Konur sigursælar á Grammy-verðlaunahátíðinni Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. febrúar 2019 07:59 Kacey Musgraves, Lady Gaga og Dua Lipa voru á meðal helstu verðlaunahafa gærkvöldsins. Mynd/Samsett Kántrísöngkonan Kacey Musgraves, rapparinn Childish Gambino og poppstjarnan Lady Gaga voru sigursælust á bandarísku Grammy-verðlaunahátíðinni sem haldin var í 61. skipti í Los Angeles í gær. Musgraves og Gambino hrepptu hvort um sig fern verðlaun og Gaga þrenn. Fjölmiðlar vestanhafs segja hátíðina hafa einkennst af fjölbreytni, einkum sigrum tónlistarkvenna. Musgraves sópaði til sín verðlaunum í flokki kántrítónlistar og vann auk þess aðalverðlaun kvöldsins: Grammy-styttuna fyrir plötu ársins. Childish Gambino gerði sig gildandi í öðrum helstu flokkum hátíðarinnar en hann fékk verðlaunin fyrir bestu smáskífuna, besta lagið og besta tónlistarmyndbandið fyrir lag sitt This Is America. Gambino mætti ekki á hátíðina og var fjarvera hans afar áberandi í sjónvarpsútsendingunni.Alicia Keys var kynnir á Grammy-hátíðinni í gærkvöldi og þótti standa sig með stakri prýði.Getty/Kevin WinterLady Gaga vann svo til tveggja verðlauna fyrir lag sitt Shallow úr kvikmyndinni A Star is Born og hreppti auk þess verðlaun fyrir besta poppflutninginn á laginu Joanne (Where Do You Think You‘re Goin‘?). Breska söngkonan Dua Lipa var valin nýliði ársins og þá braut rapparinn Cardi B blað í sögunni með því að verða fyrsta konan til að hljóta Grammy-verðlaunin fyrir bestu rappplötuna. Konur settu jafnframt svip sinn á hátíðina í ár en tónlistarkonan Alicia Keys var kynnir kvöldsins. Þá sáu konur um megnið af tónlistaratriðunum en á meðal þeirra sem tróðu upp voru Camila Cabello, Diana Ross, Jennifer Lopez, Dolly Parton, Miley Cyrus, Lady Gaga, Cardi B, St Vincent og Dua Lipa. Sú síðastnefnda fagnaði auknum fjölda kvenna í hópi verðlaunahafa í þakkarræðu sinni og sagði greinilegt að konur hefðu „lagt sig fram“ síðan í fyrra. Þannig svaraði hún ummælum Neil Portnow, forseta Grammy-verðlaunanna, sem svaraði gagnrýni á kynjahalla síðustu hátíðar á þann veg að konur þyrftu að leggja sig fram til að vera tilnefndar.Dolly Parton og Miley Cyrus tóku lagið á hátíðinni í gærkvöldi.Getty/Emma McIntyreLista af helstu Grammy-verðlaunahöfum ársins 2019 má sjá hér að neðan en heildarlista verðlaunahafa má nálgast hér.Plata ársins: Golden Hour með Kacey Musgraves Smáskífa ársins: This Is America með Childish Gambino Nýliði ársins: Dua Lipa Besta rappplatan: Invasion of Privacy með Cardi B Besta R&B-platan: H.E.R. með H.E.R. Besta rapplagið: God‘s Plan með Drake Besta kántríplatan: Golden Hour með Kacey Musgraves Lag ársins: This Is America með Childish Gambino Besti poppdúettinn: Shallow með Lady Gaga og Bradley Cooper Besti flutningur popplags: Lady Gaga fyrir lagið Joanne (Where Do You Think You‘er Goin‘?) Besta poppplatan: Sweetener með Ariönu Grande Besta hefðbundna poppplatan: My Way með Willie Nelson Besta jaðarrokkplatan: Colors með Beck Besti kántríflutningur: Kacey Musgraves fyrir Butterflies Besta kántrílagið: Space Cowboy með Kacey Musgraves Besta tónlistarmyndbandið: This Is America með Childish Gambino Besta lagið í kvikmynd/sjónvarpi: Lady Gaga, Mark Ronson, Anthony Rossomando og Andrew Wyatt fyrir Shallow Besta rokklagið: Masseduction með St Vincent Besta rokkplatan: From the Fires með Greta Van Fleet Grammy Tónlist Tengdar fréttir Stærstu nöfnin í rappsenunni vildu ekki koma fram á Grammy-verðlaunahátíðinni Kendrick Lamar, Drake og Childish Gambino eru allir tilnefndir til Grammy-verðlaunanna en þeir gátu ekki hugsað sér að koma fram á hátíðinni. 10. febrúar 2019 20:59 Björk tilnefnd til Grammy verðlauna í fimmtánda sinn Björk er tilnefnd fyrir plötuna Utopia en hún er ekki eini Íslendingurinn sem kemst á blað í ár. 14. desember 2018 13:00 Alicia Keys verður kynnir á Grammy: Trylltist úr gleði þegar hún var spurð Forsvarsmenn Grammy-verðlaunanna hafa ákveðið hver verði kynnir aðalkvöldsins þann 10. febrúar næstkomandi og verður það söngkonan Alicia Keys. 15. janúar 2019 16:30 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Kántrísöngkonan Kacey Musgraves, rapparinn Childish Gambino og poppstjarnan Lady Gaga voru sigursælust á bandarísku Grammy-verðlaunahátíðinni sem haldin var í 61. skipti í Los Angeles í gær. Musgraves og Gambino hrepptu