Sex hundruð Skagamenn tóku þorrablótið með stæl Stefán Árni Pálsson skrifar 28. janúar 2019 15:30 Sex hundruð manns mættu í íþróttahúsið við Vesturgötu á Akranesi. myndir/gunnhildur lind Þorrinn var blótaður á laugardagskvöld á Akranesi er Skagamenn komu saman og skemmtu sér frábærlega. Skagadömurnar Sigrún Ósk Kristjánsdóttir og Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir slógu í gegn sem veislustjórar og sköpuðu ógleymanlega stemmningu sem hélst langt fram eftir nóttu. Ríflega 600 manns voru á staðnum. Matur var framreiddur af veitingahúsinu Gamla kaupfélagið og var mikil ánægja með hann. Skagamaður ársins sem valin af Akraneskaupstað var að þessu sinni Bjarni Þór Bjarnason listamaður. Bjarni Þór er listamaður í fremstu röð og hefur gefið ótalmörk listaverk til ýmissa góðgerðar- og samfélagsmála í marga áratugi. Galleríið hans Bjarna Þórs setur jafnframt skemmtilegan svip á miðbæ Akraness. Árgangur ´78 sá um annáll síðasta árs fyrir Akranes sem er nokkurskonar Skagaskaup liðins árs. Fengu þar margir Skagamenn að finna fyrir beittu gríni. Halli Melló stjórnaði fjöldasöng ásamt því að vera með stórkostlegt tónlistaratriði og mætti einnig leiklistarklúbbur FVA með kraftmikið lag en þau frumsýna söngleikinn „Rokk aldarinnar“ um miðjan mars. Bogomil Font flutti stórfenglegt tónlistaratriði og stútfyllti dansgólfið og í kjölfarið fylgdi Hreimur Örn Heimisson og nutu þeir stuðnings hljómsveitarinnar Made In Sveitin sem sáu um ballið fram eftir nóttu. Þorrablót Skagamanna er haldið af árgangi ´71 á Akranesi en allur hagnaður blótsins rennur til Björgunarsveitarinnar og íþróttafélaga en golf, knattspyrna, sundi, fimleikar og íþróttafélag fatlaðra fá greitt í samræmi við vinnuframlag þeirra á blótinu. Ljósmyndir Þorrablótsins voru teknar af Skagafréttum en myndir má sjá í myndaalbúminu hér fyrir neðan. Akranes Þorrablót Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Sjá meira
Þorrinn var blótaður á laugardagskvöld á Akranesi er Skagamenn komu saman og skemmtu sér frábærlega. Skagadömurnar Sigrún Ósk Kristjánsdóttir og Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir slógu í gegn sem veislustjórar og sköpuðu ógleymanlega stemmningu sem hélst langt fram eftir nóttu. Ríflega 600 manns voru á staðnum. Matur var framreiddur af veitingahúsinu Gamla kaupfélagið og var mikil ánægja með hann. Skagamaður ársins sem valin af Akraneskaupstað var að þessu sinni Bjarni Þór Bjarnason listamaður. Bjarni Þór er listamaður í fremstu röð og hefur gefið ótalmörk listaverk til ýmissa góðgerðar- og samfélagsmála í marga áratugi. Galleríið hans Bjarna Þórs setur jafnframt skemmtilegan svip á miðbæ Akraness. Árgangur ´78 sá um annáll síðasta árs fyrir Akranes sem er nokkurskonar Skagaskaup liðins árs. Fengu þar margir Skagamenn að finna fyrir beittu gríni. Halli Melló stjórnaði fjöldasöng ásamt því að vera með stórkostlegt tónlistaratriði og mætti einnig leiklistarklúbbur FVA með kraftmikið lag en þau frumsýna söngleikinn „Rokk aldarinnar“ um miðjan mars. Bogomil Font flutti stórfenglegt tónlistaratriði og stútfyllti dansgólfið og í kjölfarið fylgdi Hreimur Örn Heimisson og nutu þeir stuðnings hljómsveitarinnar Made In Sveitin sem sáu um ballið fram eftir nóttu. Þorrablót Skagamanna er haldið af árgangi ´71 á Akranesi en allur hagnaður blótsins rennur til Björgunarsveitarinnar og íþróttafélaga en golf, knattspyrna, sundi, fimleikar og íþróttafélag fatlaðra fá greitt í samræmi við vinnuframlag þeirra á blótinu. Ljósmyndir Þorrablótsins voru teknar af Skagafréttum en myndir má sjá í myndaalbúminu hér fyrir neðan.
Akranes Þorrablót Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Sjá meira