Brá þegar hann sá líkindin milli Katrínar og Momo Jakob Bjarnar skrifar 27. febrúar 2019 17:11 Svo óheppilega vill til að teikningum skopmyndateiknarans snjalla, Halldórs Baldurssonar, svipar óneitanlega til hryllingsdúkkunnar Momo. Halldór Baldursson teiknari segir að sér hafi brugðið þegar honum var bent á líkindin milli teikninga hans af Katrínu Jakobsdóttur og hryllingsdúkkunnar Momo.Vísir greindi frá því í dag að á netinu væri á þvælingi fremur hrollvekjandi dúkka sem óprúttnir netverjar notuðu sérstaklega til að hrella börn og jafnvel fá til að vinna sjálfum sér og öðrum skaða. Málið hefur vakið heimsathygli enda sannarlega um óféti að ræða. Nema, á netinu hafa sumir orðið til þess að benda á ákveðin líkindi milli Moma, en svo heitir dúkkugerpið og svo teikninga hins ástsæla og snjalla skopmyndateiknara af Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra.Ekki Halldór sem stendur á bak við það að hrella börn „Já mér hálfbrá þegar ég sá þetta. Ég get samt alveg lofað þér því að það er ekki ég sem stend á bak við að hrella þessi börn,“ segir Halldór í samtali við Vísi. Halldór fellst fúslega á það að líkindin séu augljós.Halldóri var brugðið þegar hann áttaði sig á líkindunum á Katrínu eins og hún birtist í teikniningum hans og svo hryllingsdúkkunnar Momo.fbl/Anton BrinkHalldór er ekkert endilega á því að nú þegar þessi ófögnuður í líki dúkkunnar Momo er fyrirliggjandi þá setji það hann í klemmu. Þá að teknu tilliti til þess að Katrín er vitaskuld aðalleikarinn á hinum pólitíska sviði? „Ég þurfti aðeins að halda aftur af mér í dag. Auðvitað freistandi að fara með Katrínu alla leið inn í þennan karakter. Má það?“Skammaður fyrir að vera of vondur við Katrínu Nei, það má ekki. „Fólk hefur nú stundum skammað mig fyrir að vera vondur við Katrínu í þessum teikningum mínum. Já mörgum finnst hún ekki eiga þennan karakter skilið sem ég gef henni. Ég verð auðvitað að melta það núna þegar þessi tvífari þarna úti í heimi er orðinn aðal barnahrellirinn.“Þannig að, við megum búast við mýkri og geðþekkari Kötu í þínum teikningum eftir þessi ósköp?„Nei ég held ekki. Ég hef það bara ekki í mér að draga í land með hana. Hún þarf ekkert á því að halda enda augljóst gæðablóð. En mér finnst þessi tvífari bjóða upp á möguleika sem ég gæti átt erfitt með að standast.“ Myndlist Stj.mál Tengdar fréttir Hrollvekjandi brúða herjar á börn á netinu og hvetur þau til að skaða sig Dúkkan hvetur börnin til að bæta henni við á tengiliðalista þeirra á samskiptaforritinu WhatsApp þar sem hún herjar á þau með ofbeldisfullum myndum og áskorunum. 27. febrúar 2019 13:05 Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Fleiri fréttir Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Sjá meira
Halldór Baldursson teiknari segir að sér hafi brugðið þegar honum var bent á líkindin milli teikninga hans af Katrínu Jakobsdóttur og hryllingsdúkkunnar Momo.Vísir greindi frá því í dag að á netinu væri á þvælingi fremur hrollvekjandi dúkka sem óprúttnir netverjar notuðu sérstaklega til að hrella börn og jafnvel fá til að vinna sjálfum sér og öðrum skaða. Málið hefur vakið heimsathygli enda sannarlega um óféti að ræða. Nema, á netinu hafa sumir orðið til þess að benda á ákveðin líkindi milli Moma, en svo heitir dúkkugerpið og svo teikninga hins ástsæla og snjalla skopmyndateiknara af Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra.Ekki Halldór sem stendur á bak við það að hrella börn „Já mér hálfbrá þegar ég sá þetta. Ég get samt alveg lofað þér því að það er ekki ég sem stend á bak við að hrella þessi börn,“ segir Halldór í samtali við Vísi. Halldór fellst fúslega á það að líkindin séu augljós.Halldóri var brugðið þegar hann áttaði sig á líkindunum á Katrínu eins og hún birtist í teikniningum hans og svo hryllingsdúkkunnar Momo.fbl/Anton BrinkHalldór er ekkert endilega á því að nú þegar þessi ófögnuður í líki dúkkunnar Momo er fyrirliggjandi þá setji það hann í klemmu. Þá að teknu tilliti til þess að Katrín er vitaskuld aðalleikarinn á hinum pólitíska sviði? „Ég þurfti aðeins að halda aftur af mér í dag. Auðvitað freistandi að fara með Katrínu alla leið inn í þennan karakter. Má það?“Skammaður fyrir að vera of vondur við Katrínu Nei, það má ekki. „Fólk hefur nú stundum skammað mig fyrir að vera vondur við Katrínu í þessum teikningum mínum. Já mörgum finnst hún ekki eiga þennan karakter skilið sem ég gef henni. Ég verð auðvitað að melta það núna þegar þessi tvífari þarna úti í heimi er orðinn aðal barnahrellirinn.“Þannig að, við megum búast við mýkri og geðþekkari Kötu í þínum teikningum eftir þessi ósköp?„Nei ég held ekki. Ég hef það bara ekki í mér að draga í land með hana. Hún þarf ekkert á því að halda enda augljóst gæðablóð. En mér finnst þessi tvífari bjóða upp á möguleika sem ég gæti átt erfitt með að standast.“
Myndlist Stj.mál Tengdar fréttir Hrollvekjandi brúða herjar á börn á netinu og hvetur þau til að skaða sig Dúkkan hvetur börnin til að bæta henni við á tengiliðalista þeirra á samskiptaforritinu WhatsApp þar sem hún herjar á þau með ofbeldisfullum myndum og áskorunum. 27. febrúar 2019 13:05 Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Fleiri fréttir Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Sjá meira
Hrollvekjandi brúða herjar á börn á netinu og hvetur þau til að skaða sig Dúkkan hvetur börnin til að bæta henni við á tengiliðalista þeirra á samskiptaforritinu WhatsApp þar sem hún herjar á þau með ofbeldisfullum myndum og áskorunum. 27. febrúar 2019 13:05