Norska stelpan fékk sama vaxtarhormón og Lionel Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. janúar 2019 12:00 Lionel Messi og Helene Marie Fossesholm. Mynd/Samsett/Getty og Instagram hjá Helene Marie Fossesholm Lionel Messi er fyrir löngu búinn að tryggja sér sæti í fámennum hópi bestu knattspyrnumanna sögunnar. Honum var gefið vaxtarhormón þegar hann var ungur og hafði án þeirra aldrei náð þangað sem hann er kominn í dag. Norðmenn benda á þessa staðreynd í umræðunni um framtíðarstjörnu sína í skíðagöngunni. Dagbladet segir frá. Norska skíðasambandið sendi frá sér fréttatilkynningu í gær þar sem kom fram að hin 17 ára gamla Helene Marie Fossesholm hefði fengið vaxtarhormón í þrjú ár. Helene Marie Fossesholm þurfti, eins og Lionel Messi, á þessum vaxtarhormínum að halda þar sem hún var mjög smávaxin í kringum ellefu ára aldurinn. Þegar Lionel Messi skrifaði undir fyrsta samning sinn við Barcelona aðeins þrettán ára gamall þá lofaði Barcelona að greiða fyrir umrædda hormónagjöf Messi. Félag Messi í Argentínu, Newell's Old Boys, var ekki tilbúið að greiða fyrir meðferðina. Loforð Barcelona þýddi að fjölskyldan flutti til Spánar og hann óx og dafnaði í La Masiu þeirra Börsunga. Fjölskyldu Fossesholm þótti það erfitt að þurfa að segja opinberlega frá meðferð stelpunnar en í tilkynningu norska sambandsins kom fram að farið var eftir öllum reglugerðum Alþjóðlyfjaeftirlitsins. WADE gefur undanþágur í tilfellum eins og þeim hjá Helene Marie Fossesholm og Lionel Messi. Lionel Messi náði á endanum 170 sentimetrum en Helene Marie Fossesholm er enn „bara“ 151 sentimetri á hæð. Hún var aftur á móti aðeins 137,5 sentimetrar á hæð þegar hún var þrettán og hálfs árs. Fossesholm þykir vera efnilegasta skíðagöngukona Norðmanna í áratug og margir hafa líkt henni við hina sigursælu Marit Björgen sem vann fimmtán verðlaun á Ólympíuleikum þar af átta gull. Meistaradeild Evrópu Ólympíuleikar Spænski boltinn Tengdar fréttir Gáfu framtíðarstjörnu Norðmanna vaxtarhormón í þrjú ár Norðmenn binda miklar væntingar til hinnar sautján ára gömlu Helene Marie Fossesholm og margir hafa gengið svo langt að kalla hana næstu Marit Björgen í skíðagöngu kvenna. 15. janúar 2019 10:30 Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
Lionel Messi er fyrir löngu búinn að tryggja sér sæti í fámennum hópi bestu knattspyrnumanna sögunnar. Honum var gefið vaxtarhormón þegar hann var ungur og hafði án þeirra aldrei náð þangað sem hann er kominn í dag. Norðmenn benda á þessa staðreynd í umræðunni um framtíðarstjörnu sína í skíðagöngunni. Dagbladet segir frá. Norska skíðasambandið sendi frá sér fréttatilkynningu í gær þar sem kom fram að hin 17 ára gamla Helene Marie Fossesholm hefði fengið vaxtarhormón í þrjú ár. Helene Marie Fossesholm þurfti, eins og Lionel Messi, á þessum vaxtarhormínum að halda þar sem hún var mjög smávaxin í kringum ellefu ára aldurinn. Þegar Lionel Messi skrifaði undir fyrsta samning sinn við Barcelona aðeins þrettán ára gamall þá lofaði Barcelona að greiða fyrir umrædda hormónagjöf Messi. Félag Messi í Argentínu, Newell's Old Boys, var ekki tilbúið að greiða fyrir meðferðina. Loforð Barcelona þýddi að fjölskyldan flutti til Spánar og hann óx og dafnaði í La Masiu þeirra Börsunga. Fjölskyldu Fossesholm þótti það erfitt að þurfa að segja opinberlega frá meðferð stelpunnar en í tilkynningu norska sambandsins kom fram að farið var eftir öllum reglugerðum Alþjóðlyfjaeftirlitsins. WADE gefur undanþágur í tilfellum eins og þeim hjá Helene Marie Fossesholm og Lionel Messi. Lionel Messi náði á endanum 170 sentimetrum en Helene Marie Fossesholm er enn „bara“ 151 sentimetri á hæð. Hún var aftur á móti aðeins 137,5 sentimetrar á hæð þegar hún var þrettán og hálfs árs. Fossesholm þykir vera efnilegasta skíðagöngukona Norðmanna í áratug og margir hafa líkt henni við hina sigursælu Marit Björgen sem vann fimmtán verðlaun á Ólympíuleikum þar af átta gull.
Meistaradeild Evrópu Ólympíuleikar Spænski boltinn Tengdar fréttir Gáfu framtíðarstjörnu Norðmanna vaxtarhormón í þrjú ár Norðmenn binda miklar væntingar til hinnar sautján ára gömlu Helene Marie Fossesholm og margir hafa gengið svo langt að kalla hana næstu Marit Björgen í skíðagöngu kvenna. 15. janúar 2019 10:30 Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
Gáfu framtíðarstjörnu Norðmanna vaxtarhormón í þrjú ár Norðmenn binda miklar væntingar til hinnar sautján ára gömlu Helene Marie Fossesholm og margir hafa gengið svo langt að kalla hana næstu Marit Björgen í skíðagöngu kvenna. 15. janúar 2019 10:30