Messi bjargaði stigi fyrir Börsunga

Anton Ingi Leifsson skrifar
Messi fagnar i dag.
Messi fagnar i dag. vísir/getty
Lionel Messi bjargaði stigi fyrir Barcelona í kvöld er liðið gerði 2-2 jafntefli við Valencia á heimavelli í kvöld.

Valencia byrjaði af miklum krafti á Nou Camp og Kevin Gameiro kom þeim yfir á 24. mínútu. Átta mínútum síðar tvöfaldaði Dani Parejo forystuna af vítapunktinum.

Önnur vítaspyrna var dæmd á 39. mínútu en þá fyrir Börsunga. Á punktinn steig Argentínumaðurinn Lionel Messi og minnkaði muninn fyrir hlé.

Hinn magnaði Messi var aftur á ferðinni er hann jafnaði á 64. mínútu, þá eftir undirbúning Arturo Vidal. Lokatölur 2-2.

Messi hefur verið stórkostlegur á tímabilinu í spænsku úrvalsdeildinni. Síðustu sextan leiki hefur hann annað hvort lagt upp eða skorað en síðasti leikur sem hann spilaði og tók ekki þátt í marki var í september 2018.

Barcelona er á toppnum með 50 stig en Atletico Madrid getur minnkað forskot Börsunga niður í þrjú stig vinni þeir Real Betis á morgun. Valencia er í sjöunda sætinu.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira