Geislandi Meghan í Marokkó Elín Albertsdóttir skrifar 1. mars 2019 11:45 Sportklæðnaðurinn var tekinn fram þegar þau heimsóttu hestabúgarð en þar fer fram stuðningur við börn með sérþarfir. Hertogahjónin af Sussex, Harry prins og Meghan Markle, hafa undanfarna daga verið á ferðalagi um Marokkó. Meghan, sem á von á sínu fyrsta barni í lok apríl, blómstrar á meðgöngunni. Meghan var í fallegum kjól frá Dior, skreyttum steinum þegar hún heimsótti sendiherra Bretlands í Marokkó.Meghan Markle sem er 37 ára er sannarlega glæsileg og vekur hvarvetna athygli þar sem hún kemur ásamt eiginmanni sínum, Harry. Konungleg heimsókn hjónanna til Marokkó hófst á laugardag en það var krónprinsinn Moulay Hassan, 15 ára, sem tók á móti þeim. Svartur kjóll frá Loyd/Ford og hvítur jakki yfir. Meghan þykir alltaf einstaklega smekklega klædd og lætur óléttuna ekkert breyta því. Þarna eru þau hjón á leiðinni í heimsókn í Andalusian-garðinn í Marokkó.Harry og Meghan sátu glæsilegar veislur þar sem hún skartaði dýrindis hönnunarkjólum, meðal annars hjá konunginum, Mohammed VI. Einnig lá leið þeirra í barnaskóla þar sem þau heilsuðu upp á börnin og kennara þeirra. Þá heimsóttu þau þarlenda jafnréttisstofu sem berst fyrir jöfnum rétti kynjanna til náms.Hjónin voru bæði bláklædd þegar þau fóru í konunglega veislu hjá konungi Marokkó, Mohammed VI. Meghan var í kjól frá Carolina Herrera. Takið eftir bláu skónum hans sem eru í stíl við kjólinn hennar.Íbúar fögnuðu hjónunum hvar sem þau komu og veifuðu fánum. Þau virtust afslöppuð og hamingjusöm. Sautján ára gömul stúlka, Samira, gaf Meghan henna-tattú á hægri hönd til að fagna því að hún væri barnshafandi en það er siður í Marokkó. Tattúið á að færa barninu hamingju. Sumir hafa spurt hvort það sé í lagi fyrir konu komna þetta langt á leið að vera á slíku ferðalagi. Talsmaður hallarinnar segir að það sé í lagi að ferðast flugleiðis allt að 36. viku meðgöngu. Þetta er ekki fyrsta ferð Meghan á meðgöngunni því þau hjónin fóru í 16 daga konunglega ferð til Ástralíu, Nýja-Sjálands, Tonga og Fídjí í október. Þá fór Meghan til New York í síðustu viku til að hitta vinkonur sínar. Það má því með sanni segja að þetta séu annasamir dagar hjá hertogaynjunni. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Kóngafólk Marokkó Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Fleiri fréttir „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Sjá meira
Hertogahjónin af Sussex, Harry prins og Meghan Markle, hafa undanfarna daga verið á ferðalagi um Marokkó. Meghan, sem á von á sínu fyrsta barni í lok apríl, blómstrar á meðgöngunni. Meghan var í fallegum kjól frá Dior, skreyttum steinum þegar hún heimsótti sendiherra Bretlands í Marokkó.Meghan Markle sem er 37 ára er sannarlega glæsileg og vekur hvarvetna athygli þar sem hún kemur ásamt eiginmanni sínum, Harry. Konungleg heimsókn hjónanna til Marokkó hófst á laugardag en það var krónprinsinn Moulay Hassan, 15 ára, sem tók á móti þeim. Svartur kjóll frá Loyd/Ford og hvítur jakki yfir. Meghan þykir alltaf einstaklega smekklega klædd og lætur óléttuna ekkert breyta því. Þarna eru þau hjón á leiðinni í heimsókn í Andalusian-garðinn í Marokkó.Harry og Meghan sátu glæsilegar veislur þar sem hún skartaði dýrindis hönnunarkjólum, meðal annars hjá konunginum, Mohammed VI. Einnig lá leið þeirra í barnaskóla þar sem þau heilsuðu upp á börnin og kennara þeirra. Þá heimsóttu þau þarlenda jafnréttisstofu sem berst fyrir jöfnum rétti kynjanna til náms.Hjónin voru bæði bláklædd þegar þau fóru í konunglega veislu hjá konungi Marokkó, Mohammed VI. Meghan var í kjól frá Carolina Herrera. Takið eftir bláu skónum hans sem eru í stíl við kjólinn hennar.Íbúar fögnuðu hjónunum hvar sem þau komu og veifuðu fánum. Þau virtust afslöppuð og hamingjusöm. Sautján ára gömul stúlka, Samira, gaf Meghan henna-tattú á hægri hönd til að fagna því að hún væri barnshafandi en það er siður í Marokkó. Tattúið á að færa barninu hamingju. Sumir hafa spurt hvort það sé í lagi fyrir konu komna þetta langt á leið að vera á slíku ferðalagi. Talsmaður hallarinnar segir að það sé í lagi að ferðast flugleiðis allt að 36. viku meðgöngu. Þetta er ekki fyrsta ferð Meghan á meðgöngunni því þau hjónin fóru í 16 daga konunglega ferð til Ástralíu, Nýja-Sjálands, Tonga og Fídjí í október. Þá fór Meghan til New York í síðustu viku til að hitta vinkonur sínar. Það má því með sanni segja að þetta séu annasamir dagar hjá hertogaynjunni.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Kóngafólk Marokkó Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Fleiri fréttir „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Sjá meira