Metro Exodus: Skemmtilegur en ekki gallalaus leikur Samúel Karl Ólason skrifar 26. febrúar 2019 12:00 Artyom og aðrir vinir hans úr Spartan-Rangers ferðast um Rússland á gamalli lest. Vísir/4A Games Þriðji leikur Metro seríunnar færir söguna úr neðanjarðarlestarkerfi Moskvu og þvert yfir allt Rússland. Eins og þeir sem hafa spilað fyrri leikina vita, þá dóu flestir íbúar jarðarinnar. Íbúar neðanjarðarlestarkerfis Moskvu hafa í tuttugu ár talið sig vera þá einu sem lifðu af en nú reynist að það er svo sannalega ekki rétt. Metro Exodus gerist ekki í umræddu lestarkerfi eins og fyrri leikirnir. Heldur víðs vegar um Rússland og er talsverð breyting þar á. Framleiðendum leiksins, 4A Games, hefur tekist að færa Metro í opin heim, án þess þó að tapa anda Metro-leikjanna.Metro Exodus byrjar á því að Artyom, hin mállausa söguhetja fyrri leikjanna, hættir lífi og limum til að reyna að ná sambandi við umheiminn. Í rúm tuttugu ár hefur hann og aðrir íbúar neðanjarðarlestakerfis Moskvu staðið í þeirri trú að þau séu þau einu sem lifðu af en Artyom efast nú um að svo geti í raun verið. Það reynist rétt hjá honum og Artyom og félagar hans ferðast um Rússland á lest í leit að nýju heimili. Hver viðkomustaður Artyom og félaga er stórt opið svæði þar sem spilarar geta nálgast verkefni Artyom eftir eigin höfði. Það hentar leiknum mjög vel en fyrri leikirnir voru mun línulegri en Exodus. Það er ef til vill undarlegt að segja það en Rússland lítur mjög vel út eftir kjarnorkustyrjöld. Fyrsta borð leiksins gerist til dæmis við Volgu, þar sem maður þarf að ferðast mikið um á bát og forðast stökkbreyttar rækjur eða humra, sem eru sífellt að reyna að éta þig. Þar er nóg af skrímslum að finna sem eru meira á ferðinni á næturnar og mönnum, bæði vondum og mis-góðum. Hvernig maður spilar leikinn hefur svo áhrif á hvernig íbúar heimsins koma fram við þig. Metro-leikirnir hafa alltaf einkennst af tiltekinni spennu og sérstöku andrúmslofti. Því er haldið vel við í Exodus. Þetta er ekki hasrleikur þar sem maður hleypur um og stútar öllu sem á vegi manns verður en þess í stað þarf maður að laumast um og jafnvel hörfa ef maður lendir í vandræðum eða sér óvini sem manni lýst ekki á. Þá þarf maður að setja upp gasgrímu þegar Artyom kemur að mikilli geislavirkni, eiturgufum eða jafnvel slæmu veðri. Hvert svæði leiksins er mjög vel hannað og skapar tiltekið andrúmsloft í anda Metro. Þá hef ég oft falið mig á bakvið kassa eða eitthvað annað til að hlusta á samtöl persóna leiksins. Þær eiga sér mismunandi sögur og þessi samtöl geta verið æðisleg.Þar sem þessi leikur gerist eftir heimsendi er mikilvægt fyrir spilara að verja tíma í að finna hluti sem þeir geta notað til að betrumbæta búnað Artyom, gera fleiri byssukúlur og margt fleira. Einnig er hægt að fara á sérstaklega hættulega staði þar sem skrímsli og vondir menn halda til og finna þar uppfærslur á vopnum og klæðnaði Artyom. Þessa hluti er hægt að nota til að breyta vopnum Artyom eftir hentugleika. Þegar sólin sest getur maður opnað bakpoka og sett nætursjónauka og hljóðdeyfi á riffil svo eitthvað sé nefnt. Þetta felur líka í sér að maður getur ekki skotið út í loftið eins og brjálæðingur. Maður þarf ávalt að huga að því hvað maður á mikið af skotum og súrefni þegar maður tekur að sér eitthvað tiltekið verkefni. Þetta bætir spennu við leikinn og fær mann til að hugsa út í það sem maður er að gera, bíða eftir réttu færunum og vanda sig. Sem er jákvætt. Það er ekkert kort í horni skjásins þar sem þú