Áttundi deildarsigur Börsunga í röð

Alba og Messi fagna í kvöld.
Alba og Messi fagna í kvöld. vísir/getty
Barcelona vann sinn áttunda leikinn spænsku úrvalsdeildinni í röð er liðið vann 2-0 útisigur á Girona í dag.

Fyrsta markið kom strax á níundu mínútu er bakvörðurinn Nelson Semedo skoraði og þannig stóðu leikar í hálfleik.

Bernardo Espinosa, fyrrum leikmaður Barcelona og varnarmaður Girona, fékk sitt annað gula spjald á 51. mínútu og varð því sendur í sturtu. Ekki skánaði ástandið fyrir Girona.

Annað markið kom ekki úr óvæntri átt en það skoraði argentínski snillingurinn, Lionel Messi, eftir undirbúning bakvarðarins Jordi Alba.

Börsungar eru því áfram á toppi deildarinnar. Þeir eru með 49 stig, fimm stigum meira en Atletico Madrid, sem er í öðru sætinu. Girona er um miðja deild.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira