Lífið

Mikið um dýrðir á þorrablóti Stjörnunnar

Sylvía Hall skrifar
Gestir mættu í sínu fínasta pússi.
Gestir mættu í sínu fínasta pússi. Vísir/Daníel Þór
Fjölmennt var á þorrablóti Stjörnunnar sem fór fram í TM-höllinni í kvöld. Uppselt var á viðburðinn enda nýtur þorrablótið mikilla vinsælda á meðal stuðningsmanna Stjörnunnar.

Veislustjóri kvöldsins var Selma Björnsdóttir og voru skemmtiatriðin ekki af verri endanum. Selma tók Eurovision-syrpu ásamt Friðriki Ómari og voru þeir Jói Pé og Króli einnig á svæðinu til þess að halda uppi stemningu.

Hrafnkell og Pálmar sáu svo um að „keyra upp stuðið“ og léku Nýju fötin keisarans fyrir dansi. Það er því nokkuð öruggt að gestir hafi skemmt sér konunglega í kvöld.

Ljósmyndarinn Daníel Þór var á svæðinu og fangaði stemninguna.

Vísir/Daníel Þór
Vísir/Daníel Þór
Vísir/Daníel Þór
Vísir/Daníel Þór
Vísir/Daníel Þór
Vísir/Daníel Þór
Vísir/Daníel Þór
Vísir/Daníel Þór

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×