Blár og svartur fyrirtaks felulitir 31. janúar 2019 12:15 Björk Níelsdóttir söngkona í fagurbláu kjólapeysunni úr Aftur sem minnir hana á málverkið Stjörnuhimininn eftir van Gogh eða hún taldi sér að minnsta kosti trú um það þegar hún festi kaup á þessari fallegu flík. MYND/Sigtryggur Ari Björk Níelsdóttir, söngkona og trompetleikari, er búsett í Amsterdam þar sem hún syngur og leikur óperu og djass jöfnum höndum. Hún verslar mest við íslenska hönnuði og í vintage-búðum í Amsterdam en þar finnast ýmsir fjársjóðir. Hvar kaupir þu föt? Ég kaupi oftast föt á Íslandi og í vintage-búðum í Amsterdam, þar er mjög auðvelt að finna einhverja fjársjóði. Retro en chic er rosalega skemmtileg vintage-búð, pínulítil og rekin af afskaplega indælum mæðgum sem eru ekki feimnar við að láta skoðanir sínar í ljós varðandi fatakaupin. Ef maður hefur hugrekki til þá er þetta afskaplega falleg búð, staðsett rétt hjá Rauða hverfinu í Amsterdam. Hver er uppáhaldsflíkin þín? Af hverju er hún uppáhalds? Hvar fékkstu hana? Nýi kjóllinn minn sem ég keypti í áðurnefndri búð og er búin að syngja mikið í, síðast í París með Dúplum Dúó. Við vorum óvænt beðnar að syngja á sveittum klúbb í Belleville í París. Þetta var fyndið gigg, samansafn af hipsterum og hverfisbyttum sem hlustuðu af mikilli þolinmæði á vitleysuna sem ég sagði á frönsku sem og lögin mín. Hina uppáhaldsflíkina mína keypti ég síðasta sumar í Aftur. Þetta er fagurblá kjólapeysa sem minnir á Stjörnuhimininn eftir van Gogh, eða ég taldi mér að minnsta kosti trú um það þegar ég festi kaup á þessari fallegu flík. Af því að hún er úr flaueli þá helst blái liturinn aldrei eins, er einhvern veginn síbreytilegur og þar af leiðandi mjög lifandi hönnun.Björk kaupir mikið af fötunum sínum í vintagebúðum í Amsterdam. Skórnir eru svo Doc Martens skór sem hún hefur sannreynt að ganga við næstum öll tækifæri.Áttu þér uppáhaldshönnuð? Ég er mjög hrifin af íslenskri hönnun og á pínu bágt með að velja eitthvað eitt en ég elska allt í Aftur, allt hjá Hildi Yeoman og hjá hönnuðunum í Kiosk. Ég kaupi mér ekki mikið af fötum lengur, finnst miklu skemmtilegra að kaupa eina vel valda flík af og til. Í hvaða litum ertu oftast? Bláum og svörtum. Þeir eru fyrirtaks felulitir því það sést síður ef maður hefur sullað kaffi niður á sig ef maður er í dökkum litum. Ég er svo gjörn á að sulla kaffi á fötin mín, ég á það nefnilega til að vera að hafa mig til á morgnana og labba með stútfullan kaffibollann um íbúðina mín og jafnvel skilja eftir mig kaffislóða og kaffibolla úti um allt. Nema um daginn ákvað ég að kaupa mér gulan köflóttan trefil. Þar sem mér fannst það ekki tækt að vera söngkona en eiga engan trefil. Hann passar líka svo vel undir vetrarkápuna mína og einnig keypti ég mér í sömu kaupferð hvítt eyrnaband og þar með var rússnesku keisaraynju-lúkkið mitt fullkomnað! Ertu veik fyrir aukahlutum? Teljast ullarsokkar sem aukahlutir? Mér er afskaplega illa við að vera kalt þannig að ég á ógrynnin öll af ullarsokkum. Reyndar ef út í það er farið þá á ég of mikið af sokkum, nýir sokkar eru bara svo mikill lúxus. Einu sinni tók ég óvart bara eitt sokkapar með mér á tónleikaferðalag. Það voru mikil mistök! Þá uppgötvar maður fljótt að það