Íslendingar pökkuðu í vörn í jólaneyslunni Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. janúar 2019 14:42 Landsmenn stilltu jólaneyslunni í hóf að mati greiningardeildar Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Kortavelta íslenskra heimila í nýliðnum desembermánuði nam um 86,5 milljörðum króna, sem jafngildir um 4,5 prósent aukningu frá sama mánuði árið áður. Sé þessi upphæð raunvirt miðað við þróun neysluverðs og gengis var desember þó annar mánuðurinn í röð þar sem kortavelta dróst saman á milli ára. Er það til marks um að landsmenn hafi stillt „jólagleðinni í hóf um nýliðnar hátíðir ,“ að mati greiningardeildar Íslandsbanka. „Íslensk heimili virðast nú vera að pakka í vörn í kjölfar gengislækkunar krónu og vaxandi óvissu um efnahagshorfur,“ segir í greiningu bankans og bætt við að lokaársfjórðungur síðasta árs sé sá fyrsti frá upphafsfjórðungi ársins 2013 þar sem kortavelta einstakinga dróst saman milli ára á raunvirði. Vöxtur einkaneyslunnar undanfarna fjórðunga hafi þó verið lífseigari en greiningardeildinni segist hafa gert ráð fyrir, „þrátt fyrir lækkandi væntingar, hóflegri kaupmáttarvöxt og hægari fólksfjölgun en raunin var misserin á undan.“ Það er þó mat greiningardeildarinnar að nú virðist vera að koma á daginn að heimilin séu að rifa seglin. „Kortavelta dróst örlítið saman að raunvirði á lokafjórðungi síðasta árs eftir samfelldan vöxt í tæp fimm ár. Er það að mati okkar nokkuð skýrt merki um að einkaneysluvöxtur muni reynast lítill á fjórðungnum,“ segir í mati greiningardeildarinnar sem nálgast má í heild sinni með því að smella hér. Greiningardeild Íslansbanka Íslenskir bankar Neytendur Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
Kortavelta íslenskra heimila í nýliðnum desembermánuði nam um 86,5 milljörðum króna, sem jafngildir um 4,5 prósent aukningu frá sama mánuði árið áður. Sé þessi upphæð raunvirt miðað við þróun neysluverðs og gengis var desember þó annar mánuðurinn í röð þar sem kortavelta dróst saman á milli ára. Er það til marks um að landsmenn hafi stillt „jólagleðinni í hóf um nýliðnar hátíðir ,“ að mati greiningardeildar Íslandsbanka. „Íslensk heimili virðast nú vera að pakka í vörn í kjölfar gengislækkunar krónu og vaxandi óvissu um efnahagshorfur,“ segir í greiningu bankans og bætt við að lokaársfjórðungur síðasta árs sé sá fyrsti frá upphafsfjórðungi ársins 2013 þar sem kortavelta einstakinga dróst saman milli ára á raunvirði. Vöxtur einkaneyslunnar undanfarna fjórðunga hafi þó verið lífseigari en greiningardeildinni segist hafa gert ráð fyrir, „þrátt fyrir lækkandi væntingar, hóflegri kaupmáttarvöxt og hægari fólksfjölgun en raunin var misserin á undan.“ Það er þó mat greiningardeildarinnar að nú virðist vera að koma á daginn að heimilin séu að rifa seglin. „Kortavelta dróst örlítið saman að raunvirði á lokafjórðungi síðasta árs eftir samfelldan vöxt í tæp fimm ár. Er það að mati okkar nokkuð skýrt merki um að einkaneysluvöxtur muni reynast lítill á fjórðungnum,“ segir í mati greiningardeildarinnar sem nálgast má í heild sinni með því að smella hér. Greiningardeild Íslansbanka
Íslenskir bankar Neytendur Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira