Einar Árni: Vona að við fáum að mæta þeim í úrslitakeppninni Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 16. febrúar 2019 20:08 Einar Árni Jóhannsson þjálfar Njarðvík vísir/bára „Vonbrigði að ná ekki að verðlauna fólkinu okkar sem að fjölmennti og studdi frábærlega við bakið á okkur. Stjarnan spilaði bara betur í dag. Við vorum ekki.nálægt okkar besta sóknarlega í dag það verður bara að segja það eins og það er,” sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkur eftir leik kvöldsins. Einar var skiljanlega svekktur með niðurstöðu leiksins. Njarðvík tapaði leiknum 84-68 eftir að hafa verið undir allan leikinn. Eric Katenda náði því afreki að fá dæmdar á sig þrjár villur á rúmum fjórum mínútum í fyrsta leikhluta. Síðan kom hann inn í þriðja leikhluta eftir villuvandræðin og skoraði tíu stig. „Það er erfitt að vera með einhverjar fullyrðingar um það. Það truflaði okkur samt auðvitað töluvert. Hann var búinn að vera að spila mjög vel í seinustu leikjum og það er mjög súrt að geta bara notað hann í einhverjar fjórar mínútur í fyrri hálfleik.” Njarðvíkingar voru ekki ánægðir með dómgæsluna í fyrri hálfleik og fékk Einar meiri segja eina tæknivillu. Allir stóru strákarnir hjá Njarðvík voru í smá villuvandræðum í hálfleik en það voru engir Stjörnumenn í villuvandræðum í hálfleik. „Við vorum komnir í töluverð villuvandræði í fyrri hálfleik. Mario og Óli voru báðir með tvær og síðan Eric með sínar þrjár villur. Á sama tíma fannst okkur ekki auðvelt að komast á vítalínuna. Elvar var duglegur að sækja á körfuna en fékk lítið af villum.” Njarðvík náðu að minnka þetta vel niður fyrir lokaleikhlutann en síðan misstu þeir Stjörnuna alveg frá sér. Njarðvík skoraði einungis 11 stig í slæmum fjórða leikhluta. „Við náum þessu á einhverjum tímapunkti niður í 3 stig. Þá setja þeir bara niður stór skot. Brandon setur niður erfið skot og kemur þessu aftur upp í átta stig. Þeir ná bara að hanga á því, síðan þurfum við að taka sénsa í restina þegar við erum að taka fljót þriggja stiga skot. Þar fór leikurinn, hvort við höfum tapað með einu eða fimmtán skiptir engu máli.” Þið gætuð mætt Stjörnunni aftur í úrslitakeppninni, hvaða áhrif heldur þú að þessi leikur gæti haft á það einvígi? „Þetta verður vonandi hvatning. Við mætum þeim næst í deildinni 4. mars. Við töluverðan tíma núna til að hvíla okkur og síðan skerpa okkur og komast aftur í gírinn fyrir úrslitakeppnina. Það eru fjórir leikir eftir í deildinni og mikil barátta um fyrstu sætin. Við þurfum að vinna okkur inn gott sæti fyrir úrslitakeppnina til að byrja með. Síðan verðum við bara að mæta af krafti í hana og ég vona að við fáum tækifæri til að mæta Stjörnunni í úrslitakeppninni.” Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Sjá meira
„Vonbrigði að ná ekki að verðlauna fólkinu okkar sem að fjölmennti og studdi frábærlega við bakið á okkur. Stjarnan spilaði bara betur í dag. Við vorum ekki.nálægt okkar besta sóknarlega í dag það verður bara að segja það eins og það er,” sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkur eftir leik kvöldsins. Einar var skiljanlega svekktur með niðurstöðu leiksins. Njarðvík tapaði leiknum 84-68 eftir að hafa verið undir allan leikinn. Eric Katenda náði því afreki að fá dæmdar á sig þrjár villur á rúmum fjórum mínútum í fyrsta leikhluta. Síðan kom hann inn í þriðja leikhluta eftir villuvandræðin og skoraði tíu stig. „Það er erfitt að vera með einhverjar fullyrðingar um það. Það truflaði okkur samt auðvitað töluvert. Hann var búinn að vera að spila mjög vel í seinustu leikjum og það er mjög súrt að geta bara notað hann í einhverjar fjórar mínútur í fyrri hálfleik.” Njarðvíkingar voru ekki ánægðir með dómgæsluna í fyrri hálfleik og fékk Einar meiri segja eina tæknivillu. Allir stóru strákarnir hjá Njarðvík voru í smá villuvandræðum í hálfleik en það voru engir Stjörnumenn í villuvandræðum í hálfleik. „Við vorum komnir í töluverð villuvandræði í fyrri hálfleik. Mario og Óli voru báðir með tvær og síðan Eric með sínar þrjár villur. Á sama tíma fannst okkur ekki auðvelt að komast á vítalínuna. Elvar var duglegur að sækja á körfuna en fékk lítið af villum.” Njarðvík náðu að minnka þetta vel niður fyrir lokaleikhlutann en síðan misstu þeir Stjörnuna alveg frá sér. Njarðvík skoraði einungis 11 stig í slæmum fjórða leikhluta. „Við náum þessu á einhverjum tímapunkti niður í 3 stig. Þá setja þeir bara niður stór skot. Brandon setur niður erfið skot og kemur þessu aftur upp í átta stig. Þeir ná bara að hanga á því, síðan þurfum við að taka sénsa í restina þegar við erum að taka fljót þriggja stiga skot. Þar fór leikurinn, hvort við höfum tapað með einu eða fimmtán skiptir engu máli.” Þið gætuð mætt Stjörnunni aftur í úrslitakeppninni, hvaða áhrif heldur þú að þessi leikur gæti haft á það einvígi? „Þetta verður vonandi hvatning. Við mætum þeim næst í deildinni 4. mars. Við töluverðan tíma núna til að hvíla okkur og síðan skerpa okkur og komast aftur í gírinn fyrir úrslitakeppnina. Það eru fjórir leikir eftir í deildinni og mikil barátta um fyrstu sætin. Við þurfum að vinna okkur inn gott sæti fyrir úrslitakeppnina til að byrja með. Síðan verðum við bara að mæta af krafti í hana og ég vona að við fáum tækifæri til að mæta Stjörnunni í úrslitakeppninni.”
Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Sjá meira