getur séð hvar vondu karlarnir eru og hvert þú ert að fara. Metro Exodus heldur lítið sem ekkert í hendurnar á manni og spilarar þurfa reglulega að taka upp kort í leiknum til að skoða sig um. Það er skemmtileg viðbót sem bætir andrúmsloftið. Ég gæti reyndar verið farinn að lifa mig allt of mikið inn í þennan leik.Söguheimur Metro Exodus er einkar vel útfærður.Vísir/4A GamesArtyom er mállaus eins og áður, nema í byrjun borða. Þá heyrum við rödd Artyom þar sem hann lýsir hver staðan er á þeim tímapunkti. Persónulega, þá þykir mér mállausar söguhetjur óþolandi og vera barn síns tíma. Á einum stað í leiknum gekk ég að vini Artyom sem sagði mér að fara að tala við annan mann og fá hann til að skipta um skoðun. Ég gekk þá að þeim manni sem sagði mér að setjast niður. Hann byrjaði svo að tala og talaði lengi. Án þess að Artyom sagði eitt orð skipti maðurinn um skoðun og sagði mér að hypja mér. Ég fór og gekk aftur að fyrsta manninum, sem sagði mér að ég hefði staðið mig einstaklega vel í því að fá hinn að skipta um skoðun. Þetta er algjört rugl. Sérstaklega með tilliti til þess að framleiðendur leiksins fengu leikara til að ljá Artyom rödd sína. Sömuleiðis eru félagar Artyom endalaust að tala við hann í talstöð án þess að hann svari þeim. „Er allt í lagi Artyom? Við erum að tapa merkinu frá þér,“ er eitthvað sem þeir virðast segja reglulega. Í stað þess að segja: „Já, ég er góður,“ eða eitthvað slíkt, segir Artyom ekki neitt. Svo loks þegar maður kemst aftur á yfirborðið eru allir voðalega hissa á því að Artyom sé á lífi og skamma hann fyrir að hafa gert þau hrædd. Þegar ég hugsa um það er Artyom kannski ekki mállaus. Kannski er hann bara drullusokkur sem er alveg sama um tilfinningar eiginkonu sinnar og félaga. Gæti verið.Sama hvert Artyom fer, þar eru einhver skrímsli að reyna að éta hann.Vísir/4A GamesGrafík leiksins er frábær og hann hefur verið að láta þrívíddarkortið mitt finna fyrir því. Það hefur mikil vinna farið í að skapa heima Metro Exodus og maður fær á tilfinninguna að það hafi verið gert af mikilli alúð. Hljóðið er sömuleiðis mjög vel gert en það var í rauninni það fyrsta sem ég tók eftir þegar ég byrjaði að spila leikinn. Þá var ég í lestargöngum í Moskvu og maður heyrði fullt af ógnvænlegum hljóðum. Ég þurfti að taka upp kveikjara til að brenna köngulóarvef og þá skriðu fjöldinn allur af þessum kvikyndum yfir Artyom. Ég heyrði í skrímslum og það virtist sem þau væru að koma nær. Mér fannst þetta geggjuð byrjun á leik og ég mæli sérstaklega með að hann sé spilaður með heyrnartól.Samantekt-ish Ég er ekki búinn með Metro Exodus enn en hingað til hef ég skemmt mér konunglega. Ég óttast þó að sagan muni leysast upp í eitthvað kjaftæði, því hingað til hefur hún ekki verið upp á marga fiska. Þó persónurnar séu áhugaverðar og sagan hafi hingað til tekist að fanga mig, er hún mjög klisjukennd á köflum. Ég hef ekki rekist á neina galla af viti, fyrir utan einn þar sem ribbaldi hljóp um himininn í leit af mér. Ég horfði á hann svífa um af svo mikilli áfergju að annar ribbaldi hljóp upp að mér og skaut mig í andlitið með haglabyssu. Það var pirrandi en samt fyndið. Þá er gervigreind óvina Arytom ekkert til að hrópa húrra yfir. Stundum virðast þeir sjá mann í niðamyrkri úr langri fjarlægð og stundum getur maður nánast staðið á tánum á þeim án þess að þeir taki eftir neinu. Borða-hönnun, hljóð, grafík, andrúmsloft og margt fleira gerir Metro Exodus þó mjög aðlaðandi og sérstakan leik sem gaman er að spila. Fyrir mig allavega.