Sport

Elsta leikstjórendaeinvígi sögunnar í NFL-deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Philip Rivers og Tom Brady.
Philip Rivers og Tom Brady. Vísir/Getty
Fyrri leikur dagsins í úrslitakeppni NFL-deildarinnar er sögulegt einvígi milli liða Philip Rivers og Tom Brady.

New England Patriots tekur á móti Los Angeles Chargers klukkan 18.05 og verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.

Philip Rivers hjá  Los Angeles Chargers og Tom Brady hjá New England Patriots hafa báðir spilað mjög lengi í NFL-deildinni og báðir að skila frábærum tölum. Gengi liða þeirra hefur hinsvegar verið ólíkt.

Á meðan Tom Brady og félagar í Patriots hafa fimm sinnum unnið meistaratitilinn hafa Philip Rivers og félagar í Chargers-liðinu aldrei komist í úrslitaleikinn um titilinn.

Með því að mætast að þessu sinni þá setja þeir Philip Rivers og Tom Brady saman nýtt met í úrslitakeppni NFL-deildarinnar.





Samanlagður aldur þeirra félaga er 78 ár og 198 dagar og aldrei áður hafa byrjendaleikstjórendur náð því í viðureign í úrslitakeppni NFL.

Tom Brady er fæddur 3. ágúst 1977 og heldur því upp á 42 ára afmælið sitt rétt áður en næsta tímabil hefst. Brady kom inn í deildina árið 2000 og er á sínu nítjánda tímabili í deildinni.

Philip Rivers er fæddur 8. desember 1981 og er því nýorðinn 37 ára gamall. Rivers kom inn í deildini árið 2004 og er á sínu fimmtánda tímabili.

Besti árangur Philip Rivers í úrslitakeppninni var árið 2007 þegar þá San Diego Chargers tapaði 12-21 í úrslitaleik Amneríkudeildarinnar á móti einmitt Tom Brady og félögum í New England Patriots.

Leikur kappanna hefst klukkan 18.05 en klukkan 21.30 mætast síðan New Orleans Saints og ríkjandi NFL-meistarar Philadelphia Eagles.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×