Fullkomin óvissa og lagerinn lítill Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. janúar 2019 12:00 Toys R' Us rekur meðal annars verslun á Smáratorgi. Vísir/Vilhelm Framtíð verslana Toys R'Us hér á landi er enn í óvissu. Þetta segir Sigurður Þorgeir Jónasson, verslunarstjóri á Smáratorgi. Danska móðurfyrirtækið Top Toy var úrskurðað gjaldþrota í lok desember en félagið hafði vikur og mánuði á undan unnið að endurskipulagningu til að bjarga rekstrinum. „Það hafa engar fregnir borist í morgun,“ segir Sigurður. „Staðan er sú sama og síðustu vikur.“Fram hefur komið að verslanir verði opnar út janúar hið minnsta. Þá voru viðskiptavinir hvattir til að nota gjafabréf meðan hægt væri.Ekki stór lager Hann segir ekki von á neinum nýjum leikföngum á næstunni. Það sem hafi bæst í hillur verslunarinnar á Smáratorgi sé það sem barst á milli jóla og nýárs. „Stock-ið er ekki mikið,“ segir Sigurður. Aðspurður hvort starfsfólk sé áhyggjufullt segir hann bæði já og nei. Vissulega sé mikil óvissa í loftinu. Auk verslunarinnar á Smáratorgi eru Toys R'Us verslanir á Glerártorgi á Akureyri og Kringlunni í Reykjavík.Tíðar fregnir af rekstrarvanda Norskir miðlar áætluðu í lok desember að öllum verslunum Toys R' Us þar í landi yrði lokað á næstunni og 330 starfsmenn keðjunnar í Noregi myndu missa vinnuna. Sama óvissa virðist vera uppi í verslunum þar í landi og beðið tíðinda frá Danmörku. Rekstrarörðugleikar Toys R' Us hafa ratað reglulega í fréttirnar á síðustu mánuðum. Í upphafi desember kom fram að Top Toy hefði í hyggju að loka hundrað verslunum á Norðurlöndum og í Þýskalandi. Fyrr á árinu var auk þess greint frá því að öllum verslunum Toys R' Us í Bretlandi og Bandaríkjunum yrði lokað. Gríðarlegar skuldir eru sagðar hafa sligað fyrirtækið, auk þess sem Toys R' Us hefur átt í vök að verjast með aukinni samkeppni frá smásmölurisum á borð við Amazon, Walmart og Target. Neytendur Tengdar fréttir Viðskiptavinir Toys R' Us hvattir til að nýta gjafabréf „meðan það er hægt“ Enn liggur ekkert fyrir um framtíð verslana Toys R' Us á Íslandi. 2. janúar 2019 11:07 Móðurfélag Toys R' Us á Íslandi gjaldþrota Léleg jólaverslun reið Top Toy að fullu. 28. desember 2018 16:21 Toys R' Us opið út janúar hið minnsta Verslanir Toys R' Us á Íslandi verða opnar út janúarmánuð hið minnsta. 7. janúar 2019 10:38 Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Framtíð verslana Toys R'Us hér á landi er enn í óvissu. Þetta segir Sigurður Þorgeir Jónasson, verslunarstjóri á Smáratorgi. Danska móðurfyrirtækið Top Toy var úrskurðað gjaldþrota í lok desember en félagið hafði vikur og mánuði á undan unnið að endurskipulagningu til að bjarga rekstrinum. „Það hafa engar fregnir borist í morgun,“ segir Sigurður. „Staðan er sú sama og síðustu vikur.“Fram hefur komið að verslanir verði opnar út janúar hið minnsta. Þá voru viðskiptavinir hvattir til að nota gjafabréf meðan hægt væri.Ekki stór lager Hann segir ekki von á neinum nýjum leikföngum á næstunni. Það sem hafi bæst í hillur verslunarinnar á Smáratorgi sé það sem barst á milli jóla og nýárs. „Stock-ið er ekki mikið,“ segir Sigurður. Aðspurður hvort starfsfólk sé áhyggjufullt segir hann bæði já og nei. Vissulega sé mikil óvissa í loftinu. Auk verslunarinnar á Smáratorgi eru Toys R'Us verslanir á Glerártorgi á Akureyri og Kringlunni í Reykjavík.Tíðar fregnir af rekstrarvanda Norskir miðlar áætluðu í lok desember að öllum verslunum Toys R' Us þar í landi yrði lokað á næstunni og 330 starfsmenn keðjunnar í Noregi myndu missa vinnuna. Sama óvissa virðist vera uppi í verslunum þar í landi og beðið tíðinda frá Danmörku. Rekstrarörðugleikar Toys R' Us hafa ratað reglulega í fréttirnar á síðustu mánuðum. Í upphafi desember kom fram að Top Toy hefði í hyggju að loka hundrað verslunum á Norðurlöndum og í Þýskalandi. Fyrr á árinu var auk þess greint frá því að öllum verslunum Toys R' Us í Bretlandi og Bandaríkjunum yrði lokað. Gríðarlegar skuldir eru sagðar hafa sligað fyrirtækið, auk þess sem Toys R' Us hefur átt í vök að verjast með aukinni samkeppni frá smásmölurisum á borð við Amazon, Walmart og Target.
Neytendur Tengdar fréttir Viðskiptavinir Toys R' Us hvattir til að nýta gjafabréf „meðan það er hægt“ Enn liggur ekkert fyrir um framtíð verslana Toys R' Us á Íslandi. 2. janúar 2019 11:07 Móðurfélag Toys R' Us á Íslandi gjaldþrota Léleg jólaverslun reið Top Toy að fullu. 28. desember 2018 16:21 Toys R' Us opið út janúar hið minnsta Verslanir Toys R' Us á Íslandi verða opnar út janúarmánuð hið minnsta. 7. janúar 2019 10:38 Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Viðskiptavinir Toys R' Us hvattir til að nýta gjafabréf „meðan það er hægt“ Enn liggur ekkert fyrir um framtíð verslana Toys R' Us á Íslandi. 2. janúar 2019 11:07
Móðurfélag Toys R' Us á Íslandi gjaldþrota Léleg jólaverslun reið Top Toy að fullu. 28. desember 2018 16:21
Toys R' Us opið út janúar hið minnsta Verslanir Toys R' Us á Íslandi verða opnar út janúarmánuð hið minnsta. 7. janúar 2019 10:38