi borðhald og því geta fylgt ýmsir kostir að hafa gesti standandi í fermingarveislum. Þannig spjallar fólk meira saman og hópurinn blandast betur. Veitingarnar geta líka sem best verið sniðnar að þessu fyrirkomulagi, eins og til dæmis þessir dýrindis réttir sem Snorri hjá Vox hefur sett saman og gefur hér uppskriftir að. Arachini-bollurnar eru gómsætar með góðri pastasósu. Arachini-bollur 400 g bygg 500 g kjúklingasoð 100 g rjómi 1 stk. skalottlaukur 1 stk. hvítlauksgeiri 1 dl hvítvin eða edik 200 g parmesan-ostur 200 g brauðraspur 100 g eggjarauður 100 g hveiti Skolið byggið með köldu vatni. Hitið olíu í potti og steikið byggið þar til það er kominn smá litur á það. Bætið þá fínt söxuðum lauk og hvítlauk við og látið malla með. Hellið ediki eða víni yfir og sjóðið niður. Bætið kjúklingasoði við í litlum skömmtum og látið sjóða niður á milli. Bætið við rjóma og sjóðið þar til byggottóið er orðið þykkt. Bætið fínrifnum parmesan saman við. Kælið byggið niður, gerið svo litlar kúlur og frystið. Þegar á að bera fram kúlurnar er þeim fyrst velt upp úr hveiti, svo eggjarauðu og þar næst brauðraspi og endurtakið tvisvar sinnum. Djúpsteikið síðan á 180°C þar til þær eru gullinbrúnar. Þessar bollur er gott að bera fram með pastasósu. Þessi litlu rækjutakó eru einstaklega handhæg og bragðgóð í veisluna. Mjúkt takó 250 g tígrisrækjur 100 g arabiata tómatsósa 100 g piparrót 100 g rauðlaukur sýrður í blöndu sem er 100 ml vatn, 100 g sykur og 100 ml edik 3 stk. vorlaukur 20 stk. lítil taco brauð 200 g hrásalat Rífið piparrótina út í hrásalatið. Steikið rækjurnar og veltið upp úr tómatsósunni. Skerið rauðlaukinn í sneiðar og hellið ediksleginum yfir, látið bíða 15 mínútur. Skerið vorlaukinn smátt niður og raðið svo öllu saman í takóbrauðin. Kjúklingaspjót Marinering 1 þumall ferskur engifer 200 ml sojasósa 2 geirar hvítlaukur 200 ml sushi-edik 25 g shiracha eða sambal 250 g kjúklingalæri (u.þ.b. þrír bitar úr hverju læri) 50 g sesamfræ 200 ml hotspot teriaki-sósa 50 g ferskur kóríander 150 ml kryddmajónes Marinerið kjúklinginn í um 30 mín. og eldið hann þá í ofni við 250°C í 15-20 mín. Skerið lærin í þrennt, setjið á spjót og hellið sesamfræjum, teriaki og kóríander yfir. Berið fram með kryddmajónesi.
Birtist í Fréttablaðinu Kjúklingur Taco Uppskriftir Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Sjá meira