Kia aldrei selt fleiri bíla Finnur Thorlacius skrifar 15. febrúar 2019 10:00 Kia Stinger er einn af fjölmörgum bílgerðum Kia. Kia seldi fleiri bíla í Evrópu á síðasta ári en nokkru sinni áður í sögu fyrirtækisins. Alls seldi bílaframleiðandinn 494.303 bíla í Evrópu á árinu sem er 4,7% aukning frá árinu 2017. Kia hefur nú náð þeim framúrskarandi árangri að slá árlega eigið sölumet í Evrópu síðustu 10 ár. Alls jókst salan á Kia Hybrid, Plug-in Hybrid og rafbílum um 36% á árinu. Á síðasta ári náði Kia sinni hæstu markaðshlutdeild á Íslandi eða 11,2%. Þetta er þriðja árið í röð sem Kia er næstmest selda merkið hér á landi. „Við erum afar stolt af þessum góða árangri. Sala á Hybrid og PHEV hefur aukist en salan í jarðefnaeldsneytisbílum, sem eru alltaf að lækka CO2 gildið, var einnig mjög góð á árinu. Með opnun nýra heimkynna Kia ætlum við að bjóða upp á enn betri þjónustu við núverandi og framtíðarviðskiptavini okkar. Framtíðin er björt hjá Kia,“ segir Þorgeir Pálsson, sölustjóri Kia hjá Bílaumboðinu Öskju.Salan tvöfaldast frá árinu 2008 Söluhæstu bílarnir í Evrópu á síðasta ári voru nýr Kia Ceed og „crossover“ bílarnir Stonic og Niro. Þá var sala á Kia Rio og sportjeppunum Sportage og Sorento einnig mjög góð. Sala Kia bíla í álfunni hefur meira en tvöfaldast frá árinu 2008 þegar 283.643 Kia bílar seldust þar og því er ljóst að Kia er í mikilli sókn í Evrópu. Fram undan er spennandi ár hjá Kia þar sem nýr Proceed verður frumsýndur auk þess sem nýjar gerðir rafmótora verða kynntar til leiks. Það eru því öll teikn á lofti um að árangur Kia verði áfram góður á þessu ári. „Kia er eini bílaframleiðandinn sem hefur náð að auka söluna í Evrópu á hverju ári síðasta áratuginn. Gæðin, hönnunin og karakterinn í ört stækkandi bílaflota Kia hafa hjálpað okkur að ná þessum frábæra árangri og auka markaðshlutdeildina um meira en helming síðan 2008,“ segir Emilio Herrera, framkvæmdastjóri hjá Kia Motors í Evrópu. Bílaframleiðandinn býður sem fyrr sjö ára ábyrgð á öllum bílum sínum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent
Kia seldi fleiri bíla í Evrópu á síðasta ári en nokkru sinni áður í sögu fyrirtækisins. Alls seldi bílaframleiðandinn 494.303 bíla í Evrópu á árinu sem er 4,7% aukning frá árinu 2017. Kia hefur nú náð þeim framúrskarandi árangri að slá árlega eigið sölumet í Evrópu síðustu 10 ár. Alls jókst salan á Kia Hybrid, Plug-in Hybrid og rafbílum um 36% á árinu. Á síðasta ári náði Kia sinni hæstu markaðshlutdeild á Íslandi eða 11,2%. Þetta er þriðja árið í röð sem Kia er næstmest selda merkið hér á landi. „Við erum afar stolt af þessum góða árangri. Sala á Hybrid og PHEV hefur aukist en salan í jarðefnaeldsneytisbílum, sem eru alltaf að lækka CO2 gildið, var einnig mjög góð á árinu. Með opnun nýra heimkynna Kia ætlum við að bjóða upp á enn betri þjónustu við núverandi og framtíðarviðskiptavini okkar. Framtíðin er björt hjá Kia,“ segir Þorgeir Pálsson, sölustjóri Kia hjá Bílaumboðinu Öskju.Salan tvöfaldast frá árinu 2008 Söluhæstu bílarnir í Evrópu á síðasta ári voru nýr Kia Ceed og „crossover“ bílarnir Stonic og Niro. Þá var sala á Kia Rio og sportjeppunum Sportage og Sorento einnig mjög góð. Sala Kia bíla í álfunni hefur meira en tvöfaldast frá árinu 2008 þegar 283.643 Kia bílar seldust þar og því er ljóst að Kia er í mikilli sókn í Evrópu. Fram undan er spennandi ár hjá Kia þar sem nýr Proceed verður frumsýndur auk þess sem nýjar gerðir rafmótora verða kynntar til leiks. Það eru því öll teikn á lofti um að árangur Kia verði áfram góður á þessu ári. „Kia er eini bílaframleiðandinn sem hefur náð að auka söluna í Evrópu á hverju ári síðasta áratuginn. Gæðin, hönnunin og karakterinn í ört stækkandi bílaflota Kia hafa hjálpað okkur að ná þessum frábæra árangri og auka markaðshlutdeildina um meira en helming síðan 2008,“ segir Emilio Herrera, framkvæmdastjóri hjá Kia Motors í Evrópu. Bílaframleiðandinn býður sem fyrr sjö ára ábyrgð á öllum bílum sínum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent