Veiði

Aðalfundur SVFR í dag

Karl Lúðvíksson skrifar
Aðalfundur SVFR er haldin í dag
Aðalfundur SVFR er haldin í dag
Aðalfundur Stangaveiðifélags Reykjavíkur er í dag en meginefni fundarins er kosning um þrjú sæti til stjórnar næstu tvö árin.

Utankjörfundarkosning hefur staðið yfir síðan á miðvikudaginn en henni er formlega lokið. Þeir félagsmenn sem vilja og eiga eftir að greiða atkvæði þurfa að gera það á Aðalfundinum í dag sem verður haldinn í Akogessalnum í Lágmúla 4, 3ju hæð og hefst kl. 17:30.

Dagskrá Aðalfundar er sem hér segir:

  1. Formaður setur fundinn
  2. Formaður minnist látinna félaga
  3. Formaður tilnefnir fundarstjóra
  4. Fundarstjóri skipar tvo fundarritara
  5. Inntaka nýrra félaga
  6. Formaður flytur skýrslu stjórnar
  7. Gjaldkeri les upp reikninga
  8. Framkvæmdastjóri kynnir rekstraráætlun 2018 – 2019
  9. Umræður um skýrslu og reikninga
  10. Reikningar bornir undir atkvæði
  11. Gjaldkeri ber fram tillögu um inntöku- og árgjöld
  12. Kynning og kosning formanns til eins árs
  13. Kynning og kosning frambjóðenda í stjórnarkjöri

    Kaffihlé
  1. Kosning þriggja stjórnarmanna
  2. Kosning tveggja skoðunarmanna og eins til vara til eins árs
  3. Kynning og kosning á fimm mönnum í fulltrúaráð til tveggja ára
  4. Lagabreytingartillögur
  5. Önnur mál
  6. Formaður flytur lokaorð
  7. Fundastjóri slítur fundi





×