eru litlu hlutirnir í lífinu sem skipta máli. Það leið allavegana vandræðalega langur tími þangað til mér gafst færi á að kaupa nýja sokka. Það er fátt betra en hreinir, mjúkir sokkar á tónleikaferðalögum. Áttu uppáhaldsskó? Jahá! Uppáhaldsskórnir mínir eru forlátir Dr. Martens skór með penum hæl sem ég keypti í Toronto fyrir nokkrum árum þegar ég var á tónleikaferðalagi með Florence and the Machine. Ég held að ég hafi verið í þeim á hverjum degi síðan þá. Held samt að það hafi tekið mig mánuð að ganga þá til og síðan hafa þeir fengið að ferðast með mér um flestallar heimsálfurnar. Einhver skemmtileg saga sem tengist fatakaupum? Kannski ekki beint fatainnkaupum enda er það mjög alvarlegt mál og þar geng ég yfirleitt beint til verks. En svo ég víki nú sögu minni aftur að skónum mínum þá var ég einu sinni að syngja sópransólóið í jólaoratoríu Bachs með afskaplega fínni barokkhljómsveit og kór í Amsterdam og mér láðist einhverra hluta vegna að taka spariskóna mína með mér og það gafst ekki tími til að hjóla heim og ná í fínu skóna mína. Ég ætlaði náttúrulega ekki að segja neitt en það komst upp um mig, svarti fíni síðkjóllinn dekkaði ekki Dr. Martens skóna mína og hollenskum kollegum mínum fannst þetta ekki fínt, að sópraninn skyldi hafa gleymt spariskóm við svona hátíðlegt tilefni. Ég skildi reyndar aldrei alveg hvaða umstang þetta var, mér fannst ég hvort sem var í ógeðslega flottum skóm.Björk gengur almennt mest í bláu og svörtu en gerði undantekningu fyrir gulköflótta trefilinn og hvítu húfuna sem láta henni líða eins og rússneskri keisaraynju. MYND/SIGTRYGGUR ARIHvað er á döfinni hjá þér núna? Ég er á Íslandi núna í mikilli vinnuferð. Söng á tónleikum í Iðnó á þriðjudaginn á Myrkum músíkdögum þar sem við frumfluttum nokkur íslensk verk, vinkona mín og ég, meðal annars eftir sjálfa mig. Það er svo gaman að koma til Íslands í kringum Myrka músíkdaga, svo margir vinir sem eru á landinu í tengslum við hátíðina. Svo mun ég syngja á Háskólatónleikum í næstu viku með Stirni Ensemble, þar frumflytjum við tvö verk eftir Sigurð Inga Jónsson og Arngerði Maríu Árnadóttur, og svo síðast en ekki síst þá mun ég syngja í splunkunýrri barnaóperu eftir Hróðmar I. Sigurbjörnsson, Konunni og selshamnum, í Kaldalóni í Hörpu þann 10. febrúar með Pétri Oddbergi baritón, Caput og Skólakór Kársnesskóla. Hvað er fram undan? Ég er að undirbúa frumflutning á nýju barnaleikverki í Hollandi, Ruimtevlucht eða Geimferðinni, þar sem ég mun leika afarstranga og maníska yfirflugfreyju sem er logandi hrædd við loftsteina. Undirbúningsvinna er þegar hafin en verkið verður ekki frumsýnt fyrr en í haust og fer þá í leikferð um allt Holland. Í sumar verð ég að syngja með Kaja Draksler oktett á ýmsum djasshátíðum víðs vegar um Evrópu – og svo kem ég heim í byrjun sumars til að syngja með nýjum kammerhóp, Cauda collectif, sem Sigrún Harðardóttir fiðluleikari og Þórdís Gerður Jónsdóttir sellóleikarar eru í forsvari fyrir. Svo er Dúplum Dúó, hljómsveitin mín, að vinna að sinni fyrstu plötu, svo að fátt eitt sé nefnt. Þannig að það er nóg að gera og það er ákaflega dýrmætt fyrir mig að fá að koma heim og syngja. Það er svo mikil gróska og samhugur hjá öllu þessu frábæra tónlistarfólki á Íslandi, að gera hlutina sama hvað og ég er svo þakklát fyrir að fá að vera partur af því.