Ebba Guðný höfð að fífli við netkaup Stefán Árni Pálsson skrifar 30. janúar 2019 10:30 Ebba verslar sennilega ekki á netinu á næstunni. mynd/LUCINDA „Ég er svolítið stressuð að kaupa á netinu og geri það ekki mikið sko,“ segir sjónvarpskokkurinn og dansarinn Ebba Guðný Guðmundsdóttir sem kíkti í spjall til Gulla og Heimis í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún lenti hendur betur í vandræðum með netkaupin á dögunum. „Svo var einhver auglýsing á sunnudagskvöldi, einhver rosa flottur kjóll á útsölu. Það var auðvitað frí heimsending og þetta var bara to good to be true. Ég skelli mér bara á þennan kjól. Ég er mjög varkár og fór vel yfir allt áður en ég samþykki allt varðandi kortaupplýsingar. Ég var alveg viss um að það væri frí heimsending og að kjóllinn kosti bara 29 dollara. Ég var bara voðaánægð og samþykki kaupin. Þá kemur bara, til hamingju þú ert búin að kaupa kjól og pels,“ segir Ebba sem var þá rukkuð um 300 dollara að auki við þá 29 dollara sem hún ætlaði sér að borga. „Ég er varla ein um þetta, en mér leið eins og ég væri svo mikill bjáni. Ég fer eitthvað að google þetta og þá eru allir að skrifa að maður eigi alls ekki að versla við þessa síðu,“ segir Ebba en síðan heitir Ariel Avenue og mælir hún sannarlega ekki með síðunni. „Það voru allir að lenda í þessu um helgina að fá pels með kaupunum sem þeir pöntuðu ekki. Ég ýtti aldrei á neinn pels og sá aldrei neinn pels. Ég fór síðan að lesa mig meira til og þá kemur í ljós að það er enginn að fá vörurnar sínar og ég mun sennilega aldrei sjá kjólinn né pelsinn. Ég hringdi bara strax í kreditkortafyrirtækið og bað á endanum að þeir myndu bara loka kortinu. Mér leið illa með að þeir hefðu upplýsingarnar mínar.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Ebbu. Bítið Neytendur Mest lesið „Risa tilkynning“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
„Ég er svolítið stressuð að kaupa á netinu og geri það ekki mikið sko,“ segir sjónvarpskokkurinn og dansarinn Ebba Guðný Guðmundsdóttir sem kíkti í spjall til Gulla og Heimis í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún lenti hendur betur í vandræðum með netkaupin á dögunum. „Svo var einhver auglýsing á sunnudagskvöldi, einhver rosa flottur kjóll á útsölu. Það var auðvitað frí heimsending og þetta var bara to good to be true. Ég skelli mér bara á þennan kjól. Ég er mjög varkár og fór vel yfir allt áður en ég samþykki allt varðandi kortaupplýsingar. Ég var alveg viss um að það væri frí heimsending og að kjóllinn kosti bara 29 dollara. Ég var bara voðaánægð og samþykki kaupin. Þá kemur bara, til hamingju þú ert búin að kaupa kjól og pels,“ segir Ebba sem var þá rukkuð um 300 dollara að auki við þá 29 dollara sem hún ætlaði sér að borga. „Ég er varla ein um þetta, en mér leið eins og ég væri svo mikill bjáni. Ég fer eitthvað að google þetta og þá eru allir að skrifa að maður eigi alls ekki að versla við þessa síðu,“ segir Ebba en síðan heitir Ariel Avenue og mælir hún sannarlega ekki með síðunni. „Það voru allir að lenda í þessu um helgina að fá pels með kaupunum sem þeir pöntuðu ekki. Ég ýtti aldrei á neinn pels og sá aldrei neinn pels. Ég fór síðan að lesa mig meira til og þá kemur í ljós að það er enginn að fá vörurnar sínar og ég mun sennilega aldrei sjá kjólinn né pelsinn. Ég hringdi bara strax í kreditkortafyrirtækið og bað á endanum að þeir myndu bara loka kortinu. Mér leið illa með að þeir hefðu upplýsingarnar mínar.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Ebbu.
Bítið Neytendur Mest lesið „Risa tilkynning“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira