Viðskipti innlent

Afkoma Origo á síðasta ári sú besta í sögu félagsins

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Finnur Oddsson er forstjóri Origo
Finnur Oddsson er forstjóri Origo
Origo hf. kynnti í dag uppgjör fjórða ársfjórðungs og heildaruppgjör fyrir 2018. Heildarhagnaður fyrirtækisins á síðasta ári nam 5,4 milljörðum. Afkoma síðasta árs er sú besta í sögu félagsins.

Þetta kemur fram í tilkynningu Origo til Kauphallar en þar segir að sala á fjórða ársfjórðungi hafi numið 4,4 milljörðum króna og var hún 13,1 prósenti hærri en sama tímabil í fyrra. Heildarhagnaður á fjórða ársfjórðungi árið 2018 var 5,2 milljarðar króna samanborið við 167 milljónir króna á sama tímabili árið 2017.

Í tilkynningunni segir að heildarhagnaður félagsins á síðasta ári hafi aukist mikið en hann var 5,4 milljarðar samanborðið við 433 milljónir króna á árinu 2017.

„Afar gott ár er að baki og Origo hefur ekki áður verið í jafn sterkri stöðu til að sækja fram eða takast á við óvænt áföll ef þau eiga sér stað. Í því sambandi, þá eru augljóslega blikur á lofti á vinnumarkaði en sameiginlegt keppikefli allra hlutaðeigandi er að varðveita stöðugleika, halda niðri verðbólgu og verja annars vegar kaupmáttaraukningu undanfarinna ára og um leið samkeppnisfærni íslensks atvinnulífs. Við höfum trú á að það takist,“ er haft eftir Finni Oddssyni, forstjóra félagsins.

Tikynningu Origo til Kauphallar má lesa hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×