Lífið

„Þetta skrímsli er faðir minn“

Sylvía Hall skrifar
Rapparinn á þrjú börn með fyrrum eiginkonu sinni Andreu Kelly og er Joann fyrst þeirra til þess að tjá sig opinberlega.
Rapparinn á þrjú börn með fyrrum eiginkonu sinni Andreu Kelly og er Joann fyrst þeirra til þess að tjá sig opinberlega. Getty/Skjáskot

Joann Kelly, dóttir rapparans R. Kelly, tjáði sig í fyrsta skipti um ásakanirnar í garð föður síns í Instagram-sögu sinni í gær. Joann, sem gengur undir nafninu Buku Abi, segist ekki eiga í neinu sambandi við föður sinn.



R. Kelly hefur verið í sviðsljósinu undanfarið eftir að þáttaröð um ofbeldi hans var sýnd á sjónvarpsstöðinni Lifetime í byrjun ársins. Í þáttunum var meðal annars rætt við fólk úr innsta hring rapparans, sérfræðinga og þolendur. Á meðal þeirra var Andrea Kelly, móðir Joann og fyrrum eiginkona rapparans.

   View this post on InstagramA post shared by Drea Kelly (@officialdreakelly) on Nov 2, 2016 at 2:27pm PDT



Í færslunni segist Joann vera miður sín og hún biðjist afsökunar ef þögn hennar hefur verið túlkuð sem skeytingarleysi. Það sé það síðasta sem hún vilji.



„Ég bið fyrir öllum fjölskyldunum og konunum sem hafa orðið fyrir skaða vegna gjörða föður míns. Trúið mér, þetta hefur haft mikil áhrif á mig,“ skrifaði Joann á Instagram. Hún segir það hafa verið erfitt að vinna úr þessu og koma því í orð hvernig henni liði.



Hún segist ekki eiga í sambandi við föður sinn og hún geti ekki talað fyrir hann. Fjölskyldan hafi gengið í gegnum mikið vegna hans og því hafi hún, móðir hennar og systkini ekki talað við hann í mörg ár. Henni sé illa við að takast á við persónuleg málefni á samfélagsmiðlum en henni þyki málið vera farið úr böndnum.



„Móðir mín, systkini mín og ég myndum aldrei umbera, styðja né taka þátt í því neikvæða sem hann hefur gert og heldur áfram að gera í sínu lífi.“

   View this post on InstagramA post shared by Buku Abi (@bu.k.u) on Dec 24, 2018 at 6:35pm PST



Andrea Kelly, móðir Joann, birti færslu á Instagram-síðu sinni þar sem hún segist ekki lengur vera hrædd og sé hætt því að „sykurhúða“ það ofbeldi sem rapparinn beitti hana í fjölda ára. Hún hafi áður vandað orðaval sitt vegna hótanna lögfræðinga hans en þeir dagar séu að baki. Hún taki þátt í baráttunni með öðrum þolendum ofbeldis.



„Frá því að fela marbletti og segjast hafa rekist á borð yfir í að segja samstarfsfélögum að hann sjái vel um mann og sé „góður maður“ til að forðast ofbeldi – ég var ein ykkar,“ skrifaði Andrea Kelly á Instagram.

   View this post on InstagramThank God for his grace,guidance,love AND deliverance. I celebrate the women I am TODAY! Though some want “expose” the pain filled, scared,abused women I was.....STOP! I AM No longer afraid. No longer willing to silence my PAIN AND SUGARCOAT THE ABUSE I ENDURED because of how my abuser and his LEGAL TEAM were THREATENING to come against me if I “didn’t choose wisely.” NO MORE! Don’t speak about MY GROWTH OR JOURNEY especially if you have NEVER BEEN ABUSED. And for the ones that have endured my pain and have been in the place I WAS IN YEARS AGO....as in IN MY PASTYOU’RE NOT ALONG. From covering bruises and saying you “bumped into the counter” to telling his co-workers he a wonderful provider and a “good man” to avoid a beating for saying the opposite....I was you! I want you to know you don’t have to cover for your abuser ANY MORE!!! It took a lot of therapy and even more tears to know what I know TODAY!!!! Oh did I say TODAY!!!! PS....WHAT I DID or SAID SHOULD NEVER BE MORE IMPORTANT THAN WHY I DID IT OR SAID IT. Do your research on #domesticviolence and the #cycles #signs and #effects before you deem yourself JUDGE AND JURY!!! OH I HAVE SOOOO MUCH MORE TO SAY AND I WILL VERY SOON!!!! #survivor IAMDREAKELLY......

A post shared by Drea Kelly (@officialdreakelly) on Jan 7, 2019 at 4:46am PST



Hér að neðan má sjá brot úr viðtali við Andreu Kelly sem birtist í þáttunum Surviving R. Kelly.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×