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Björk Níelsdóttir, söngkona og trompetleikari, er búsett í Amsterdam þar sem hún syngur og leikur óperu og djass jöfnum höndum. Hún verslar mest við íslenska hönnuði og í vintage-búðum í Amsterdam en þar finnast ýmsir fjársjóðir. Hvar kaupir þu föt? Ég kaupi oftast föt á Íslandi og í vintage-búðum í Amsterdam, þar er mjög auðvelt að finna einhverja fjársjóði. Retro en chic er rosalega skemmtileg vintage-búð, pínulítil og rekin af afskaplega indælum mæðgum sem eru ekki feimnar við að láta skoðanir sínar í ljós varðandi fatakaupin. Ef maður hefur hugrekki til þá er þetta afskaplega falleg búð, staðsett rétt hjá Rauða hverfinu í Amsterdam. Hver er uppáhaldsflíkin þín? Af hverju er hún uppáhalds? Hvar fékkstu hana? Nýi kjóllinn minn sem ég keypti í áðurnefndri búð og er búin að syngja mikið í, síðast í París með Dúplum Dúó. Við vorum óvænt beðnar að syngja á sveittum klúbb í Belleville í París. Þetta var fyndið gigg, samansafn af hipsterum og hverfisbyttum sem hlustuðu af mikilli þolinmæði á vitleysuna sem ég sagði á frönsku sem og lögin mín. Hina uppáhaldsflíkina mína keypti ég síðasta sumar í Aftur. Þetta er fagurblá kjólapeysa sem minnir á Stjörnuhimininn eftir van Gogh, eða ég taldi mér að minnsta kosti trú um það þegar ég festi kaup á þessari fallegu flík. Af því að hún er úr flaueli þá helst blái liturinn aldrei eins, er einhvern veginn síbreytilegur og þar af leiðandi mjög lifandi hönnun.Björk kaupir mikið af fötunum sínum í vintagebúðum í Amsterdam. Skórnir eru svo Doc Martens skór sem hún hefur sannreynt að ganga við næstum öll tækifæri.Áttu þér uppáhaldshönnuð? Ég er mjög hrifin af íslenskri hönnun og á pínu bágt með að velja eitthvað eitt en ég elska allt í Aftur, allt hjá Hildi Yeoman og hjá hönnuðunum í Kiosk. Ég kaupi mér ekki mikið af fötum lengur, finnst miklu skemmtilegra að kaupa eina vel valda flík af og til. Í hvaða litum ertu oftast? Bláum og svörtum. Þeir eru fyrirtaks felulitir því það sést síður ef maður hefur sullað kaffi niður á sig ef maður er í dökkum litum. Ég er svo gjörn á að sulla kaffi á fötin mín, ég á það nefnilega til að vera að hafa mig til á morgnana og labba með stútfullan kaffibollann um íbúðina mín og jafnvel skilja eftir mig kaffislóða og kaffibolla úti um allt. Nema um daginn ákvað ég að kaupa mér gulan köflóttan trefil. Þar sem mér fannst það ekki tækt að vera söngkona en eiga engan trefil. Hann passar líka svo vel undir vetrarkápuna mína og einnig keypti ég mér í sömu kaupferð hvítt eyrnaband og þar með var rússnesku keisaraynju-lúkkið mitt fullkomnað! Ertu veik fyrir aukahlutum? Teljast ullarsokkar sem aukahlutir? Mér er afskaplega illa við að vera kalt þannig að ég á ógrynnin öll af ullarsokkum. Reyndar ef út í það er farið þá á ég of mikið af sokkum, nýir sokkar eru bara svo mikill lúxus. Einu sinni tók ég óvart bara eitt sokkapar með mér á tónleikaferðalag. Það voru mikil mistök! Þá uppgötvar maður fljótt að það eru litlu hlutirnir í lífinu sem skipta máli. Það leið allavegana vandræðalega langur tími þangað til mér gafst færi á að kaupa nýja sokka. Það er