Ég keypti leikinn og spilaði hann á PC. Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Þriðji leikur Metro seríunnar færir söguna úr neðanjarðarlestarkerfi Moskvu og þvert yfir allt Rússland. Eins og þeir sem hafa spilað fyrri leikina vita, þá dóu flestir íbúar jarðarinnar. Íbúar neðanjarðarlestarkerfis Moskvu hafa í tuttugu ár talið sig vera þá einu sem lifðu af en nú reynist að það er svo sannalega ekki rétt. Metro Exodus gerist ekki í umræddu lestarkerfi eins og fyrri leikirnir. Heldur víðs vegar um Rússland og er talsverð breyting þar á. Framleiðendum leiksins, 4A Games, hefur tekist að færa Metro í opin heim, án þess þó að tapa anda Metro-leikjanna.Metro Exodus byrjar á því að Artyom, hin mállausa söguhetja fyrri leikjanna, hættir lífi og limum til að reyna að ná sambandi við umheiminn. Í rúm tuttugu ár hefur hann og aðrir íbúar neðanjarðarlestakerfis Moskvu staðið í þeirri trú að þau séu þau einu sem lifðu af en Artyom efast nú um að svo geti í raun verið. Það reynist rétt hjá honum og Artyom og félagar hans ferðast um Rússland á lest í leit að nýju heimili. Hver viðkomustaður Artyom og félaga er stórt opið svæði þar sem spilarar geta nálgast verkefni Artyom eftir eigin höfði. Það hentar leiknum mjög vel en fyrri leikirnir voru mun línulegri en Exodus. Það er ef til vill undarlegt að segja það en Rússland lítur mjög vel út eftir kjarnorkustyrjöld. Fyrsta borð leiksins gerist til dæmis við Volgu, þar sem maður þarf að ferðast mikið um á bát og forðast stökkbreyttar rækjur eða humra, sem eru sífellt að reyna að éta þig. Þar er nóg af skrímslum að finna sem eru meira á ferðinni á næturnar og mönnum, bæði vondum og mis-góðum. Hvernig maður spilar leikinn hefur svo áhrif á hvernig íbúar heimsins koma fram við þig. Metro-leikirnir hafa alltaf einkennst af tiltekinni spennu og sérstöku andrúmslofti. Því er haldið vel við í Exodus. Þetta er ekki hasrleikur þar sem maður hleypur um og stútar öllu sem á vegi manns verður en þess í stað þarf maður að laumast um og jafnvel hörfa ef maður lendir í vandræðum eða sér óvini sem manni lýst ekki á. Þá þarf maður að setja upp gasgrímu þegar Artyom kemur að mikilli geislavirkni, eiturgufum eða jafnvel slæmu veðri. Hvert svæði leiksins er mjög vel hannað og skapar tiltekið andrúmsloft í anda Metro. Þá hef ég oft falið mig á bakvið kassa eða eitthvað annað til að hlusta á samtöl persóna leiksins. Þær eiga sér mismunandi sögur og þessi samtöl geta verið æðisleg.Þar sem þessi leikur gerist eftir heimsendi er mikilvægt fyrir spilara að verja tíma í að finna hluti sem þeir geta notað til að betrumbæta búnað Artyom, gera fleiri byssukúlur og margt fleira. Einnig er hægt að fara á sérstaklega hættulega staði þar sem skrímsli og vondir menn halda til og finna þar uppfærslur á vopnum og klæðnaði Artyom. Þessa hluti er hægt að nota til að breyta vopnum Artyom eftir hentugleika. Þegar sólin sest getur maður opnað bakpoka og sett nætursjónauka og hljóðdeyfi á riffil svo eitthvað sé nefnt. Þetta felur líka í sér að maður getur ekki skotið út í loftið eins og brjálæðingur. Maður þarf ávalt að huga að því hvað maður á mikið af skotum og súrefni þegar maður tekur að sér eitthvað tiltekið verkefni. Þetta bætir spennu við leikinn og fær mann til að hugsa út í það sem maður er að gera, bíða eftir réttu færunum og vanda sig. Sem er jákvætt. Það er ekkert kort í horni skjásins þar sem þú getur séð hvar vondu karlarnir eru og hvert þú ert að fara. Metro Exodus heldur lítið sem ekkert í