hvort um sig fern verðlaun og Gaga þrenn. Fjölmiðlar vestanhafs segja hátíðina hafa einkennst af fjölbreytni, einkum sigrum tónlistarkvenna. Musgraves sópaði til sín verðlaunum í flokki kántrítónlistar og vann auk þess aðalverðlaun kvöldsins: Grammy-styttuna fyrir plötu ársins. Childish Gambino gerði sig gildandi í öðrum helstu flokkum hátíðarinnar en hann fékk verðlaunin fyrir bestu smáskífuna, besta lagið og besta tónlistarmyndbandið fyrir lag sitt This Is America. Gambino mætti ekki á hátíðina og var fjarvera hans afar áberandi í sjónvarpsútsendingunni.Alicia Keys var kynnir á Grammy-hátíðinni í gærkvöldi og þótti standa sig með stakri prýði.Getty/Kevin WinterLady Gaga vann svo til tveggja verðlauna fyrir lag sitt Shallow úr kvikmyndinni A Star is Born og hreppti auk þess verðlaun fyrir besta poppflutninginn á laginu Joanne (Where Do You Think You‘re Goin‘?). Breska söngkonan Dua Lipa var valin nýliði ársins og þá braut rapparinn Cardi B blað í sögunni með því að verða fyrsta konan til að hljóta Grammy-verðlaunin fyrir bestu rappplötuna. Konur settu jafnframt svip sinn á hátíðina í ár en tónlistarkonan Alicia Keys var kynnir kvöldsins. Þá sáu konur um megnið af tónlistaratriðunum en á meðal þeirra sem tróðu upp voru Camila Cabello, Diana Ross, Jennifer Lopez, Dolly Parton, Miley Cyrus, Lady Gaga, Cardi B, St Vincent og Dua Lipa. Sú síðastnefnda fagnaði auknum fjölda kvenna í hópi verðlaunahafa í þakkarræðu sinni og sagði greinilegt að konur hefðu „lagt sig fram“ síðan í fyrra. Þannig svaraði hún ummælum Neil Portnow, forseta Grammy-verðlaunanna, sem svaraði gagnrýni á kynjahalla síðustu hátíðar á þann veg að konur þyrftu að leggja sig fram til að vera tilnefndar.Dolly Parton og Miley Cyrus tóku lagið á hátíðinni í gærkvöldi.Getty/Emma McIntyreLista af helstu Grammy-verðlaunahöfum ársins 2019 má sjá hér að neðan en heildarlista verðlaunahafa má nálgast hér.Plata ársins: Golden Hour með Kacey Musgraves Smáskífa ársins: This Is America með Childish Gambino Nýliði ársins: Dua Lipa Besta rappplatan: Invasion of Privacy með Cardi B Besta R&B-platan: H.E.R. með H.E.R. Besta rapplagið: God‘s Plan með Drake Besta kántríplatan: Golden Hour með Kacey Musgraves Lag ársins: This Is America með Childish Gambino Besti poppdúettinn: Shallow með Lady Gaga og Bradley Cooper Besti flutningur popplags: Lady Gaga fyrir lagið Joanne (Where Do You Think You‘er Goin‘?) Besta poppplatan: Sweetener með Ariönu Grande Besta hefðbundna poppplatan: My Way með Willie Nelson Besta jaðarrokkplatan: Colors með Beck Besti kántríflutningur: Kacey Musgraves fyrir Butterflies Besta kántrílagið: Space Cowboy með Kacey Musgraves Besta tónlistarmyndbandið: This Is America með Childish Gambino Besta lagið í kvikmynd/sjónvarpi: Lady Gaga, Mark Ronson, Anthony Rossomando og Andrew Wyatt fyrir Shallow Besta rokklagið: Masseduction með St Vincent Besta rokkplatan: From the Fires með Greta Van Fleet
Grammy Tónlist Tengdar fréttir Stærstu nöfnin í rappsenunni vildu ekki koma fram á Grammy-verðlaunahátíðinni Kendrick Lamar, Drake og Childish Gambino eru allir tilnefndir til Grammy-verðlaunanna en þeir gátu ekki hugsað sér að koma fram á hátíðinni. 10. febrúar 2019 20:59 Björk tilnefnd til Grammy verðlauna í fimmtánda sinn Björk er tilnefnd fyrir plötuna Utopia en hún er ekki eini Íslendingurinn sem kemst á blað í ár. 14. desember 2018 13:00 Alicia Keys verður kynnir á Grammy: Trylltist úr gleði þegar hún var spurð Forsvarsmenn Grammy-verðlaunanna hafa ákveðið hver verði kynnir aðalkvöldsins þann 10. febrúar næstkomandi og verður það söngkonan Alicia Keys. 15. janúar 2019 16:30 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Stærstu nöfnin í rappsenunni vildu ekki koma fram á Grammy-verðlaunahátíðinni Kendrick Lamar, Drake og Childish Gambino eru allir tilnefndir til Grammy-verðlaunanna en þeir gátu ekki hugsað sér að koma fram á hátíðinni. 10. febrúar 2019 20:59
Björk tilnefnd til Grammy verðlauna í fimmtánda sinn Björk er tilnefnd fyrir plötuna Utopia en hún er ekki eini Íslendingurinn sem kemst á blað í ár. 14. desember 2018 13:00
Alicia Keys verður kynnir á Grammy: Trylltist úr gleði þegar hún var spurð Forsvarsmenn Grammy-verðlaunanna hafa ákveðið hver verði kynnir aðalkvöldsins þann 10. febrúar næstkomandi og verður það söngkonan Alicia Keys. 15. janúar 2019 16:30