fátt betra en hreinir, mjúkir sokkar á tónleikaferðalögum. Áttu uppáhaldsskó? Jahá! Uppáhaldsskórnir mínir eru forlátir Dr. Martens skór með penum hæl sem ég keypti í Toronto fyrir nokkrum árum þegar ég var á tónleikaferðalagi með Florence and the Machine. Ég held að ég hafi verið í þeim á hverjum degi síðan þá. Held samt að það hafi tekið mig mánuð að ganga þá til og síðan hafa þeir fengið að ferðast með mér um flestallar heimsálfurnar. Einhver skemmtileg saga sem tengist fatakaupum? Kannski ekki beint fatainnkaupum enda er það mjög alvarlegt mál og þar geng ég yfirleitt beint til verks. En svo ég víki nú sögu minni aftur að skónum mínum þá var ég einu sinni að syngja sópransólóið í jólaoratoríu Bachs með afskaplega fínni barokkhljómsveit og kór í Amsterdam og mér láðist einhverra hluta vegna að taka spariskóna mína með mér og það gafst ekki tími til að hjóla heim og ná í fínu skóna mína. Ég ætlaði náttúrulega ekki að segja neitt en það komst upp um mig, svarti fíni síðkjóllinn dekkaði ekki Dr. Martens skóna mína og hollenskum kollegum mínum fannst þetta ekki fínt, að sópraninn skyldi hafa gleymt spariskóm við svona hátíðlegt tilefni. Ég skildi reyndar aldrei alveg hvaða umstang þetta var, mér fannst ég hvort sem var í ógeðslega flottum skóm.Björk gengur almennt mest í bláu og svörtu en gerði undantekningu fyrir gulköflótta trefilinn og hvítu húfuna sem láta henni líða eins og rússneskri keisaraynju. MYND/SIGTRYGGUR ARIHvað er á döfinni hjá þér núna? Ég er á Íslandi núna í mikilli vinnuferð. Söng á tónleikum í Iðnó á þriðjudaginn á Myrkum músíkdögum þar sem við frumfluttum nokkur íslensk verk, vinkona mín og ég, meðal annars eftir sjálfa mig. Það er svo gaman að koma til Íslands í kringum Myrka músíkdaga, svo margir vinir sem eru á landinu í tengslum við hátíðina. Svo mun ég syngja á Háskólatónleikum í næstu viku með Stirni Ensemble, þar frumflytjum við tvö verk eftir Sigurð Inga Jónsson og Arngerði Maríu Árnadóttur, og svo síðast en ekki síst þá mun ég syngja í splunkunýrri barnaóperu eftir Hróðmar I. Sigurbjörnsson, Konunni og selshamnum, í Kaldalóni í Hörpu þann 10. febrúar með Pétri Oddbergi baritón, Caput og Skólakór Kársnesskóla. Hvað er fram undan? Ég er að undirbúa frumflutning á nýju barnaleikverki í Hollandi, Ruimtevlucht eða Geimferðinni, þar sem ég mun leika afarstranga og maníska yfirflugfreyju sem er logandi hrædd við loftsteina. Undirbúningsvinna er þegar hafin en verkið verður ekki frumsýnt fyrr en í haust og fer þá í leikferð um allt Holland. Í sumar verð ég að syngja með Kaja Draksler oktett á ýmsum djasshátíðum víðs vegar um Evrópu – og svo kem ég heim í byrjun sumars til að syngja með nýjum kammerhóp, Cauda collectif, sem Sigrún Harðardóttir fiðluleikari og Þórdís Gerður Jónsdóttir sellóleikarar eru í forsvari fyrir. Svo er Dúplum Dúó, hljómsveitin mín, að vinna að sinni fyrstu plötu, svo að fátt eitt sé nefnt. Þannig að það er nóg að gera og það er ákaflega dýrmætt fyrir mig að fá að koma heim og syngja. Það er svo mikil gróska og samhugur hjá öllu þessu frábæra tónlistarfólki á Íslandi, að gera hlutina sama hvað og ég er svo þakklát fyrir að fá að vera partur af því.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira