Sport

Trump óskaði Patriots til hamingju en ekki Rams

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Félagarnir Brady og Trump saman í golfi.
Félagarnir Brady og Trump saman í golfi. vísir/getty
Donald Trump Bandaríkjaforseti fylgdist með undanúrslitunum í NFL-deildinni í gær líkt og milljónir annarra Bandaríkjamanna.

Er báðum leikjum kvöldsins var lokið fór Trump á Twitter og óskaði New England Patriots til hamingju með sætið í Super Bowl. Eigandinn, þjálfarinn og leikstjórnandinn Tom Brady sérstaklega teknir út í kveðjunni.





Það sem eðlilega vekur athygli er að Trump minntist ekkert á lið LA Rams sem einnig komst í Super Bowl í gær.

Það kemur þó ekki á óvart að Trump óski Patriots sérstaklega til hamingju enda hafa þessir lykilmenn hjá félaginu staðið með Trump og hjálpuðu honum meðal annars í kosningabaráttunni á sínum tíma. Það fór misvel í fólk.

Strákarnir hans Trump komnir í Super Bowl og nokkuð ljóst með hvaða liði forsetinn heldur er úrslitaleikur NFL-deildarinnar fer fram eftir tæpar tvær vikur.

NFL

Tengdar fréttir

Kaus Brady í alvöru Trump?

Forsetaframbjóðandinn Donald Trump sagði í útvarpsviðtali í gær að NFL-stjarnan Tom Brady hefði hringt í sig og tjáð sér að hann væri búinn að merkja X við Trump í forsetakosningunum vestra.

Þjálfari Saints: Munum líklega aldrei jafna okkur á þessu

Dómarar leiks New Orleans Saints og LA Rams voru í aðeins of stóru hlutverki í gær og yfirmaður dómaramála NFL-deildarinnar viðurkenndi að þeir hefðu gert mistök sem líklega kostaði Saints ferð í Super Bowl.

Trump heldur með Tom Brady

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna heldur með Tom Brady og liði hans New England Patriots, í Super Bowl, úrslitaleik NFL-deildarinnar sem fram fer í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×