hendurnar á manni og spilarar þurfa reglulega að taka upp kort í leiknum til að skoða sig um. Það er skemmtileg viðbót sem bætir andrúmsloftið. Ég gæti reyndar verið farinn að lifa mig allt of mikið inn í þennan leik.Söguheimur Metro Exodus er einkar vel útfærður.Vísir/4A GamesArtyom er mállaus eins og áður, nema í byrjun borða. Þá heyrum við rödd Artyom þar sem hann lýsir hver staðan er á þeim tímapunkti. Persónulega, þá þykir mér mállausar söguhetjur óþolandi og vera barn síns tíma. Á einum stað í leiknum gekk ég að vini Artyom sem sagði mér að fara að tala við annan mann og fá hann til að skipta um skoðun. Ég gekk þá að þeim manni sem sagði mér að setjast niður. Hann byrjaði svo að tala og talaði lengi. Án þess að Artyom sagði eitt orð skipti maðurinn um skoðun og sagði mér að hypja mér. Ég fór og gekk aftur að fyrsta manninum, sem sagði mér að ég hefði staðið mig einstaklega vel í því að fá hinn að skipta um skoðun. Þetta er algjört rugl. Sérstaklega með tilliti til þess að framleiðendur leiksins fengu leikara til að ljá Artyom rödd sína. Sömuleiðis eru félagar Artyom endalaust að tala við hann í talstöð án þess að hann svari þeim. „Er allt í lagi Artyom? Við erum að tapa merkinu frá þér,“ er eitthvað sem þeir virðast segja reglulega. Í stað þess að segja: „Já, ég er góður,“ eða eitthvað slíkt, segir Artyom ekki neitt. Svo loks þegar maður kemst aftur á yfirborðið eru allir voðalega hissa á því að Artyom sé á lífi og skamma hann fyrir að hafa gert þau hrædd. Þegar ég hugsa um það er Artyom kannski ekki mállaus. Kannski er hann bara drullusokkur sem er alveg sama um tilfinningar eiginkonu sinnar og félaga. Gæti verið.Sama hvert Artyom fer, þar eru einhver skrímsli að reyna að éta hann.Vísir/4A GamesGrafík leiksins er frábær og hann hefur verið að láta þrívíddarkortið mitt finna fyrir því. Það hefur mikil vinna farið í að skapa heima Metro Exodus og maður fær á tilfinninguna að það hafi verið gert af mikilli alúð. Hljóðið er sömuleiðis mjög vel gert en það var í rauninni það fyrsta sem ég tók eftir þegar ég byrjaði að spila leikinn. Þá var ég í lestargöngum í Moskvu og maður heyrði fullt af ógnvænlegum hljóðum. Ég þurfti að taka upp kveikjara til að brenna köngulóarvef og þá skriðu fjöldinn allur af þessum kvikyndum yfir Artyom. Ég heyrði í skrímslum og það virtist sem þau væru að koma nær. Mér fannst þetta geggjuð byrjun á leik og ég mæli sérstaklega með að hann sé spilaður með heyrnartól.Samantekt-ish Ég er ekki búinn með Metro Exodus enn en hingað til hef ég skemmt mér konunglega. Ég óttast þó að sagan muni leysast upp í eitthvað kjaftæði, því hingað til hefur hún ekki verið upp á marga fiska. Þó persónurnar séu áhugaverðar og sagan hafi hingað til tekist að fanga mig, er hún mjög klisjukennd á köflum. Ég hef ekki rekist á neina galla af viti, fyrir utan einn þar sem ribbaldi hljóp um himininn í leit af mér. Ég horfði á hann svífa um af svo mikilli áfergju að annar ribbaldi hljóp upp að mér og skaut mig í andlitið með haglabyssu. Það var pirrandi en samt fyndið. Þá er gervigreind óvina Arytom ekkert til að hrópa húrra yfir. Stundum virðast þeir sjá mann í niðamyrkri úr langri fjarlægð og stundum getur maður nánast staðið á tánum á þeim án þess að þeir taki eftir neinu. Borða-hönnun, hljóð, grafík, andrúmsloft og margt fleira gerir Metro Exodus þó mjög aðlaðandi og sérstakan leik sem gaman er að spila. Fyrir mig allavega.Ég keypti leikinn og spilaði hann á PC.
Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira