Íslenski boltinn

HK þéttir raðirnar með miðverði

Anton Ingi Leifsson skrifar
Björn Berg handsalar samninginn ásamt Viktori Bjarka, aðstoðarþjálfara HK.
Björn Berg handsalar samninginn ásamt Viktori Bjarka, aðstoðarþjálfara HK. mynd/hk
Varnarmaðurinn Björn Berg Bryde er genginn í raðir HK frá Stjörnunni en hann kemur á láni út keppnistímabilið.

Björn gekk í raðir Stjörnunnar eftir síðasta keppnistímabilið en hann hafði leikið með Grindavík frá árinu 2012. Hann er þó uppalinn í FH.

Hann er 27 ára gamall varnarmaður en Guðmundur Þór Júlíusson mun ekki spila næsta sumar. Hann sleit krossband í hné í leik gegn FH á undirbúningstímabilinu.

HK er nýliði í Pepsi-deild karla en Brynjar Björn Gunnarsson er þjálfari liðsins. Þeim hefur ekki gengið vel í Lengjubikarnum og eru með eitt stig eftir leiki gegn Inkasso-liðunum Fjölni og Aftureldingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×