Kjósa að kjósa ekki Davíð Þorláksson skrifar 13. febrúar 2019 07:00 Meirihlutinn í Reykjavík ákvað að nota skattpeninga til að hvetja tryggustu kjósendahópa sína til að mæta á kjörstað í síðustu kosningum. Fyrir utan hinn augljósa dómgreindarbrest sem felst í því vekur það upp spurningar um hlutverk hins opinbera og hvaða sýn stjórnmála- og embættismenn hafa á það. Þeim hættir nefnilega til þess að breytast í samfélagsverkfræðinga sem telja að hlutverk sitt sé að gera alla mögulega þætti samfélagsins betri, að þeirra mati. Þetta gildir bæði um stjórnmálamenn á vinstri og hægri vængnum. Vandamálin við þetta eru margvísleg. Í fyrsta lagi vilja fæstir að hið opinbera sé allt um lykjandi í öllum mannlegum þáttum daglegs lífs. Fólk greinir vissulega á um hvert umfang hins opinbera ætti að vera, en flest erum við sammála um að því ættu að vera einhver takmörk sett. Í öðru lagi erum við ekki öll sammála um það hvað gerir samfélagið betra. Í þriðja lagi kostar þetta allt peninga. Það eru peningar sem eru teknir úr vösum skattgreiðenda og gera það að verkum að þeir hafa minna á milli handanna. Fyrir sveitarstjórnarmenn er nærtækt að einbeita sér að lögbundnum hlutverkum sínum. Aukin kosningaþátttaka er það ekki og ætti ekki að vera markmið í sjálfu sér. Það er hrokafullt viðhorf að fólk sem kýs ekki sé ekki að sinna samfélagslegri skyldu sinni og þurfi bara meiri fræðslu til að skilja það. Að kjósa að kjósa ekki er líka ákveðin afstaða. Sú afstaða er meiri áfellisdómur yfir stjórnmálamönnum en kjósendum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Mest lesið Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Meirihlutinn í Reykjavík ákvað að nota skattpeninga til að hvetja tryggustu kjósendahópa sína til að mæta á kjörstað í síðustu kosningum. Fyrir utan hinn augljósa dómgreindarbrest sem felst í því vekur það upp spurningar um hlutverk hins opinbera og hvaða sýn stjórnmála- og embættismenn hafa á það. Þeim hættir nefnilega til þess að breytast í samfélagsverkfræðinga sem telja að hlutverk sitt sé að gera alla mögulega þætti samfélagsins betri, að þeirra mati. Þetta gildir bæði um stjórnmálamenn á vinstri og hægri vængnum. Vandamálin við þetta eru margvísleg. Í fyrsta lagi vilja fæstir að hið opinbera sé allt um lykjandi í öllum mannlegum þáttum daglegs lífs. Fólk greinir vissulega á um hvert umfang hins opinbera ætti að vera, en flest erum við sammála um að því ættu að vera einhver takmörk sett. Í öðru lagi erum við ekki öll sammála um það hvað gerir samfélagið betra. Í þriðja lagi kostar þetta allt peninga. Það eru peningar sem eru teknir úr vösum skattgreiðenda og gera það að verkum að þeir hafa minna á milli handanna. Fyrir sveitarstjórnarmenn er nærtækt að einbeita sér að lögbundnum hlutverkum sínum. Aukin kosningaþátttaka er það ekki og ætti ekki að vera markmið í sjálfu sér. Það er hrokafullt viðhorf að fólk sem kýs ekki sé ekki að sinna samfélagslegri skyldu sinni og þurfi bara meiri fræðslu til að skilja það. Að kjósa að kjósa ekki er líka ákveðin afstaða. Sú afstaða er meiri áfellisdómur yfir stjórnmálamönnum en kjósendum.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun